Mánudagur 01.03.2010 - 21:40 - FB ummæli ()

Stríðið um bankana

Ótalmargt hefur komið upp á yfirborðið undanfarna mánuði um „sölu“ bankanna og flest með ólíkindum. Í pistlinum hér á undan þar sem ég fann óvart Finn kom athugasemd frá Gunna sem varð til þess að ég fór að grúska og lenti í Fréttablaðinu í lok maí 2005. Þar fann ég stórmerkilega úttekt á einkavinavæðingu bankanna eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur sem þá var blaðamaður á Fréttablaðinu. Úttektin birtist í fjórum hlutum 28. til 31. maí 2005. Sigríður Dögg hlaut verðskuldað blaðamannaverðlaun ársins m.a. fyrir þessa úttekt og í umsögn dómnefndar Blaðamannafélags Íslands segir:

RANNSÓKNARBLAÐAMENNSKA ÁRSINS 2005

Blaðamannaverðlaun BÍ

Blaðamannaverðlaun BÍ

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir úttekt á einkavæðingu ríkisbankanna og umtöluð fréttaskrif um aðkomu áhrifamanna í aðdraganda málaferla gegn forsvarsmönnum Baugs. Eitt mikilvægasta hlutverk blaðamannsins er  að veita stjórnvöldum, hver svo sem þau eru, gagnrýnið aðhald. Þetta hefur ekki síst verið eitt meginviðfangsefni rannsóknarblaðamennskunnar sem veltir  hlutum við og dregur fram mikilvæg atriði mála sem annars hefðu ekki legið ljós fyrir. Skrif Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Fréttablaðið um einkavæðingu ríkisbankanna og aðdraganda Baugsmálsins eru gott dæmi um slíka blaðamennsku. Í bankaumfjölluninni fór saman skilmerkileg framsetning og umfangsmikil úttekt á sölu ríkisbankanna,  ferli þar sem um gríðarmikla almannahagsmuni var að tefla. Greinar Sigríðar Daggar vörpuðu nýju ljósi á ýmsa þætti málsins og hin víðtæka og heita umræða sem spratt upp í framhaldinu undirstrikaði þörfina á því að opna málið og að margt mætti af því læra varðandi einkavæðingu í framtíðinni. Í Baugsmálinu sýndi Sigríður af sér áræðni og nákvæmni í viðkvæmri og vandasamri úrvinnslu á tölvuskeytum sem Fréttablaðinu höfðu borist og gátu hafa skipt máli fyrir aðdraganda einnar umfangsmestu lögreglurannsóknar seinni ára. Hún fór ekki þá leið að birta hrá skeytin, heldur reyndi hún eftir mætti að sannreyna að þær óvæntu upplýsingar sem þar komu fram væru réttar. Hún sýndi góða blaðamennsku og uppsker verðlaun fyrir.“

Ég klippti út allar greinarnar, dag fyrir dag, og bætti við tveimur leiðurum um málið frá 29. og 31. maí 2005 eftir Sigurjón M. Egilsson og Sigmund Erni Rúnarsson, sem þá voru fréttaritstjórar blaðsins. Að auki fylgir ein frétt sem sérstaklega var vísað til í forsíðuinngangi. Þetta er mikil lesning en að sama skapi mögnuð og gott að rifja málið upp áður en skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis lítur dagsins ljós. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Stríðið um bankana 1:4 – Fréttablaðið 28. maí 2005

Stríðið um bankana 1:4 - Sigríður Dögg Auðunsdóttir - Fréttablaðið 28. maí 2005

Stríðið um bankana 1:4 - Sigríður Dögg Auðunsdóttir - Fréttablaðið 28. maí 2005

Stríðið um bankana 2:4 – Fréttablaðið 29. maí 2005

Stríðið um bankana 2:4 - Sigríður Dögg Auðunsdóttir - Fréttablaðið 29. maí 2005

Stríðið um bankana 2:4 - Sigríður Dögg Auðunsdóttir - Fréttablaðið 29. maí 2005

Stríðið um bankana 3:4 – Fréttablaðið 30. maí 2005

Stríðið um bankana 3:4 - Sigríður Dögg Auðunsdóttir - Fréttablaðið 30. maí 2005

Stríðið um bankana 3:4 - Sigríður Dögg Auðunsdóttir - Fréttablaðið 30. maí 2005

Stríðið um bankana 4:4 – Fréttablaðið 31. maí 2005

Stríðið um bankana 4:4 - Sigríður Dögg Auðunsdóttir - Fréttablaðið 31. maí 2005

Stríðið um bankana 4:4 - Sigríður Dögg Auðunsdóttir - Fréttablaðið 31. maí 2005

Leiðari – SME – Fréttablaðið 29. maí 2005

Stríðið um bankana - Sigurjón M. Egilsson - Fréttablaðið 29. maí 2005

Stríðið um bankana - Sigurjón M. Egilsson - Fréttablaðið 29. maí 2005

Flokkar: Bloggar

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

  • Guðrún

    Les alltaf bloggið þitt og þú klikkar aldrei

  • Magnað. Gæti eins átt við daginn í dag. Þú, Lára Hanna ættir að vinna hjá sérstökum saksóknara eða hjá rannsóknarnefndinni.
    Kveðja að norðan.

  • MargrétJ

    Lára Hanna – þú ert alveg ótrúleg og mögnuð!!! Það færir mér óendanlegt öryggi að fólk eins og þú ert hér samferða á þessum tímum. Á meðan finnst mér einhvernveginn að hér geti ekki allt farið á versta veg. Alla veganna ekki múðurslaust!
    Hafðu kærar þakkir mín kæra fyrir alla þína vinnu og eljusemi. Haltu áfram þínu striki og þú mátt vera viss að það eru margir, sem kunna svo sannarlega að meta þínar rannsóknir og innlegg. ÁFRAM LÁRA HANNA !!!!!

  • Viskíprestur

    Mæli með að fólk lesi þetta líka, sérstaklega þeir sem tromma alltaf upp með smjörklípumanninn og orð hans um dreifða eignaraðild í hvert skipti sem sala bankanna er rædd. Hér sést að maðurinn segir eitt og gerir annað:

    http://is.wikipedia.org/wiki/Dreift_eignarhald

  • Takk fyrir Lára Hanna .

    Teitur, þú getur séð á öðrum fjölmiðli ,,framsóknarblaðinu Pressunni“ að verið er að hvít þvo framsóknarráðherra eins og Valgerði !

    Það er bara rétt að byrja áróðursstríðið vegna aumingjaskap glæpamanna úr röðum sjálfstæðismanna og framsóknarmanna !

  • Mig langar svooo að vita hvort Valgerður Sverrisdóttir haldi ennþá fram að „engin spilling var þegar ég var viðskiptaráðherra“, eins og hún sagði svo eftirminnilega á einhverjum borgarafundinum.

    Trúir hún þessu sjálf, eða var hún blekkt eða er hún að reyna að bera í bætifláka fyrir glæpi Framsóknar? Hvað af þessu þrennu er akkúelt? Ekki heldur hún í ALVÖRU að fólk trúi skýringum hennar?

    Trúir Valgerður Sverrisdóttir í ALVÖRU að „engin spilling hafi verið þegar hún var viðskiptaráðherra?…….

  • Sæl

    Heyrðu ég sá í gær eða fyrradag Georg Lárusson í fréttum. Titlaður sem forstjóri Landhelgisgæslunnar. ENN ÞÁ! Skrifaðir þú ekki pistil um spillingarmálið tengt honum? Endilega grafa hann upp! 🙂

    Kv. Jóhann

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur



Eldri færslur

Dagatal

mars 2010
S M Þ M F F L
« feb   apr »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031