Ég var að grúska og rakst á þessa grein um einkavæðingu „menningariðnaðarins“. Minnist þess ekki að hafa heyrt það orð hvorki fyrr né síðar og það hvarflaði að mér að notkunin á orðinu „iðnaður“ í þessu samhengi ætti að hafa þau hughrif að gera fólk jákvæðari gagnvart téðri einkavæðingu. Einkavæðingin átti að ná yfir bókstaflega ALLT. En mér er spurn: Hverjir hefðu viljað selja t.d. Jóni Ásgeiri eða Hannesi Smárasyni íslensku handritin? Wernersbræðtum eða Sigurjóni Þ. Árnasyni?
Einkavæðum menningariðnaðinn – Sigurjón Baldur Hafsteinsson – Fréttablaðið 27. október 2006
Snilld hjá Sigurjóni.
Þetta er hrein snilld. Hrein snilld.
Ég held að þetta sé háð – og það snilldarlegt. Þarna tekur maðurinn orðræðuna úr einkavæðingarbrjálæðinu og yfirfærir hana yfir á hluti sem er eins fjarstæðukennt að einkavæða og frekast er unnt.
Þessi grein sýnir svo ekki verður um villst hvað einkavæðingaræðið var klikkað. Allt átti að einkavæða – sama hvaða nafni það nefndist. Við verðum að gæta okkar á svona æði – einkavæðingar eða annars konar.
Snilldargrein.
Annað hvort er þetta paradía a la Swift (lesið A modest proposal, mesta paródíusnilld sem skrifuð hefur verið: http://www.gutenberg.org/files/1080/1080-h/1080-h.htm), eða (sem ég vona svo sannarlega ekki) að manninum hafi verið alvara. Hvort sem er, er þetta frábært innlegg og segir óhemju mikið út í hvaða pitt við (já VIÐ) vorum komin.
Frábær paródía. Allar klisjur hrunærisins í ekki lengri pistli. Td.: „Fákeppni ríkir á sviði menningarinnar“ og: „Menningarminjar eru takmörkuð auðlind sem ber að hámarka arðinn af á meðan hægt er“
Þetta er greinilega skrifað í háði. Meira að segja svo miklu háði að greinin verður of „un-subtle“ til að hitta almennilega í mark að mínu mati.
Það er annars svo mikið geðveiki búin að eiga sér stað hér síðan að þetta var skrifað að það er kannski skiljanlegt að þetta misskiljist sem alvara svona eftirá.
Þetta er frábær háðgrein hjá Sigurjóni, hann er mannfræðingur, greinin er skrifuð á hátindi „góðærisins“ hann dregur sundur og saman í háði viðteknar skoðanir þess tíma. Lesið greinina áður en þið dæmið Sigurjón ómaklega.
Þetta er sjálfsagt vel meint en bæði barnalegt og vanhugsað.
Skrifað á há-góðæris-tímanum þar sem einka- var jákvæðasta forskeyti íslenskrar tungu.
Þú selur engum handritin nema leggja miklar skyldur á herðar viðkomandi um umgengni við þau og varðveislu. Ef nýi eigandinn verður leiður á þessu öllu saman og kveikir í þeim….nei sumt er bara ekki hægt að einkavæða, punktur.
Ég spyr á móti – hver myndi vilja kaupa íslensku handritin í gróðaskyni??
Hvernig ætti einhver að græða á því.
Annars fynnst mér að ríkið eigi að skipta sér sem mynnst af menningu – ekkert að því að gefa skattaafslætti fyrir leiguhúsnæði undir listastarfsemi, en enginn ástæða til að vera að borga fólki til að viðhalda annara landa menningu (t.d sinfonían)
Ég ætla að reikna með að þetta sé grín uns annað kemur í ljós. Hitt er of ógnvænlegt.
Mér verður nú bara óglatt af því að lesa þetta.. Hver er þessi spekingur?
Er þetta ekki tekið af Baggalút:) ?
Er þetta for real? Er þetta ekki bara eitthvað spé? Jón Gnarr gæti hafa stýrt penna í þessari grein.