Mikið hefur verið rætt og ritað um braskið og spillinguna í lífeyrissjóðum landsmanna síðan rannsóknarskýrsla um þá var birt á föstudaginn. Fólk er ævareitt og margir tala um að afnema skyldugreiðslur í lífeyrissjóðina eða gjörbreyta starfsemi þeirra. Ótalmargt hefur verið dregið fram í dagsljósið um sukk, mikilmennskubrjálæði, dómgreindarskort og hreinlega þjófnað frá launafólki. Einhvers misskilnings hefur gætt um rannsóknarnefndina. Hún var á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða en ekki Alþingis eins og margir virðast hafa haldið. Það voru semsagt lífeyrissjóðirnir sjálfir sem létu rannsaka sig.
Kannski er það ástæða þess að ekki var farið sérstaklega í saumana á ýmiss konar boðsferðum, lúxus og gjöfum sem starfsmenn lífeyrissjóðanna þáðu af bönkum og fjármálstofnunum. Það virtist vera viðkvæmt mál eins og kom fram í Kastljósi á föstudaginn. Þó er vitað um ótrúlegustu uppákomur og ferðalög eins og Agnar Kristján Þorsteinsson gróf upp í gær og sagði frá í pistli á bloggsíðu sinni. Meðal annarra hefur Sölvi Tryggvason sagt frá ótrúlegum uppákomum, t.d. í maí 2010 og nóvember 2011.
Mig langar að rifja upp blaðaskrif frá sumrinu 2009 þar sem Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, kom við kaunin á Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins. Ég læt lesendum um að dæma skrifin í ljósi þeirra frétta sem dunið hafa yfir okkur undanfarna daga. Agnes skrifaði grein…
Morgunblaðið 31. maí 2009
Vilhjálmur svaraði og fór mikinn.
Morgunblaðið 3. júní 2009
Agnes er óforskömmuð og skrifar aðra grein.
Morgunblaðið 28. júní 2009
Þarna vitnar Agnes í bók Jóns F. Thoroddsen, Íslenska efnahagsundrið – Flugeldahagfræði fyrir byrjendur, sem kom út snemmsumars 2009. Rifjum upp viðtal við Jón í Silfri Egils frá í október 2009.
Silfur Egils 25. október 2009
Eins og fram kemur í seinni grein Agnesar var sérkafli í bók Jóns um lífeyrissjóðina, sá áttundi. Í honum fjallar Jón um stærstu lífeyrissjóðina, skoðar stjórnendur þeirra og segir frá því sem hann veit um starfsemi þeirra, enda vann Jón á verðbréfamarkaðnum sjálfur og hafði reynslu af braskinu. Hér er inngangur kaflans um lífeyrissjóðina:
„Lykilmenn sem unnu í eignastýringu, stjórnuðu eða sátu í stjórnum lífeyrissjóða, virtust ekki aðeins fá greidd laun fyrir störf sín heldur slógust bankarnir um að gleðja þessa menn og var þá engu til sparað. Þetta átti líka við um stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn. Sem dæmi um það voru settar á stofn viðburðadeildir í bönkunum, sem sáu um skemmtiferðir fyrir stærstu kúnnana, en lífeyrissjóðirnir heyrðu oft undir framkvæmdastjóra verðbréfasviðs eða jafnvel bankastjórana sjálfa. Um mitt ár 1997 störfuðu t.a.m. átta manns í viðburðadeild Glitnis. Forsvarsmenn lífeyirssjóða hafa viðurkannt að hafa þegið utanlandsferðir og laxveiðiferðir af bönkunum. Mörgum þeirra þykir ekki um óeðlilegar gjafir að ræða, jafnvel þó að þeir hafi eytt tímanum í félagsskap bankastjóra eða stærstu eigenda bankanna. Kostnaður við eina laxveiðiferð á Íslandi með gistingu og mat nemur þó oft tvöföldum mánaðarlaunum launamanna sem sjóðirnir starfa fyrir.“
Jón var aftur í Silfrinu í byrjun janúar í tilefni af því að bókin hans var komin út á ensku, aukin og endurbætt.
Silfur Egils 8. janúar 2012
Ég bendi á pistilinn minn frá því á laugardaginn – Leikið með lífeyri landans – en í honum kennir ýmissa grasa og þar er mikið ítarefni, m.a. doktorsritgerð Herdísar Drafnar Baldvinsdóttur um valda- og fjármálatengsl ASÍ og atvinnurekenda og blaðaskrif um hana. Rætt var stuttlega við Herdísi Dröfn í umræðum um rannsóknarskýrslu lífeyrissjóðanna í Silfrinu í gær.
Silfur Egils 5. febrúar 2012
Þórður Björn Sigurðsson, sem í er vitnað í pistlinum á laugardaginn, birti í gærkvöldi enn eina grein um lífeyrissjóðina, Þversögn verkalýðshreyfingarinnar. Í spjalli benti Þórður Björn mér á ansi skondið atriði sem ég hafði ekki rekið augun í, enda ekki búin að horfa á eða klippa fréttir kvöldsins.
Fréttir Stöðvar 2 – 4. og 5. febrúar 2012
Æ, æ, Gylfi…!
Enn hefur enginn svarað mér af hverju fyrirtæki eru með menn í stjórnum lífeyrissjóða.
Lífeyrissjóðskerfið er ekkert annað en „Ponzi scheme“ og ríkið tekur fullan þátt í því.
http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/887
„Tekjutenging milli almannatrygginga og lífeyrissjóða er gagnkvæm.“
http://eyjan.is/2010/05/02/lifeyrissjodir-hirda-kjarabaetur-oryrkja-tekjutengingu-verdur-ad-draga-ur-eda-afnema/
Fátt um varnir hjá lífeyrissjóðunum.
Athyglisverð setning í pisli Þórðar Björns.
„Einnig er vert að hafa í huga að hrein eign lífeyrissjóða jókst frá 2002 til 2010 um 281%, samkvæmt gögnum Seðlabankans.“
Verður þetta vörnin hjá sjóðunum? Tapið er bara leiðrétting á uppblásinni froðu sem engin innistæða var fyrir?
Allavega var lítið kvartað yfir gróðanum fyrir hrun. Við vitum það þó núna að allt var þetta ein stór Sterlingflétta með sparifé landsmanna.