Færslur fyrir flokkinn ‘Fjölbreytileiki’

Miðvikudagur 09.06 2010 - 19:56

Náttúra

„Ef maður skoðar tré mjög náið tekur maður eftir öllum hnútunum og dauðu greinunum, alveg eins og með líkama okkar. Þá skilur maður að fegurð og ófullkomnleiki fara vel saman.“ – Tilvitnun í Matthew Fox úr Lost þáttunum í Fréttablaðinu 7. júní sl. Látum þessi orð leiða okkur inn í sumarið þegar hiti og sól […]

Fimmtudagur 27.05 2010 - 22:00

Áfram Hera!

Ég er búin að vera að bíða eftir því að einhver gagnrýni holdafar okkar fulltrúa í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Ekki af því að ég hafi gaman af slíku eða finnist Hera eiga það skilið heldur af því það er dæmigert að þegar þéttholda manneskja gerir eitthvað markvert þá er einblínt á holdafar hennar. Ég þurfti […]

Þriðjudagur 11.05 2010 - 12:29

Hugleiðingar um þyngd

Í síðustu viku fóru sjálfboðaliðar á vegum Megrunarlausa dagsins á stúfana og buðu fólki að stíga á vigt sem sýndi jákvæð lýsingarorð í staðinn fyrir kílóatölur. Hugmyndin var að rjúfa þann neikvæða vítahring þar sem fólk notar vigtina sem allsherjar dómara og leyfir henni að ráða því hvort það sé ánægt með sjálft sig og […]

Þriðjudagur 30.03 2010 - 10:47

M & J Show

Lesendur Líkamsvirðingar sem hafa kíkt á útlensku bloggin, sem birtast í lista undir „Tenglar“ hér til hægri á síðunni, ættu að kannast við Rachel Richardson, höfund bloggsins The F-word. Hún er gestur og umfjöllunarefni bandarísks spjallþáttar  sem hægt er að horfa á í tveimur hlutum hér fyrir neðan. Hér er síðan umfjöllun F-word um þáttinn.

Laugardagur 16.01 2010 - 15:00

Pjattrófur

Pjattrófurnar hvetja konur til líkamsvirðingar í síðustu bloggfærslu sinni. Gott hjá þeim! Sífellt fleiri augu eru að opnast fyrir því að löngunin til að líta vel út, vera heilbrigð og lifa góðu lífi hangir ekki á þröngri staðalímynd, heldur geta allir gert það besta úr því sem þeir hafa. Því fyrr sem við áttum okkur á þessu […]

Þriðjudagur 13.10 2009 - 18:51

Líkamsvirðing í L.A.

Nokkrar greinar úr L.A. Times sem eru greinilega að herma eftir Newsweek. Ekkert nema gott um það að segja: Seeking fat acceptance Diets? Not for these folks Do extra pounds always equal extra risk?

Miðvikudagur 07.10 2009 - 17:35

Þýskt kvennablað bannar fyrirsætur

Þýska kvennatímaritið Brigitte, sem ætti að vera Íslendingum ágætlega kunnugt, hefur ákveðið að hætta samstarfi við atvinnufyrirsætur, að sögn vegna þess að ritstjórinn er orðinn þreyttur á því að fótósjoppa útistandandi bein. Þess í stað ætlar blaðið að skarta alvöru konum, bæði frammákonum og almennum lesendum, í viðleitni til þess að skapa raunhæfari útlitsviðmið. Hér er frétt um þetta á […]

Föstudagur 02.10 2009 - 17:06

Meiri glamúr

Framhaldsfrásögn í Glamour eftir fjaðrafokið sem Lizzie Miller olli í síðasta mánuði: http://www.glamour.com/health-fitness/2009/10/these-bodies-are-beautiful-at-every-size

Mánudagur 14.09 2009 - 10:52

Feitt þema

Newsweek er greinilega með feitt þema þessa stundina. Hér er myndasafn sem var sett saman í kjölfar þess að fjöldi lesenda, sótrauðir af bræði yfir jákvæðri umfjöllum um feitt fólk, krafðist þess að sjá dæmi um að minnsta kosti eina feita manneskju sem lifir heilbrigðu lífi. Vesgú.  Endilega kíkið líka á meðfylgjandi grein.

Miðvikudagur 26.08 2009 - 17:22

Áfram Lizzie Miller!

Glamour girl Sjónvarpsviðtal við Lizzie og ritstjóra Glamour sem lofar því að tímarnir séu að breytast. Spennandi…

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com