Færslur fyrir flokkinn ‘Líkamsvirðing’

Mánudagur 28.11 2011 - 14:24

Núna!

Mörgum kann að finnast slagorðið „lifðu í núinu“ hálfgerð klisja sem það ef til vill er en þrátt fyrir það getum við sennilega flest tekið það til okkar að einhverju leyti. Mörg okkar eru í stöðugri leit að auknum lífsgæðum og sífellt á leiðinni eitthvað, að bíða eftir að eitthvað gerist, að morgundagurinn færi okkur […]

Þriðjudagur 18.10 2011 - 10:23

Byltingin er hafin!

Kæru lesendur. Nú verður kynnt sú nýbreytni hér á síðunni að Líkamsvirðing verður hópblogg. Í hönd fara því vonandi hressilegir tímar þar sem pistlar birtast með örari hætti en verið hefur enda dugir ekkert minna þegar bylta á samfélaginu. Margar hendur vinna létt verk.

Fimmtudagur 25.08 2011 - 11:57

Michelle fer í megrun

Þetta myndband er andsvar við barnabókinni „Magga fer í megrun“ – í rímum eins og bókin sjálf. Tékkit! Áhugasamir geta síðan lesið hér um umfjöllun LA Times um málið, sem sýnir að það finnst sko alls ekki öllum neitt athugavert við þessa bók, og minnir mann á að eflaust eiga „vel meinandi“ foreldrar, kennarar og […]

Miðvikudagur 17.08 2011 - 14:12

Glóruleysi

Jessica Weiner er ein þeirra sem hafa verið áberandi í baráttunni fyrir aukinni líkamsvirðingu undanfarin ár. Hún er höfundur bókarinnar  Life doesn’t begin 5 pounds from now þar sem hún hvetur ungar konur til þess að láta af líkamsþráhyggjunni og elska líkama sinn eins og hann er. Hún var fyrirmynd margra sem vildu öðlast aukna […]

Fimmtudagur 05.05 2011 - 22:40

Megrunarlausi dagurinn

Megrunarlausi dagurinn er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum vegna holdafars. Hann er upprunninn í Bretlandi fyrir 19 árum en hefur síðan borist vítt og breitt um heiminn, nú síðast til Íslands, þar sem hann hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2006. Mörgum kann að finnast kjánalegt að halda upp á einn megrunarlausan dag […]

Föstudagur 18.03 2011 - 13:22

Hefðbundin meðul

Það hefur lengi valdið mér sorg hve lítið virðist fara fyrir líkamsvirðingu innan heilsu- og mannræktargeirans. Meira að segja meðal þeirra sem annars virðast aðhyllast ástúðlega umönnun líkamans, þeirra sem hvetja til þess að við hlustum á líkama okkar, virðum takmörk hans og ræktum eigið innsæi varðandi umhirðu sálar og líkama, kemur oft fram áberandi […]

Sunnudagur 02.01 2011 - 19:16

Ekki átak heldur bylting!

Eitt algengasta nýársheit Vesturlandabúa hefur löngum verið að sverja upp á líf og dauða að losna við jólakílóin og taka á móti vorinu í nýjum og stæltari kroppi. Þessi staðreynd talar auðvitað sínu máli um árangur megrunar á slóðum þar sem líkamsþyngd hefur ekki minnkað heldur aukist til muna með tímanum. Þau sem ekki þekkja mistök […]

Þriðjudagur 06.07 2010 - 11:39

Body Shop barátta

Hér má nálgast frekari upplýsingar um baráttu Body Shop fyrir bættri líkamsmynd. Margir kannast við myndina hér til hliðar en nú hefur fyrirtækið sett af stað nýtt átak í samvinnu við áströlsk átröskunarsamtök og starfshóp á vegum ríkisstjórnarinnar þar í landi. Ætlunin er að skera upp herör gegn slæmri líkamsmynd og átröskunum. Fimmfalt húrra fyrir […]

Laugardagur 03.07 2010 - 17:27

Vei! vigtin slær í gegn

Ég rakst nýverið á þessa auglýsingu frá Body Shop og gleðst innilega yfir því að verslunarkeðja af þessari stærðargráðu skuli taka þátt í baráttunni fyrir líkamsvirðingu. Vigtin minnir óneitanlega á Vei! vigtirnar sem notaðar voru í átaki Megrunarlausa dagsins nú í vor. Þær eru eftirmyndir hinnar bandarísku Yay! scale sem Marilyn Wann, rithöfundur og baráttukona, hannar og […]

Miðvikudagur 09.06 2010 - 19:56

Náttúra

„Ef maður skoðar tré mjög náið tekur maður eftir öllum hnútunum og dauðu greinunum, alveg eins og með líkama okkar. Þá skilur maður að fegurð og ófullkomnleiki fara vel saman.“ – Tilvitnun í Matthew Fox úr Lost þáttunum í Fréttablaðinu 7. júní sl. Látum þessi orð leiða okkur inn í sumarið þegar hiti og sól […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com