Færslur fyrir flokkinn ‘Stríðið gegn fitu’

Föstudagur 18.12 2009 - 12:54

Þyngdartakmörk í háskólanámi

Í síðasta mánuði sögðu bandarískir fjölmiðlar frá því að háskóli þar í landi væri farinn að krefja nýnema, sem eru yfir ákveðnum þyngdarmörkum (BMI ≥30), um að léttast ellegar  standast sérstakt íþróttanámskeið, að öðrum kosti fái þeir ekki að útskrifast. Hafa þessar fregnir vakið heitar umræður um þær kröfur sem eðlilegt er að gera í tengslum […]

Sunnudagur 29.11 2009 - 15:02

Af hverju höfum við fitnað? Seinni hluti

Um daginn var fjallað um þyngdaraukningu undanfarinna áratuga og bent á að þrátt fyrir endurteknar upphrópanir um ofát og hreyfingarleysi sem helstu, jafnvel einu, orsakir þeirrar þróunar, þá byggja slíkar fullyrðingar á veikum grunni. Ekki er verið að halda því fram að mataræði og hreyfing hafi örugglega ekki átt neinn þátt í þeirri þyngdaraukningu sem orðið […]

Fimmtudagur 26.11 2009 - 14:38

The Biggest Loser

Ég hef lengi velt fyrir mér hvenær risaskandall eigi eftir að spretta út í tengslum við þættina The Biggest Loser, eitt hryllilegasta sjónvarpsefni sem til er hvað varðar fituhatur og megrunarsýki. Nú eru kurlin smám saman að koma til grafar og sýna að það er síður en svo allt með felldu innan herbúða þáttanna. Þetta […]

Fimmtudagur 19.11 2009 - 23:11

Af hverju höfum við fitnað? Fyrri hluti

Í umræðu um vaxandi offitutíðni á Vesturlöndum er gjarnan hamrað á tvennu: Við borðum meira og hreyfum okkur minna. Þessi söngur hefur heyrst svo oft að hann er orðinn að sjálfsögðum sannindum í hugum flestra og því kann að koma mörgum á óvart hve lítill raunstuðningur býr þar að baki. Í besta falli ætti að […]

Laugardagur 07.11 2009 - 20:12

Meiri hræðsluáróður

Í gær sagði RÚV frá nýrri skýrslu Krabbameinsstofnunar Bandaríkjanna sem þótti sýna að offita væri krabbameinsvaldandi.  Hafa þessar niðurstöður að vonum farið eins og eldur í sinu um veröldina, eins og aðrir heimsendaspádómar varðandi offitu. En hvað er hér á ferðinni? Við höfum lengi vitað að offita tengist ýmsum heilsufarsvanda. Það sem við vitum ekki er […]

Fimmtudagur 10.09 2009 - 13:28

Fituhatur

Önnur fín grein úr Newsweek um fituhatur Bandaríkjamanna. Áhugaverð klemma kemur fram í lokin varðandi hvernig hægt er að berjast gegn offitu án þess að ýta undir fitufordóma. Ekkert svar er gefið enda er þetta eitthvað sem fræðimenn eiga í mesta basli með. En það er kannski af því þeir neita að hugsa út fyrir kassann. Það er og […]

Þriðjudagur 01.09 2009 - 19:44

Ný grein í Newsweek

Ágætis grein birtist í Newsweek í síðustu viku þar sem litið er gagnrýnum augum yfir offitufaraldurinn. Þar er m.a. rætt um umdeilda aðgerð CDC stofnunarinnar frá því fyrr í sumar þegar svokölluð „offitureiknivél“ var sett upp á heimasíðu stofnunarinnar svo atvinnurekendur gætu reiknað út hve mikið feitt starfsfólk myndi kosta fyrirtækið. Einnig er fjallað um […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com