Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Þriðjudagur 27.02 2018 - 17:52

Orkumál til umræðu hjá Heimssýn

Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn fimmtudaginn 1. mars næstkomandi á Hótel Sögu við Hagatorg. Hann hefst klukkan 17.15 með hefðbundinni aðalfundardagskrá, en klukkustund síðar, eða klukkan 18.15 hefst svo opinn fundur með Kathrine Kleveland, formanni Nei til Eu í Noregi. Kathrine mun einkum fjalla um innleiðingu orkulöggjafar ESB í EES-samninginn.  Fyrirhugað er að setja á stofn orkueftirlit sem […]

Mánudagur 27.03 2017 - 19:40

Aðalfundur Heimssýnar

Aðalfundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, verður haldinn þriðjudaginn 28. mars 2017 klukkan 20:00 í húsakynnum Heimssýnar í Ármúla 6 í Reykjavík. Ræðumaður er Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og fundarstjóri Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosningar og önnur mál. Allir félagsmenn og stuðningsfólk Heimssýnar er velkomið. Framkvæmdastjórn Heimssýnar

Fimmtudagur 02.02 2017 - 18:07

Atvinnulífið hafnar ESB

Meirihluti félagsmanna í félagi íslenskra atvinnurekenda telur að ekki eigi að halda viðræðum við ESB áfram og stór meirihluti þeirra er á móti aðild að ESB. Samkvæmt nýlegri könnun vilja 52% félagsmanna ekki halda viðræðum áfram á meðan aðeins 35,1% vilja halda þeim áfram. Aðeins 16,9 prósent eru á því að Ísland eigi að gang […]

Fimmtudagur 01.12 2016 - 12:22

Fullveldishátíð Heimssýnar 1. desember

Fullveldishátíð Heimssýnar var haldin 1. desember 2016, í húsakynnum Heimssýnar, Ármúla 4-6 í Reykjavík, og hófst klukkan 20:30.   Dagskrá var fjölbreytt: Ávörp: Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar og Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar Hátíðarræða: Haraldur Ólafsson veðurfræðingur Hljómsveitin Reggí Óðins Sigurður Alfonsson harmonikkuleikari Söngur, tónlist og kaffiveitingar Kynnir: Þollý Rósmundsdóttir Á myndinni eru flestir þeir sem fram […]

Þriðjudagur 18.10 2016 - 22:31

Þetta sögðu þau um ESB í kvöld!

Umræðurnar um ESB-málin í kosningasjónvarpinu áðan voru um margt áhugaverðar. Fram kom að Birgitta og Píratar geta ekki gert upp hug sinn, Þorgerður og Viðreisn reyna að láta líta út fyrir að vera ekki alveg viss um hvort þau vilji í ESB, og Össur og Samfylking vilja ennþá inn í þetta brennandi hús eins og Jón […]

Sunnudagur 20.03 2016 - 10:16

Hjörleifur um öngstræti ESB

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, ritaði í liðinni viku yfirgripsmikla og skarpmælta grein um stöðu ESB og framtíð Íslands. Nei við ESB hefur fengið leyfi Hjörleifs til þess að endurbirta hér grein hans sem birtist í Morgunblaðinu 17. þessa mánaðar.   Hjörleifur Guttormsson: Evrópusamband í öngstræti og þörfin á að rækta garðinn heima fyrir […]

Föstudagur 26.02 2016 - 17:51

Göran Persson spáir hruni evrunnar

Einn helsti þungaviktarmaður jafnaðarmanna og Norðurlanda í evrópskri pólitík síðustu áratugina, forsætisráðherrann fyrrverandi í Svíþjóð, Göran Persson, segir í viðtali við sænska fjármáladagblaðið Dagens Industri í gær að stærsta ógnin sem ESB standi frammi fyrir sé hvorki úrsögn Breta né flóttamannavandinn heldur ný fjármálakreppa sem gæti kippt fótunum undan evrunni. Göran Persson lék aðalhlutverkið í sænskum stjórnmálum frá […]

Miðvikudagur 06.01 2016 - 18:20

Tíu rökum ESB-aðildarsinna svarað

Fyrir stuttu var hér fjallað um tólf ástæður til að forðast aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðildarsinnar greindu nýverið frá tíu ástæðum sem þeir töldu mæla með aðild. Hér verður þeim málflutningi aðildarsinna svarað lið fyrir lið:   Lægra matvælaverð á Íslandi? ESB-sinnar nefna að verð á landbúnaðarvörum gæti í einhverjum tilvikum lækkað örlítið ef vörurnar […]

Laugardagur 28.11 2015 - 16:00

Hornsteinar ESB hrynja og þar með ESB sjálft

Orð forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, eru enn ein staðfesting þess að Evrópusambandið þolir ekki áföll. Fjármálakreppan sýnir að evrusamstarfið gengur ekki upp. Straumur flóttamana sýnir að Schengen-samstarfið virkar ekki. Þar með er búið að kippa tveimur af fjórum hornsteinum undan ESB-samstarfinu. Schengen og evran gætu tekið allt ESB með sér í fallinu. Pólitísk græðgi sjálfskipaðra leiðtoga […]

Miðvikudagur 18.11 2015 - 12:33

Tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild

Það eru margar ástæður til að hafna aðild Íslands að ESB. Með aðild að Evrópusambandinu myndu áhrif og völd færast í ríkari mæli til Brussel og grundvöllur velferðar íslensku þjóðarinnar yrði ótryggari. Hér að neðan eru nefndar tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild:   Úrslitavald yfir auðlindum Það er grundvallarregla hjá ESB að stofnanir þess […]

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur