Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 11.01 2018 - 08:28

Litið aftur, og svo fram veginn

„Með kjafti og klóm“ Síðasta fjárhagsáætlun sveitarstjórnar þetta kjörtímabilið var afgreidd samhljóða 14. desember 2017. Niðurstaðan sú að fjárhagsleg afkoma sveitarfélagsins heldur áfram að styrkjast umtalsvert, framkvæmdum fjölgar og fleiri viðhaldsverkefnum er sinnt. Það er sérstök tilfinning að klára þennan krefjandi áfanga ársins, stefna og markmið sveitarfélagsins klár fyrir árið 2018. Það er eins og […]

Þriðjudagur 08.08 2017 - 18:50

Birtan á fjöllunum

– Þegar ágreiningur er um virði fólks Virkjun Hvalár snýst ekki um Sjálfstæðismenn, Tómas Guðbjartsson, verndunarsinna eða virkjunarsinna. Hvalárvirkjun snýst um framtíðina. Hvalárvirkjun snýst ekki um göngufólk í leit að innblæstri, heldur að mögulegum endalokum jarðar og útblæstri. Lítið ljós í stærsta vandamáli mannsins. Hvalárvirkjun er ekki aðför að óspilltu svæði, heldur lítið ljós í […]

Miðvikudagur 02.08 2017 - 18:46

Hagsmunir íbúa við Ísafjarðardjúp að engu hafðir.

Yfirlýsing frá sveitar- og bæjarstjórum Súðavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar. Hagsmunir íbúa við Ísafjarðardjúp að engu hafðir. Nefnd sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldismálum hefur verið að störfum síðan haustið 2015 þegar þáverandi ráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, setti nefndina á fót. Snemma á þessu ári sendi nefndin út spurningalista til sveitarfélaga þar sem spurt var um áhrif […]

Föstudagur 13.01 2017 - 11:26

Skattheimta, sveitarfélög og almannahagur

Héraðsmiðillinn BB gerir að fréttaefni bókun mína frá 35. sveitarstjórnarfundi Súðavíkurhrepps, sem varðar lækkun á útsvarstekjum á milli ára. Það er afar þakkarvert að fjölmiðillinn skuli taka upp þessa umræðu. Fyrirsögn BB er eftirfarandi: Skattsvik í Súðavík. Það skal árétta að orðið “skattsvik,, í þessari umræðu er fært inn af ritstjóra BB, sem skrifar umrædda […]

Laugardagur 16.07 2016 - 12:13

Ísafjarðarbær 150 ára – hugleiðing og kveðja

Ég er giska 7 ára á leiðinni vestur. Framundan er sumardvöl hjá frændfólki. Fram að þessu hafði ég lært að veröldin getur verið hættuleg. Bílarnir, kallarnir, sjórinn og allt þetta hitt sem feður og mæður eru verndandi fyrir. Mánuður á Ísafirði og viðhorfið hafði breyst. Ég labbaði sjálfur niður í bæ og keypti mér snúð […]

Miðvikudagur 01.06 2016 - 09:47

Vestfirðir í kastljósi ríkisstjórnarinnar

Á ríkisstjórnarfundi þriðjudaginn 31. maí var tillaga forsætisráðherra um nefnd, Vestfjarðarnefnd, sem ætti að vinna aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði samþykkt. Nefndinni verður ætlað að starfa í samneyti við önnur ráðuneyti og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Þessari tillögu forsætisráðherra og samþykkt ríkisstjórnarinnar er tekið fagnandi af Fjórðungssambandi Vestfirðinga, hér eftir nefnt FV, enda tilurð og forspil nefndarinnar runnið undan […]

Þriðjudagur 12.01 2016 - 12:11

Sameiginlegir hagsmunir

Það er fagnaðarefni þegar að góðar fréttir berast vestur frá Alþingi Íslendinga. Nú er það staðfest að 15 milljónum hefur verið varið á fjárlögum næsta árs til að kosta undirbúningsvinnu við hringtengingu raforku Vestfjarða.  Það vel og þessu ber að fagna. Hringtenging raforku á Vestfjörðum er lykilatriði og ein af forsendum fyrir því að hér […]

Höfundur

Pétur Georg Markan
Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.
RSS straumur: RSS straumur