Miðvikudagur 16.06.2021 - 11:27 - FB ummæli ()

Gamli Hong Kong komplexinn í henni Reykjavík

Áætlanir Reykjavíkurborgar og ríkis nú, mörgum árum eftir upphaflega áætlun vegna þéttingu miðbæjarins, eru niðurgrafnar stofnbrautir meðal annars Miklubrautina og Sæbrautina í stokk og sem hluti Borgarlínuhugmynda og inngangi fyrirhugaðrar Sundabrautar inn í borgina. Allt svo sem skiljanlegar ástæður ef höfuðborgarsvæðið væri aðþrengt að uppbyggingarmöguleikum í úthverfum borgarinnar og nágrennis. Atburðarrás sl. áratug sem enn einu sinnu á að kynna á borgarafundi í dag, en sem minnir óneytanlega á borgaskipulög í aðþrengdum miðborgum stærstu milljónaborga heims og þar sem eini möguleikinn er þá að byggja á hæðina eða neðanjarðar til að anna eftirspurn eftir bygginga- eða samgöngumannvirkjalóðum og fyrirséðum samgöngutakmörkunum annars fyrir atvinnulífið. Í heimsborgum sem jafnframt glíma við mikla mengun, stórslysahættu í samgöngum og hættu á jafnvel kerfishruni mikilvægustu stjórnsýslustofnana. Eins til að bæta aðgengi ferðamanna til að sjá með eigin augum heimsborgarmenninguna og njóta veitingastaða og miðnæturlífs, sem reyndar Reykjavík er hvað frægust fyrir og telst oft ansi villt.
Íbúafjöldi Reykjavíkur aðeins um 200 þúsund hræður í strjálbýlu landi og þar sem íbúafjöldinn í heild nær rétt tæplega 400 þúsund. Íbúafjöldi í næstu nágrannasveitafélögum með feikimiklu byggingarlandi sem dugað getur til langrar framtíðar framtíðakynslóða, nálgast hins vegar um 100 þúsund. Byggingaþróunin jafnvel mest austan við fjall, á Suðurnesjunum, í Mosfellsbæ og á Akranesi.
Það er því í sjálfu sér óskiljanleg stefna borgaryfirvalda höfuðborgarinnar að einseta sér mestu atvinnuppbygginguna einmitt þar sem þrengslin eru mest fyrir og samgöngutakmarkanir eru mestar. Í gamla miðbænum og þar sem íbúafjöldinn er þegar orðinn hvað minnstur í borginni í stað þess að deila með öðrum úthverfum og janfvel nágrannasamfélögunum þegar það á við.
Þar skal meðal annars rísa nýtt þjóðarsjúkrahús gegn meirihlutavilja þjóðarinnar. Framkvæmt vel upp á annað hundrað milljarða króna á aðþrengdri Hringbrautarlóð og þar sem samgöngur til eru þegar mjög heftar að öllu leiti, nema fyrir gangandi eða á hjólum og eins og reyndar áætlanir stjórnenda spítalans gera ráð fyrir, fyrir meginþorra starfsmanna. Hótelbyggingar hafa einnig risið eins og risasveppir milli gamalla bygginga og sem þykir nauðsynlegt fyrir stemminguna og til að Reykjavíkurborg geti haldið sem fastast um túristanna og grætt sem mest á þeim. Miðnæturlífið þarf að ná enn nýjum hæðum.
Þjónusta við íbúanna sjálfa og heilbrigðisöryggi virðist skipta hér minna máli. Þjónusta almennings við helstu stofnanir og atvinnutækifærin skal helst sækja í miðborgina og aðeins þar á menningin að fá bestu möguleikana til að blómstra.
Öll samgöngumannvirkin og jafnvel áætlaður kostaður við að flytja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, hleypur á þúsundum milljarða króna. Kostnaður við bara framkvæmdir þjóðarspítalans verður helmingi dýrari en hann hefði þurft að vera ef byggt hefði verið á hagkvæmasta stað innan borgarmarkanna á Keldnalandinu. Auk þess að endast miklu lengur með tilliti til stækkunarmöguleika og heilsuvænlegra- og jafnvel græðandi umhverfis fyrir sjúklinga og starfsfólk. Eins miklu betra aðgengis fyrir allt stórhöfuðborgarsvæðið og öruggari aðkomu t.d. fyrir sjúkraþyrluflug af landsbyggðinni og miðunum kringum landið. Maður hlýtur að spyrja sig um forsendubrestina og afleiddan kostnað misráðins skipulags í borginni.
Nei, þetta skipulag í heild sinni er algjörlega óskiljanlegt, nema í samhengi við græðgivæðingu borgaryfirvalda til einnar nætur og sem þjóðin öll þarf að gjalda fyrir, með einum eða öðrum hætti. Af landi eigum við auðvitað nóg og eins af vistvænni orku til samgangna, hvort heldur með almenningssamgöngum eða með einkabílnum. Allar vegasamgöngur þarf að bæta á landinu öllu. Við Íslendingar viljum fá að njóta þess besta sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki að vera nauðbeygð nú að sækja alla mikilvæga þjónustu og atvinnutækifærin en meira en orðið er í gömlu miðborgina í henni Reykjavík. Fallegu gömul miðborgina sem nú er verið að eyðileggja og kæfa með gríðarlegri uppbyggingu í allt of miklum þrengslum. Og síðan nú neðanjarðar eins verið er að kynna á opnum borgarafundi í dag með rándýrum samgöngumannvirkjagöngum sem aðeins velstæðustu milljónaborgir erlendis neyðast til að kosta vegna mannmergðar og landaskorts.
Það má vel vera að Kínverjar séu þarna í fararbroddi í byggingalistinni og arkitektúr, en þar sem allskonar mengun og heilsuspillandi umhverfi í miðborgunum mælist hvergi meiri og hættulegri. Og má þetta kosta hvað sem er og þegar önnur kerfi eins og heilbrigðis- og menntakerfin virðast þegar komin yfir þolmörk vegna fjárskorts frá því opinbera?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn