Færslur fyrir mars, 2011

Mánudagur 28.03 2011 - 16:36

Stjórnlagaráð er vonarneisti

Þótt aðdragandinn að skipan Stjórnlagaráðs hafi ekki allur verið eins og ég hefði helst kosið, þá fagna ég málalokum og tek skipan í ráðið með þakklæti fyrir það traust sem mér og okkur í ráðinu er sýnt af þjóð og þingi. Endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins er afar brýnt verkefni og mikilvægur þáttur í uppbyggingu betra samfélags. […]

Fimmtudagur 24.03 2011 - 00:30

Yfirlýsing Geirs Haarde um Icesave

Þann 8. október 2008 birtist neðangreind yfirlýsing á vef forsætisráðuneytisins: Lykilatriðin á íslensku: Íslenska ríkisstjórnin kann að meta að bresk stjórnvöld séu tilbúin að láta til sín taka og bregðast við bráðum vanda innistæðueigenda á Icesave-reikningum Landsbankans. […] Ríkisstjórnin ítrekar að hún muni, ef þörf krefur, styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda í því að afla nauðsynlegs fjár. […]

Mánudagur 14.03 2011 - 23:54

Icesave sett fram myndrænt

Ein leið til að glöggva sig á lykilstærðum Icesave-málsins er að skoða þær myndrænt.  Hér má sjá súlurit sem er tilraun í þessa átt (smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu). Bláa súlan lengst til vinstri táknar heildarupphæð Icesave-innistæðnanna, 1.320 milljarða króna á gengi apríl 2009 (sem er viðmiðunargengi krafna í þrotabú Landsbankans). Næsta […]

Laugardagur 05.03 2011 - 23:18

Siðferðisrök, lagarök og nytjarök fyrir jái við Icesave

Þann 3. mars síðastliðinn sat ég í pallborði á opnum fundi Arion banka um Icesave-málið, og flutti við það tækifæri eftirfarandi ávarp. — Það er ekkert sérstakt gleðiefni að tala fyrir því að við samþykkjum samning sem gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða vegna innistæðutrygginga Icesave-reikninga Landsbankans. En eftir að hafa kynnt mér þetta mál rækilega […]

Höfundur