Færslur fyrir júní, 2011

Mánudagur 13.06 2011 - 01:54

Ráðherraábyrgð og ríkisstjórn í tillögum Stjórnlagaráðs

Ráðherraábyrgð er skiljanlega nokkuð til umræðu þessa dagana. Landsdómur hefur verið kallaður saman í fyrsta sinn til að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Þessi málsmeðferð er byggð á 14. gr. stjórnarskrárinnar: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. […]

Laugardagur 11.06 2011 - 19:20

Nýtt, opið vinnulag í Stjórnlagaráði

Ég er þess heiðurs aðnjótandi að sitja í Stjórnlagaráði.  Vinnan er skemmtileg og krefjandi en gengur mjög vel. Í upphafi var ákveðið að skipuleggja vinnu ráðsins með hliðsjón af aðferðafræði sem er talsvert notuð í hugbúnaðargerð og öðrum flóknum verkefnum þar sem skila þarf góðri vöru til viðskiptavinar á takmörkuðum tíma. Þetta verklag kallast Agile […]

Höfundur