Færslur fyrir október, 2012

Miðvikudagur 31.10 2012 - 22:21

Höftin, Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn

Enn á ný hefur spunnist umræða um gjaldeyrishöftin og „snjóhengjuna“. Í „snjóhengjunni“ eru krónur sem myndu vilja sleppa út úr íslenska hagkerfinu við fyrsta tækifæri og valda þannig gengisfalli, verðbólgu og hækkun skulda almennings og fyrirtækja. Að þessu sinni kemur umræðan úr óvæntri átt, þ.e. frá Morgunblaðinu og að einhverju leyti þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Pétur H. […]

Þriðjudagur 16.10 2012 - 22:46

Skrýtnasta stjórnarskrárgreinin

Uppáhalds greinin mín í núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er eftirfarandi: 30. gr. Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til. Flestir reka eflaust upp stór augu við þessa lesningu. Getur forseti Íslands virkilega veitt undanþágur frá lögum? Hvað eru […]

Föstudagur 12.10 2012 - 15:44

Auðlindir í þjóðareigu

Ísland, landið okkar allra, er ríkt af náttúruauðlindum. Þar á meðal er fiskurinn í sjónum, jöklar og vatnsföll, jarðhiti, hreint vatn, vindur, sjávarföll og hugsanlega olía og jarðgas, svo eitthvað sé nefnt. Nýting auðlindanna skapar nú þegar talsverðan arð. Sá hluti arðsins sem er umfram „venjulega“ ávöxtun af þeim fjármunum sem bundnir eru vegna nýtingarinnar, […]

Þriðjudagur 09.10 2012 - 00:17

Fyrsti þáttur um stjórnarskrána á RÚV

Ríkisútvarpið – sjónvarp sýndi í kvöld fyrsta þátt af fjórum um nýju stjórnarskrána og þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október nk. Þessir þættir eru þarft, gott og ánægjulegt framtak. Í þætti kvöldsins var m.a. fjallað um undirstöðukafla nýju stjórnarskrárinnar. Rætt var við stjórnlagaráðsfulltrúa, formann stjórnlaganefndar, og tvo sérfræðinga sem settu fram nokkra gagnrýnispunkta, þ.e. Sigurð Líndal og Björgu […]

Mánudagur 01.10 2012 - 16:45

Skuldavandi eða gjaldmiðilsvandi?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að mörg ríki heimsins glíma um þessar mundir við skuldavanda. Upp úr aldamótum fóru vextir almennt lækkandi og seðlabankar heimsins slökuðu út nýju reiðufé. Fólk, fyrirtæki og ríkissjóðir notuðu tækifærið, eyddu meira en aflað var og bættu á sig nýjum skuldum. Sú spilaborg hrundi árið 2008 þegar […]

Höfundur