Færslur fyrir janúar, 2013

Föstudagur 25.01 2013 - 18:24

Icesave: So far, so good

Á mánudaginn verður kveðinn upp úrskurður EFTA-dómstólsins í deilumáli Íslands við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um það hvort Ísland hafi staðið við skuldbindingar sínar að þjóðarétti skv. EES-samningnum í Icesave-málinu. Úrskurður dómstólsins er endanlegur um skuldbindingu og skyldur Íslands að þjóðarétti. Hann er ekki „ráðgefandi“ eins og forseti Íslands hefur haldið fram. Engin þjóð með eðlilega […]

Miðvikudagur 23.01 2013 - 21:55

Forsetinn fór yfir strikið

Forseti Íslands er þessa dagana í Davos í Sviss á ráðstefnunni World Economic Forum. Í dag tók sjónvarpsstöðin Sky News við hann viðtal sem er fyrir ýmissa hluta sakir eftirtektarvert. Þar fer hann að mínu mati langt út fyrir umboð sitt samkvæmt stjórnskipun Íslands og á svig við þær hefðir sem mótast hafa. Látum vera […]

Þriðjudagur 15.01 2013 - 16:23

Kirsuberjatínsla akademíunnar?

Á morgun, miðvikudaginn 16. janúar, er auglýstur fjórði fundur í fundaröð háskólanna um nýja stjórnarskrá. Að þessu sinni á að fjalla um lýðræðið, kosningakerfi, persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslur, en erindi á fyrri fundum hafa reyndar ekki alltaf fylgt auglýstri yfirskrift. Í ljósi reynslunnar af fyrri fundum hef ég vissar áhyggjur af þessum fundi og framhaldinu. Fræðileg […]

Mánudagur 14.01 2013 - 23:31

Minnihlutastjórn hvað?

Álitsgjafar hafa sumir hverjir kallað ríkisstjórnina minnihlutastjórn. Það kann að vera rétt samkvæmt ströngustu skilgreiningu, og er heldur ekkert skammaryrði. En þegar afgreiðsla ýmissa lykilmála og „prófmála“ stjórnarinnar á kjörtímabilinu er skoðuð, er staða hennar ekki nærri því jafn veik og ætla mætti af umræðu. Ég tók saman eftirfarandi mynd af nokkrum slíkum lykil- og […]

Miðvikudagur 09.01 2013 - 21:51

Afskriftir og (ó)réttlæti

Varla líður vika án þess að DV og aðrir fjölmiðlar slái upp fréttum á borð við þessar: Hvað er þarna á seyði? Af hverju „fá“ þessir gaurar afskrifaðar skuldir upp á margar milljónir eða milljarða, meðan meðaljóninn þarf að standa í skilum með lánin sín – og engar refjar? Hver borgar þessar afskriftir? Hvar er […]

Laugardagur 05.01 2013 - 16:16

Ríkisráðið og bláa perlugarnið

Í tillögu skal forseti Íslands þéraður. Þá skulu ráðherrar ávallt bera tillögur sínar upp fyrir forseta allravirðingafyllst. […] Inn í forsetabréfið er annað eintak lagatextans, sem ekki er með fyrirsögn, saumað með bláu perlugarni. – Úr leiðbeiningum um meðferð mála í ríkisráði Ríkisráðið, sú háæruverðuga stofnun, hefur komið við sögu í umræðu síðustu daga. Forseti Íslands minntist […]

Þriðjudagur 01.01 2013 - 18:03

Forsetinn og nýja stjórnarskráin

Ég óska lesendum þessa bloggs gleðilegs árs! Í áramótaávarpi sínu í dag fjallaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands um frumvarp að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. Forsetinn nefndi að þar væri að finna góðar hugmyndir sem nytu margar víðtæks stuðnings, svo sem ný ákvæði um rétt þjóðarinnar til að krefjast atkvæðagreiðslu um hin stærstu mál, ótvíræð þjóðareign á […]

Höfundur