Færslur fyrir mars, 2013

Miðvikudagur 27.03 2013 - 17:33

Upphlaup Framsóknar eða alvöru lausnir?

Frétt á RÚV með vangaveltum um kaup lífeyrissjóða og annarra á Íslandsbanka og Arion banka hefur orðið Framsóknarflokknum tilefni til upphlaups.  Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður flokksins heldur því þannig fram í bloggpistli að „ríkisstjórn á sínum síðustu dögum, sama stjórn og samdi gjaldþrot yfir þjóðina í Icesave málinu, sé að vinna að því að færa  […]

Mánudagur 25.03 2013 - 17:42

Verðtrygginguna burt

Af hverju erum við með verðtryggingu á Íslandi? Þessi mynd svarar því:   Íslenska krónan var skilin frá sinni dönsku tvíburasystur árið 1920. Þá voru þær jafnverðmætar. Núna, 93 árum seinna, þarf 2.200 upphaflegar íslenskar krónur til að kaupa eina danska. (Tvö núll voru tekin aftan af íslensku krónunni í byrjun 9. áratugarins en það […]

Mánudagur 18.03 2013 - 17:53

Vilji kjósenda er skýr

Ástæða er til að rifja upp niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012. 116.069 landsmenn greiddu atkvæði, rétt um helmingur allra á kjörskrá (49%). (Það er meiri kjörsókn en að meðaltali í þjóðaratkvæðagreiðslum í Sviss.) Svona var niðurstaðan um fyrstu spurninguna:   Önnur spurningin var ennþá meira afgerandi:   Aðrar spurningar fóru þannig að þjóðkirkju vildu 57,1%, […]

Laugardagur 16.03 2013 - 17:54

Staða stjórnarskrármálsins og næstu skref

Stjórnarskrármálið er nú í flókinni og snúinni stöðu. Fyrir þinginu liggur annars vegar upphaflega stjórnarskrárfrumvarpið eftir meðferð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er nú statt í annarri umræðu af þremur. Hins vegar liggur fyrir frumvarp til stjórnarskipunarlaga frá formönnum Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, sem breytir aðeins því hvernig breyta má stjórnarskránni frá 1944. Að […]

Miðvikudagur 06.03 2013 - 18:48

Auðlindaákvæði er lágmark

Í nýju stjórnarskránni eru sem kunnugt er fjölmargar mikilvægar réttarbætur og lagfæringar á stjórnskipan. En ég hygg að auðlindaákvæðið sé ein allra mikilvægasta nýjungin og stærsta einstaka hagsmunamálið fyrir íslenskan almenning. Ef reynt væri að setja krónur og aura á verðmætin sem um ræðir, fisk, fallvötn, jarðhita, olíu, gas, námaréttindi o.s.frv., yrði fljótt farið að […]

Miðvikudagur 06.03 2013 - 16:35

Ný stjórnarskrá – nýjasta útgáfa

Undanfarið hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis unnið að breytingum á frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Í þeirri vinnu var m.a. brugðist við athugasemdum Feneyjanefndarinnar og tekið tillit til umsagna, einnig frá öðrum þingnefndum. Nú liggja breytingartillögur nefndarinnar fyrir ásamt framhaldsnefndaráliti með ítarlegum skýringum og greinargerð. Ég tók mig til og föndraði saman auðlæsilegt skjal þar sem […]

Höfundur