Færslur fyrir apríl, 2013

Fimmtudagur 25.04 2013 - 17:45

Um snjóhengju og stefnu

Hópur fólks hefur sett upp vefinn snjohengjan.is þar sem fjallað er um snjóhengju innilokaðra króna sem vilja komast út úr íslenska hagkerfinu. Þar eru stjórnmálamenn áminntir um að lausn snjóhengjunnar sé forgangsmál. Það er satt og rétt. Á vefnum er snjóhengjunni lýst bæði sem „mestu ógn sem steðjar að Íslandi“ og sem „stærsta tækifæri okkar […]

Föstudagur 19.04 2013 - 18:03

Seðlabankinn rústar tillögum Framsóknar

Framsóknarflokkurinn hefur sópað að sér fylgi í kosningabaráttunni með loforðum um niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra lána, til að „leiðrétta forsendubrest“ sem orðið hafi í hruninu. Einn frambjóðandi flokksins tók af öll tvímæli um það í útvarpsviðtali að til stæði að fella niður skuldir óháð efnahag skuldaranna eða stöðu þeirra að öðru leyti. Þessar hugmyndir eru gríðarlega […]

Laugardagur 13.04 2013 - 23:30

Ástin á krónunni

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með málflutningi Framsóknar í kosningabaráttunni. Flokkurinn vill halda í íslensku krónuna. (En talar þó í aðra röndina um róttæka uppstokkun peningakerfisins sem enginn veit fyrir víst hvernig virkar enda hefur hún hvergi verið reynd í heiminum.) Framsókn vill halda í krónuna af því að það sé gott að geta […]

Mánudagur 08.04 2013 - 18:16

Tíu efasemdir um „Betra peningakerfi“

Frambjóðandi Framsóknarflokksins í 1. sæti í Reykjavík norður, Frosti Sigurjónsson, hefur talað talsvert í kosningabaráttunni um svokallað „betra peningakerfi“, einnig kallað heildarforðakerfi, „positive money“ á ensku. Í stuttu máli ganga þessar hugmyndir út á að allir peningar í umferð séu búnir til í Seðlabanka eða af stjórnvöldum. Einkabankar geti aðeins lánað út þá peninga sem […]

Höfundur