Föstudagur 20.09.2013 - 17:24 - Lokað fyrir ummæli

Forsendubrestur?

Í kosningunum í apríl fékk Framsóknarflokkurinn 24,4% atkvæða, sem var stórsigur fyrir flokkinn. Óhætt er að fullyrða að sigurinn vannst vegna loforða flokksins um að „leiðrétta forsendubrestinn“ sem orðið hefði vegna verðbólguskotsins í hruninu. Það verðbólguskot varð einkum vegna falls íslensku krónunnar, en veiking hennar bitnar sem fyrr af fullum þunga á íslenskum heimilum með hækkun nauðsynjavöru og lána.

Verðbólguskotið gerði allar krónur verðminni. Það þýðir að krónunum í höfuðstól verðtryggðra lána fjölgaði, þótt höfuðstóllinn héldist strangt til tekið óbreyttur að kaupmætti (þ.e. mældur í neyslukörfu heimilanna skv. vísitölu neysluverðs). Íbúðaverð breyttist hins vegar með flóknari hætti; krónunum sem þurfti til að kaupa íbúð fjölgaði vegna verðbólgunnar en íbúðirnar lækkuðu á móti að raunvirði í kjölfar hrunsins, mælt í neyslukörfu.

Það sem máli skiptir er misgengi þessara tveggja stærða, skuldanna og eignanna. Ef eignirnar rýrna verulega meðan skuldirnar standa í stað er hætta á ferðum. Ef slíkt gerist snögglega og ófyrirséð getur það með nokkrum rétti kallast „forsendubrestur“.

Er hægt að sjá forsendubrestinn svart á hvítu? Ein góð leið til þess er að skoða hvernig íbúðaverð hefur þróast undanfarin ár að raungildi. Þá eru áhrif verðbólgunnar tekin út fyrir sviga, enda eru þau hin sömu bæði á eignir og skuldir. (Ef ég kaupi íbúð á 14 milljónir og tek til þess lán upp á 10 milljónir, krónan veikist síðan um helming með verðbólgu, þá á ég að öðru óbreyttu 28 milljón króna íbúð og skulda 20 milljónir. 8 milljónirnar sem ég á í eigin fé hafa sama kaupmátt og upphaflegu 4 milljónirnar sem ég lagði í kaupin. Verðbólgan breytir því ein og sér engu um stöðu mína.)

Hér er mynd af íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu, staðgreiðsluverð á fermetra, eins og það hefur þróast frá 1995 (viðmið janúar 1994 = 100):

Forsendubrestur-1

Hér sést tímabil „forsendubrestsins“ svart á hvítu. Bláa línan sýnir raunverð íbúðarhúsnæðis hverju sinni. Það hefur verið í hægum upptakti allt frá 1997 og má segja að „eðlileg“ hallalína sé sú appelsínugula á myndinni. Verðtryggður höfuðstóll íbúðaláns án vaxta myndi koma hér fram sem bein lárétt lína.

Árin sirka 2005-2010 skera sig úr. Fyrst hækkaði fasteignaverð upp úr öllu valdi 2005-2008, svo lækkaði það skarpt aftur 2008-2010 en þá tók hin „eðlilega“ eða „hóflega“ þróun við á ný. Það athugist að hækkunin 2005-8 er ekki síður óeðlileg, og óæskileg, en lækkunin þar á eftir.

Af þessu grafi má draga nokkrar ályktanir.

 • Í fyrsta lagi varð viss hópur fasteignakaupenda, þ.e. þeir sem keyptu fyrstu eign eða stækkuðu við sig 2005-2008, fyrir þungu áfalli. Raunverð eignarinnar hefur lækkað talsvert, meðan skuldirnar hafa aðeins lækkað lítillega að raunverði á sama tíma (miðað við að greitt hafi verið af þeim samviskusamlega). Til er fólk sem hefur tapað þriðjungi af andvirði íbúðarinnar. Oft er þetta ungt fólk í byrjun starfsferils sem þjóðfélagið má ekki við að missa út í vonleysi um framtíðina. Ýmislegt hefur verið gert sem gagnast þessum hópi, m.a. 110% leið, sérstakar vaxtabætur, greiðsluaðlögun og önnur úrræði á vegum umboðsmanns skuldara. En eflaust má og þarf að gera mun betur.
 • Í öðru lagi urðu alls ekki allir fasteignaeigendur fyrir „forsendubresti“. Þeir sem keyptu t.d. 2003 eða fyrr, tóku verðtryggt lán og hafa átt íbúðina síðan, hafa ekki orðið fyrir neinum forsendubresti. Raunverð fasteignarinnar hefur hækkað lítillega síðan þeir keyptu, sem þýðir að eigið fé þeirra í eigninni hefur aukist – þrátt fyrir skellinn 2008-2010. Ef bóla áranna 2005-8 hefði þurrkast út úr minni þessa hóps væri hann alveg þokkalega ánægður með sína stöðu.
 • Í þriðja lagi er til hópur sem hagnaðist ágætlega á verðbólunni. Það eru þeir sem keyptu t.d. 2003 eða fyrr og seldu 2005-8 eða minnkuðu við sig. Sumir högnuðust þar um 60-80% af andvirði íbúðar sinnar; m.ö.o. eru tilvik þar sem fólk hefur fjór- til fimmfaldað eigið fé sem það lagði í íbúðakaup um og fyrir aldamót. Þar er kannski „öfugur forsendubrestur“?

Dæmi um muninn á fyrsta og þriðja hópnum má sjá hér:

Forsendubrestur-2

„Græni“ Íslendingurinn keypti íbúð 2002 og seldi hana 2006 á 70% hærra raunverði. Hafi hann keypt íbúðina með 20% eigin fé ávaxtaði hann það sirka 4,5-falt á fjórum árum (að raunvirði).

„Rauði“ Íslendingurinn keypti íbúð 2008 og seldi hana 2012. Hann keypti með 20% eigin fé, tapaði þriðjungi af verði íbúðarinnar og er þar af leiðandi kominn í mínus sem nemur 13% af kaupverðinu. Raunar hefur hann sennilega (vonandi) farið 110% leiðina 2010 og er þess vegna í minni – jafnvel engum – mínus í dag, en samt búinn að tapa eiginfjárframlaginu.

Niðurstöðurnar úr þessu öllu saman eru tvær:

Í fyrsta lagi er lífið með íslensku krónunni dæmt til að vera röð reglulegra „forsendubresta“. Krónan er óstöðugur hávaxta-gjaldmiðill sem tekur dýfur af margvíslegum ástæðum, innri og ytri. Þessar dýfur eru gríðarlega dýrar fyrir íslensk heimili, með háu og hækkandi verði neysluvara og húsnæðis. Það er eitt allra stærsta hagsmunamál okkar allra að losna við krónuna og það óöryggi sem henni fylgir.

Í öðru lagi varð enginn „almennur forsendubrestur“ sem þarf að „leiðrétta“ yfir alla línuna. Tiltekinn, afmarkaður hópur fór mjög illa út úr hruninu og honum þarf að hjálpa, með þeim takmörkuðu fjármunum sem til ráðstöfunar eru. En mjög margir urðu ekki fyrir skakkaföllum umfram það sem almennt varð í þjóðfélaginu og liggja í hlutarins eðli þegar annað eins hrun verður. Slík skakkaföll er aðeins unnt að bæta fyrir með því að gera betur næst, kjósa raunsærri stjórnmálamenn og fylgja skynsamlegri stefnu sem ekki leiðir til nýs hruns. – Ég hef verulegar áhyggjur af núverandi ríkisstjórn hvað þetta varðar, en sjáum til hvaða kanínur birtast upp úr hattinum í nóvember.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (56)

 • Einar Steingrimsson

  Hvað áttu við með „kaupmætti“ hér, VIlhjálmur? Þetta er allt önnur skilgreining en sú sem ég hélt að væri almennt notuð:

  „Það þýðir að krónunum í höfuðstól verðtryggðra lána fjölgaði, þótt höfuðstóllinn héldist strangt til tekið óbreyttur að kaupmætti (þ.e. mældur í neyslukörfu heimilanna skv. vísitölu neysluverðs).“

  • Skilgreiningin er í setningunni: höfuðstóllinn héldist strangt til tekið óbreyttur að kaupmætti (þ.e. mældur í neyslukörfu heimilanna skv. vísitölu neysluverðs). Höfuðstóllinn inniheldur jafnmargar neyslukörfur skv. vísitölugrunninum, þótt krónunum að baki hafi fjölgað.

 • Ríkisstjórnin ætlar að leiðrétta lán heimilanna hvað sem líður útreikningum Vilhjálms Þorsteinssonar. Það er í stjórnarsáttmálanum. Einnig að vinna að afnámi verðtryggingar. Starfshópar vinna að þessum þáttum og eiga niðurstöður að liggja fyrir í byrjun nóvember.
  En barátta fjármálaaflanna gegn þessu réttlætismáli í þágu heimilanna er hafin af fullum þunga og athyglisvert að verða vitni að því hvaða öfl beita sér einna helst með stuðningi við sjónarmið fjármálageirans og vogunarsjóðanna.
  Afstaða Þorsteins Pálssonar, stjórnarformanns MP banka og Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs kemur engum á óvart en almenningur á erfiðar með að skilja afstöðu stjórnarandstöðunnar á Alþingi og þá einna helst Árna Páls Árnasonar sem fer hamförum í gagnrýni sinni á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í fyrrgreindum málum. Þekktir Samfylkingarbloggarar á Eyjunni eru undir sömu sök seldir ef undanskilinn er Stefán Ólafsson prófessor sem virðist sá eini í þeim virðulega hópi sósíaldemókrata sem er trúr stefnu þeirra og skynjar að um réttlætismál er að ræða í þágu almennings í landinu.
  Morgunblaðið hefur tekið sér stöðu með fjármálaöflunum og tónninn að sá efasemdum um réttmæti þess að leiðrétta lán heimilanna. Hvað veldur er erfitt að sjá fyrir nema ef væri þjónkun við eigendur fjölmiðilsins. Sama á við um forystu ASÍ, málsvara lítlmagnans að sagt er.
  Dapurlegast er þó að fylgjast með fréttaflutningi Ríkisútvarpsins sem leggur sig fram um að fylgja eftir málflutningi þeirra sem harðast gagnrýna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar og gengur enginn lengra en Sigrún Davíðsdóttir í Speglinum. Hvað liggur að baki er vandséð en hlýtur að vekja furðu hjá almenningi sem ætti ef allt væri með felldu að finna samherja í útvarpi allra landsmanna í þessu réttlætismáli.
  Staðan er einföld. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum á að leiðrétta lán heimilanna og afnema verðtrygginguna. Starfshópar skila af sér tillögum í byrjun nóvember og aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu taka mið af því. Hamagangur stuðningsafla fjármálageirans og vogunarsjóðanna er því til einskis og aðeins stormur í vatnsglasi. Eða hvað? Ef þessi eitraði áróður nær inn raðir þingmanna Sjálfstæðisflokksins með þeim afleiðingum að eitt helsta stefnumið ríkisstjórnarinnar nær ekki fram að ganga er ljóst að samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gengur ekki upp og mun leiða til falls stjórnarinnar. Staðfesta forsætisráðherra í þessum málum er hafin yfir efa. Og kannski er það einmitt markmiðið, einkum hjá stjórnarandstöðunni og útvarpi allra landsmanna að reka fleyg í stjórnarsamstarfið með augljósri þjónkun við fjármálaöflin. Í því valdatafli virðast hagmunir almennings hiklaust settir til hliðar og einkunnarorðin jöfnuður og réttlæti gleymd og grafin.

  • Dálítil samsæriskenningalykt af þessu: „hvaða öfl beita sér einna helst með stuðningi við sjónarmið fjármálageirans og vogunarsjóðanna“. Ég er sammála Frosta Ólafssyni hjá Viðskiptaráði um að samningar við kröfuhafa í föllnu bankana annars vegar og almenn skuldaleiðrétting hins vegar eru aðskilin mál. Þessi pistill fjallar um hið síðarnefnda. Það er unnt að vera mótfallinn almennri skuldaleiðréttingu sem skynsamlegri leið, án þess að vera þar með að taka málstað kröfuhafa í föllnu bankana. Ég tel leið jafnaðarmanna fremur vera þá að nota fjármuni sem kunna að koma út úr samningum við kröfuhafa til þess að styðja velferðarkerfið, þ.á.m. heilbrigðiskerfið sem hefur látið verulega á sjá í aðhaldi síðustu ára, hjálpa þeim skuldurum sem á þurfa að halda (sérstaklega þeim sem keyptu 2005-2008), og greiða niður skuldir ríkissjóðs. Það sé mun réttlátara og sanngjarnara en að færa tekjuhæsta fólki landsins milljarðatugi sem það þarf ekki á að halda, sbr. t.d. greiningar Þorvarðar Tjörva Ólafssonar hjá Seðlabankanum. (Sjá http://blog.pressan.is/vthorsteinsson/2013/04/19/sedlabankinn-rustar-tillogum-framsoknar/ )

  • Annars er Framsóknarmönnum greinilega hætt að lítast á blikuna, sbr. þessi athyglisverðu orð (hótun?): „Ef þessi eitraði áróður nær inn raðir þingmanna Sjálfstæðisflokksins með þeim afleiðingum að eitt helsta stefnumið ríkisstjórnarinnar nær ekki fram að ganga er ljóst að samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gengur ekki upp og mun leiða til falls stjórnarinnar. Staðfesta forsætisráðherra í þessum málum er hafin yfir efa. Og kannski er það einmitt markmiðið, einkum hjá stjórnarandstöðunni og útvarpi allra landsmanna að reka fleyg í stjórnarsamstarfið með augljósri þjónkun við fjármálaöflin.“

   • kristinn geir st. briem

    viljhálmur: held það sé rett það er einmitt það sem stjórnaranstaðan er að reina að gera meðþvíað “ jálpa framsókn “ við að koma þessu í gegn þíngið með hlutleisi þó þeir séu ósamála leiðinni sé bara einga jálp í því að að sitja hjá og tala síðan um hvað þettað er vondar hugmindir

  • Nú hefur ríkisstjórnin fengið heimild til að kanna skulda og fjármálagerninga ALLRA líka þeirra sem óvart græddu á „forsendubrestinum“. Þeir verða þá líklega að skila ágóðanum svo réttlætinu sé fullnægt.

 • Ásmundur

  Tek undir að það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af ríkisstjórn sem telur sig hafa umboð kjósenda til að gefa þeim, sem hafa ekki orðið fyrir neinum „forsendubresti“ hundruð milljarða.

  Á sama tíma er ekki hægt að bregðast við yfirvofandi hruni heilbrigðiskerfisins né grynnka á allt of miklum erlendum skuldum ríkisins.

  Þetta hlýtur að vera heimsmet í bruðli enda er um að ræða upphæð sem svarar margföldum byggingarkostnaði nýs Landsspítala.

  Allmenningur ætti að mótmæla harðlega enda fer mest af skuldalækkuninni til hinna tekjuhæstu og annarra sem eru í góðum málum. Það er því hætt við að almenningur tapi þegar upp er staðið, jafnvel þeir sem fá sjálfir lækkun.

  Ríkið greiðir þessa lækkun hvort sem samið verðu afskriftir á krónueignum bankanna eða ekki enda getur ríkið rdáðstafað því fé að vild.

 • Einar Steingrimsson

  Ég sé að skilgreiningin á kaupmætti sem þú notar, Vilhjálmur, er ekki úr lausu lofti gripin. Hún er samt ekki sú sem yfirleitt er vísað í, en það er kaupmáttur launa. Það sem verra er, það sem „skiptir máli“ er ekki það sem þú segir hér, heldur hitt að skuldir vegna fasteignalána hafa hækkað um 50% eða svo, á sama tíma og laun flestra hafa lítið sem ekkert hækkað. Svo ekki sé minnst á hina, sem hafa þurft að þola gríðarlega tekjulækkun.

  Þú talar um það sem „skiptir máli“ og það sem „þurfi“ og „þurfi ekki“ að gera. Þetta eru auðvitað þínar skoðanir, en ekki bara þínar sem einstaklings, því þú ert í forystu Samfylkingarinnar, sem hefur einmitt hunsað gersamlega aðstæður þess fjölda Íslendinga sem misstu allt sitt í hruninu, gjarnan nokkurra milljóna ævisparnað, auk þess sem margir urðu gjaldþrota vegna hrunsins.

  Þessi afstaða þín er lýsandi fyrir þær klíkur ræningjakapítalista sem hafa ráðið lögum og lofum á Íslandi í áratugi, og sem Samfylkingin hefur ekki einu sinni reynt að hrófla við.

  Ég er ekki krati, en ég myndi líta svolítið bjartari augum á framtíðina ef á Íslandi yrði til heiðarlegur krataflokkur. Til að það megi verða er nauðsynlegt að Samfylkingin drepist.

  • Ásmundur svarar þessu með kaupmátt launa hér fyrir neðan, mjög vel. Auðvitað er hrun kaupmáttar vont mál og sker í hjarta jafnaðarmanna. En hvernig eiga stórgjafir peninga til efstu tekjuflokkanna í samfélaginu að bæta fyrir það kaupmáttarhrun? Ekki nýtist það fé leigjendum, öryrkjum, einstæðum foreldrum eða tekjulágu fólki almennt.

   Svo er rétt að árétta það sem tekið er fram í dálki hér til hægri hliðar: þetta blogg er vettvangur fyrir persónulegar pælingar höfundar sem þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir eða ályktanir Samfylkingarinnar.

   Það er óþarfi hjá Einari að árétta að hann sé ekki krati, það er hverjum manni augljóst.

   • Einar Steingrimsson

    Það er óþarfi að gera mér upp þær skoðanir, Vilhjálmur, að ég sé fylgjandi stórgjöfum „peninga til efstu tekjuflokkanna í samfélaginu“.

    Áttu við að prívatskoðanir þínar séu einhverjar allt aðrar en þær sem forysta Samfylkingarinnar (þar sem þú situr) hefur? Það væri þá mjög gott að þú útlistaðir hver sá munur er, því það er ekki hægt að vera í æðstu forystu stjórnmálaflokks og ætlast til að fólk líti ekki á skoðanir þínar sem lýsandi fyrir forystu flokksins. Nema þú útlistir vandlega í hverju ágreiningurinn liggur.

    Það sem er sorglegast við að ég skuli ekki vera krati er sú staðreynd að ég er miklu meiri krati (í þeim skilningi sem venjulega er lagður í það orð á Norðurlöndum) en forysta Samfylkingarinnar.

    Það er þess vegna, að forysta Samfylkingarinnar er handbendi þeirra ræningjakapítalistklikna sem drottna yfir Íslandi, sem nauðsynlegt er að hún drepist til að hér geti orðið til heiðarlegur krataflokkur. Sem væri betra en núverandi ástand, þótt auðvitað óski maður sér einhvers ennþá betra.

 • Ásmundur

  Síðasta málsgreinin hér á undan brenglaðist illilega hjá mér. Svona á hún að vera:

  Ríkið greiðir þessa lækkun hvort sem samið verður um afskriftir á krónueignum bankanna eða ekki enda getur ríkið ráðstafað því fé að vild.

 • Því eiga íslendingar að borga inneignir fólks á bankabókum og í sjóðum en leyfa fasteignum þeirra að vera gerðar upptækar?

 • kristinn geir st. briem

  Sé nú ekki að sérstakar vaxtabætur kom i þessu við en 110%. leiðin er annað mál það voru sértækar aðgerðir og eiga að kom til frádráttar. átta mig ekki alveg á þessum forsendubresti hjá vilhjámi. seigjum að þeir sem seldu 2006 hafi keipt stærri eign eð tilheirandi lánum geri ekki ráð fyrir að viljálmur hafi þessar persónur á götuni þeir gætu því hafa orðið fyrir forsendubresti. í fyrsta lagi. veslíngs krónan að fara frá því að vera fátækast þjóð evrópu uppí ein af þeim ríkari svo ílla hefur krónan níst okkur. í öðru lagi þar gétum við verið samála

  • Dæmið sem ég nefni um þann sem seldi 2006 miðar við að ekki hafi verið keypt önnur eign í staðinn, eða þá a.m.k. mun minni eign þannig að hagnaður hafi verið innleystur. Sama gildir í hina áttina, þ.e. að sá sem keypti 2008 og tapaði stórfé hafi ekki verið að endurfjárfesta vegna eignar sem hann átti áður og keypti t.d. 2003 – og hefði þá hagnast á henni á móti tapinu.

   • kristinn geir st. briem

    vilhálmur: þakka fyrir. en fyrst við eru byrjaðir að skrifast á. þá er þettað 110% eru það ekki eignamen sem högnuðust mest á henni ekki þeir sem voru í greiðsluvanda vandi þeira héldst óbreitur en þeir höknuðust sem skulduðu upp í rájafur en höfðu tékjur til að borga en þeir með til þess að gera litlar eignir feingu litlar leiðrétíngar þá held ég að hugmind framsóknar sé skárri heldur en 110% leiðinn hátékjufólkið með stóru eignirnar feingu alveg nógar leiðréttíngar með 110% það er mín skoðun að 110% hafi verið mistök sem gagnaðist fáum þegar upp var staðið

 • Ásmundur

  Einar Steingrímsson: „Það sem verra er, það sem “skiptir máli” er ekki það sem þú segir hér, heldur hitt að skuldir vegna fasteignalána hafa hækkað um 50% eða svo, á sama tíma og laun flestra hafa lítið sem ekkert hækkað.“

  Þetta er fjarri öllum sanni. Launavísitala Hagstofu Íslands hefur frá ágúst 2008 til ágúst 2013 hækkað úr 350.4 í 458.6 eða um 31%. Á sama tíma hefur vístala neysluverðs, sem verðtrygging lána miðast við, hækkað úr 312.8 í 413.8 eða um 32%.

  Ef miðað er við ársbyrjun 2008, áður en gengi krónunnar byrjaði að síga, er hækkun launavísitölu 38,5% og hækkun vísitölu neysluverðs 46.6%. „Forsendubresturinn“ hefur því leiðréttst að miklu leyti nú þegar.

  • Einar Steingrimsson

   Ásmundur: Í fyrsta lagi segja þau meðaltöl sem þú vitnar til ekki alla söguna; það er langt frá því að allir hafi fengið þessar launahækkanir sem þú nefnir og margir hafa lækkað gríðarlega í tekjum, vegna afleiðinga hrunsins.

   Í öðru lagi: Hvað mælir launavísitala Hagstofunnar? Mælir hún breytingu á heildarlaunum?

   Í þriðja lagi: Hvernig líta þessar tölur út ef farið er tilbaka til byrjunar árs 2007?

   • Stefán Benediktsson

    þá er hækkunin 70%

   • Aftur: Margir hafa lækkað gríðarlega í tekjum vegna hrunsins, já. En hvernig lagar skuldaniðurfelling til tekjuhás fólks þá stöðu? Væri ekki nær að nota peningana frekar til að hjálpa betur þeim sem á þurfa að halda?

    • Ég er sammála þér um að það hefði þurft að finna leið til að hjálpa mest þeim sem þurftu á því að halda. Síðasta ríkisstjórn sat í 4 ár án þess að finna leið til að því marki.

     Og það voru að mínu mati dýrkeyptustu mistök síðustu ríkisstjórnar. (Annars værum við líklega enn með vinstri stjórn)

     110% leiðin var einfaldlega ekki sú leið. Af þeirri einföldu ástæðu að veðsetningarhlutfall hefur ekkert með greiðsluerfiðleika eða raunverulegt tjón að gera. Allir sem vildu sáu í gegn um þetta, og þá ekki síst þeir sem þurftu á hjálp að halda en fengu hana ekki.

     Almennar afskriftir hafa sína galla og hjálpa auðvitað mörgum sem þurfa ekkert á því að halda. En ef þær eru útfærðar með þaki, þá eru þær samt mun markvissari en 110% leið síðustu ríkisstjórnar. Og kannski má hugsa þetta sem svo að þetta sé eftir allt eina framkvæmanlega leiðin, allaveganna tókst síðustu ríkisstjórn ekki að finna betri leið.

   • Ásmundur

    Einar, með launum er almennt átt við dagvinnulaun svo að ég tel víst að launavísitalan mæli aðeins dagvinnulaun.

    Hins vegar gefur Hagstofan upp kr 368.00 í heildarlaun að meðaltali á almennum markaði 2007 sem er síðasta heila árið fyrir hrun. Sambærileg tala fyrir 2012 er kr 510.000. Hækkun á meðaltali heildartekna er því um 39% frá 2007 til 2012.

    Inn í þessar tölur vantar laun opinberra starfsmanna. Hagstofan gefur þau upp fyrir 2012 en ég fann þau ekki fyrir 2007 og gat því ekki tekið þau með í samanburðinn.

    Að sjálfsögðu er það alltaf þannig að sumir hækka mun meira en meðaltalið og aðrir minna. Það eru alltaf einhverjir sem lenda í vandræðum, jafnvel í góðæri.

 • Jón Sigurðsson

  Megum heldur ekki gleyma því að eiginfjárframlagið sem menn lögðu fram við íbúðarkaupin í góðærinu myndaðist að miklu leyti þegar íbúðarverðið hækkaði óeðlilega mikið frá 2002 ti 2006.

  Með öðrum orðum, Guð gaf og Guð tók og því enginn forsendubrestur.

 • Biskupinn

  Þessi skrif frá gjaldkera Samfylkingarinnar tryggja það að sá flokkur mun gereyðast í næstu kosningum. Sammála Einari Steingrímssyni það þarf að leggja niður Samfylkinguna. Ef það verða ekki almennar leiðréttingar á v.tr lánum heimillinna mun allt loga hér.

  • Ég gæti alveg eins spáð því að ef „almenn leiðrétting“ á verðtryggðum húsnæðislánum verður eins og t.d. Seðlabankinn reiknaði út, þar sem hæsti tekjufimmtungur landsmanna fengi 80 milljarða í sinn hlut en lægsti fimmtungurinn 20 milljarða – og tveir þriðju þeirra sem eiga í vanda myndu enn vera í vanda þrátt fyrir niðurfellinguna, þá „muni allt loga hér“.

   • kristinn geir st. briem

    en ef tilögur frosta um að draga frá áður komnar leðréttíngar væri ekki skiptíngin önnur og jafnri

    • Nei, þvert á móti, því þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í gögnuðust helst þeim sem voru í mestum vanda, annað hvort skulda- eða greiðsluvanda. Leiðrétting ofan á það gagnast fremur þeim sem ekki voru eða eru í alvarlegasta vandanum.

 • Ein spurning.

  Hvað gerði “Græni” Íslendingurinn við peningana sem hann fékk fyrir íbúðina?

  Fjárfesti hann í hlutabréfum eða lagði hann þetta inn á bankareikning?

  Eða öllu líklegra, keypti hann ekki bara aðra íbúð sem þá hefur að öllum líkindum verið búin að hækka svipað í raunvirði? Og þar með aftur í þeirri stöðu að eiga 20% í eigninni. Sem hann síðan tapar eins og “Rauði” Íslendingurinn.

  • Dæmin snúast um þessa tilteknu endapunkta í fjárfestingunni. Aðrir endapunktar koma að sjálfsögðu öðruvísi út eins og menn geta séð sjálfir af grafinu.

   • Það sem ég er að reyna að benda þér á er að venjulegt fólk með meðaltekjur sem er þá í þeirri stöðu að eyða stórum hluta tekna sinna í það að koma þaki yfir höfuðið, getur ekki hafa grætt á fasteignabólunni. Það sitja því lang flestir í sömu súpunni þegar það kemur að hinum svokalla „forsendubresti“. Þar með fellur þessi grein þín um sjálfa sig.

    Fjárfestar og fjármagnseigendur gætu hafa grætt á þessu (ásamt einstaka manneskjum t.d. nýkomið að eftirlauna-aldur sem var í þeim sporum að geta minnkað við sig)

    Venjulegt fólk var hins vegar ekki í þeirri aðstöðu að geta lagt til hliðar þá ávöxtun sem fékkst af hækkandi fasteignaverði, heldur fór hver króna bara í að kaupa aðra íbúð sem hafði þá hækkað hlutfallslega jafn mikið í raunvirði.

    Þessir tilteknu fjárfestingar-endapunktar eru því undantekningar frekar en reglan

    Þessi grein er öll byggð á hugsunarvillu sem ég held að þú sért of klár til að sjá ekki sjálfur í gegn um.

    • Ásmundur

     Launavísitalan og íbúðarverð hafa hækkað meira frá 2004 en lán. Hvernig geta þá þeir sem keyptu íbúð 2004 og fyrr hafa orðið fyrir „forsendubresti“?

     • Ja, hehe, grafið hans Vilhjálms sýnir okkur hvernig það getur staðist.

      Græni einstaklingurinn leggur fram 20%, og selur með margföldum hagnaði. Vegna þess að íbúðaverð hefur almennt hækkað(ekki bara hans íbúð) þá neyðist hann til að nota hagnaðinn til fjármagna önnur íbúðakaup og er því aftur komin í þau spor að eiga 20% eignarhlut í íbúðinni sem hann kaupir. Þar með er hann orðinn rauði einstaklingurinn sem síðan tapar sínu eignarhlut í hruninu.

      Reyndar verður að viðurkennast að 20% er óvenju lítið eignarhlutfall og viðkomandi því líklegur til að fá ríflega út úr 110% leiðinni, jafnvel að koma út úr þessu tjónlaust. En það sama á ekki við um þá sem lögðu upphaflega til meiri eignarhlut, t.d. 40-60%.

     • Ásmundur

      Þórður Magnússon, þetta er ekki svar við spurningu minni. Ég var að tala um þá sem keyptu 2004 og fyrr.

      Þú ert hins vegar að tala um einstakling sem keypti á þessum tíma og seldi rétt fyrir hrun og keypti aftur. Hann hefur heldur ekki orðið fyrir „forsendubresti nema að tapið af seinni viðskiptunum sé meira en hagnaðurinn af þeim fyrri.

      Reyndar hafa þeir sem keyptu 2005 heldur ekki orðið fyrir forsendubresti eins og Þorbergur Leifsson bendir á.

     • Svar til:
      Ásmundur
      21.9 2013 @ 11:35

      Forsendubresturinn er vægast sagt flókið mál, í rauninn er fræðilega útilokað að komast að „réttri“ niðurstöðu. Útkoman er alltaf háð því hvaða fasta maður velur til grundvallar.

      En það ættu allir að vera sammála um að tjónið er aldrei minna en sem ræðst af eftirfarandi:

      Lán hækkar umfram laun, og lántaki tekur sjálkrafa lán fyrir hækkuninni. Það lán safnar síðan vöxtum og er verðtryggt. Þegar lán og laun ná saman standa allir uppsafnaðir vextir vegna misgengisins eftir.

      Þessu tjóni verða allir fyrir, hvenær sem þeir tóku lánið en lánþegi finnur meira fyrir því(kemur meira niður buddunni) eftir því sem lánið er nýrra.

 • Eigum við ekki bara að leyfa nefndinni sem er að skoða þetta að koma með sínar tillögur áður en allt verður fullt af samsæriskenningum

 • En hvað gerðist fyrir hópinn sem keypti 2004 Vilhjálmur? 🙂

  • Ásmundur

   Þeir sem keyptu 2004 eða fyrr hafa ekki orðið fyrir neinum „forsendubresti“.

   Íbúðir og laun hafa hækkað meira en lán síðan þá. Það er því algjörlega fráleitt að lækka skuldir þeirra eins og SDG vill gera.

   Nær væri að greiða niður skuldir ríkissjóðs og efla heibrigðis- og menntakerfið.
   .

 • Ómar Kristjánsson

  Það sem gerðist, almennt séð og í stóra samhenginu, þegar Sjallar voru settir út fyrir garð í kosningunum 2009 var, að þá fóru þeir og þeirra própagandafjölmiðlar að taka undir allskyns furðumálflutning margskonar hópa svo sem Framsóknarflokksinns sem alræmdur er undanfarna áratugi af lýðskrumi.

  Þegar Sjallar og þeirra própagandamaskínur fóru að hálfu eða öllu leiti að taka undir og kynda undir firrur og furður sem komið var upp með – þá fengu firrurnar of furðurnar ákveðið garantí eða gæðastimpil í hugum fólks. Fólk hugsaði: Jaá, fyrst sjallar mótmæla ekki harkalega – þá hlýtur þetta eða hitt að vera rétt. Íslendingar eru svo vanir því að sjallar leggi fyrir þá línurnar.

  Ok. Svo smám saman fer þetta allt úr böndunum. Það verður td. bara þannig að 4 árum eftir að sjallar höfðu rústað landinu og tæmt alla sjóði innanlands og jafnvel byrjaðir á að tæma sjóði hjá vina- og frændþjóðum – að þá eru að koma 400 milljarðar frá vondum útlendingum og verða skildir eftir á þröskuldinum við hvert heimili. Allt eftir þessu. Allskyns jarteinasögur.

  Þarna er eins og Sjallar hafi ekki áttað sig á eða hugsað útí skriðeðlisþunga lýðskrums. Þ.e.a.s. að þegar búið er að velta grjóti af stað uppí hlíðum – þá heldur það áfram að velta og sífellt hraðar. þangað til það endar útí skurði eða útí sjó í besta falli. Í versta falli stoppar það á öðrum stöðum með hörmulegum afleiðingum.

  Það eru mörg dæmi um þetta undanfarin 4 ár. Sjallar höfðu þá strategíu að taka undir alla gagnrýni á Jafnaðarstjórnina, alltaf, allstaðar. Lilja Mós og Ömmi daglega í fjölmiðlum Sjalla o.s.frv. – En sjallar hugsuðu ekki til enda hvernig ætti svo að stoppa lýðskrumið.

  Enda sést alveg að margir íslendingar eru þess algjörlega fullvissir, að barasta ekkert mál sé að afskrifa skuldir og enginn borgi en það eina sem komi í veg fyrir það sé vont fólk ss. Jóhanna og SJS. Og þau komi bara í veg fyrir það vegna þess að þau séu svo vond en hugsanlega vegna þess að þau séu landráðafólk.

  Meina, umræðan var svona. Og er enn. Fólk er bara fulvisst um að ekkert mál sé að afskrifa skuldir enda séu útlendingar alveg æstir í að gera það lítilræða að borga skuldir fólks hérna uppi. Og þá sennilega vegna þess að íslendingar séu svo frábærlega stórkostulegir.

  Vandamálið er bara, að stórfellt niðurfelling verðtryggðra íbúðarlánaskulda er ekkert einfalt mál. Það gleymdsit einfaldlega að segja fólki frá þeirri staðreynd undanfarin 4 ár. Í fyrsta lagi þarf einhver að borga og ef einhver fæst til að borga þá er óskynsamlegt að eyða þeim peningum í almennar niðurfellingar skulda enda færi slík aðgerð fyrst og fremst til betur stæðra í samfélaginu og aðallega á SV-Horninu. En það svo sem sem rímar við aðgerðir og hugsjónir Ójafnaðarstjórnarinnar og hennar prinsipp sem er: Ójöfnuð framar öllu.

  Þannig að eg er alveg hissa á mörgum íslendingum, að tala ekki um þessa niðurfellingu sem það vill fá við þá vini sína Sjalla og Framsóknarmenn.

  Eg margvaraði fólk við því að kjósa Framsjalla útá loforðaflaum þeirra. Fáið þett skriflegt, sagði ég. Látuið þá skrifa tjékka, stimplaðann og signeraðann í bak og fyrir – síðan kjósa þá.

 • Þorbergur Leifsson

  Sæll Vilhjálmur

  Þú skilgreinir hér forsendubrestinn sem misgengi eigna og skulda. Það misgengi hefur hinsvegar ekkert með verðbólgu eða krónuna að gera. Slíkt misgengi varð einnig td. á Írlandi (Evra) og Bandaríkjunum ($). Engum heilvita manni í heiminum hefur dottið í hug að ætla að tryggja neytendur eftirá gegn slíkri áhættu.

  Það sem ég held að ríkisstjórnin eigi við með forsendubrest er misgengi vísitölu lána og launa. Ég reiknaði út forsendubrestinn skilgreindan á þennan hátt og birti í grein á Vísi í vor:

  http://www.visir.is/hver-er–forsendubresturinn–/article/2013130619437

  Þar er gengið út frá þróun launavísitölu og vísitölu neysluverðs sem lán fylgja. Þrátt fyrir kjaraskerðingu í kjölfar hrunsins voru laun í vor hærri en nokkurntíma fyrir 2003 eins og sést á fyrstu myndinni.

  Ég reiknaði síðan greiðslur og eftirstöðvar af 35 ára láni með 4,5% raunvöxtum miðað við hvenær lánið var tekið. Niðurstaðan er á næstu mynd.

  Það kemur það fram að það eru eingöngu þeir sem tóku lán 2006,2007 og 2008 sem hafa orðið fyrir forsendubrest þ.e.a.s þurfi að eyða fleiri mánaðarlaunum í afborganir og uppgreiðslu lánsins heldur en ef launin og vísitalan hefðu fylgst alveg að frá lántökudegi (engar raunlaunahækkanir). Mest er forsendubresturinn um 10% af eftirstöðvum láns ef það var tekið í jan. 2008.

  Það er athyglisvert að það er alveg sama þó forsendubresturinn sé skilgreindur á gerólíkan hátt, það eru alltaf bara þessir tiltölulega fáu sem keyptu sína fyrstu eign 2006-2008 sem hafa orðið fyrir forsendubrest. Sýnir mjög vel hversu glórulaus áætlun ríkisstjórnarinnar er.

  • Halldór Guðmundsson

   „Forsendubresturinn er hækkun lánavísitölu umfram launavísitölu“
   Launavísitalan getur hækkað langt umfram lánavísitöluna, þótt kaupmátturinn minki mikið, hækkun beinna skatta, tekjuskats, atvinnuleysi, veikindi, allar yfirborganir teknar af og fl, og fl. svo rétt væri að hafa lánavísitölu= kaupmátt

   FORSENDUBRESTURINN er Réttmætar væntingar lántakenda verðtryggðra lána undanfarin ár, að verðbólgumarkmið Seðlabankans haldi,og það eru þær væntingar og engar aðrar sem lántakendur höfðu, þannig að öll verðbólga umfram verðbólgu markmið Seðlabankans 2.5% verðbólga, frá 1.jan. 2008 til dagsins í dag er Forsendubresturinn sem þarf að lagfæra.

 • Í greininni sem þú vísar í stendur:

  „Einstaklingur sem tók lán á árunum 2005 til 2008 hefur þurft að borga hærra hlutfall launa sinna í afborganir og uppgreiðslu lánsins en ef engar forsendur hefðu breyst.“

  Þetta er röng niðurstaða eftir annars fróðlega úttekt.

  Allir verða fyrir forsendubrest. En auðvitað finna þeir sem eru búnir að borga lánið niður að stórum hluta lítið fyrir honum og þá má þá líka færa rök fyrir því að uppsöfnuð jákvæð forsendubreyting komi til frádráttar. (þó ég efist reyndar um að fjárfestar myndu almennt sætta sig við svoleiðis reiknikúnstir).

  • Þorbergur Leifsson

   Af hverju segir þú þetta ranga fullyrðingu ??

   Ég reikna afborganir og síðan eftirstöðvar alltaf miðað við laun á hverjum tíma. Eftirstöðvarnarnar allar miðað við launin í vor. Hinsvegar ef launin hefðu alltaf fylgt vísitölunni það er að segja hvorki hækkað eða lækkað í raun miðað við vísitöluna.

   • Það er staðreynd að misgengi launa og lána leggst hlutfallslega jafnt á fólk óháð því hvenær það tók lánið.

    En með því að horfa á grafið þitt frá upphafi til enda má segja að þeir sem tóku lánið fyrr, hafi átt uppsafnaða innistæðu vegna jákvæðrar forsendubreytingar sem gekk upp í misgengið síðar meir og jafnaði þetta út.

    Það er hins vegar ekkert sem segir að það sé hin eina rétta nálgun.

    Það er ekki lögmál að rétturinn sé alltaf fjármagneigenda-meginn (s.b. t.d. þegar Alan Greenspan lækkaði seðlabankavexti í nær 0%)

    • Þorbergur Leifsson

     Ok.
     Að kaupa íbúð og fjármagna hana er ævistarf flestra og í raun eini ævi sparnaðurinn. Sveiflur sem verða á íbúðaverði á tímabilinu skipta engu máli, nema á þeim tímapunkti þegar þú skiptir um íbúð eða kaupir þá fyrstu. Það er reyndar hagstætt að verðhrun hafi orðið þegar þú skiptir yfir í stærriþ Þó þú hafir tapað miklu af eiginfé er nýja íbúðin enn ódýrari og hagnaðurinn af verðfallinu miklu meiri til langs tíma.

     Ef laun lækka tímabundið eykst greiðslubirðin tímabundið annað gerist ekki ef kaupandinn ræður við aukna greiðslubirði.

     Þegar neysluverðsvísitalan hækkar umfram laun hækka allir hlutir nákvæmlega jafnmikið afborganir lána og framfærslan. Að taka lánin útúr og bæta þau sérstaklega er fráleitt. Þeir eru mun betur settir sem eiga fasteign því þær hækka alltaf til langs tíma meira en framfærslan.

     Eitt form réttlátrar útdeilingar gæti verið að deila svigrúminu jafnt á alla, nema að undanskilja þá sem höfðu keypt íbúð 2004 og fyrr. Er ekki að mæla með því en sýnir fáránleika stefnu ríkisstjórnarinnar að láta þennan hóp kanski fá helming upphæðarinnar, og þeim mun meira sem þeir eiga stærri hús.

 • Ásmundur

  Þeir sem keyptu íbúðina sína 2005 eða fyrr hafa ekki orðið fyrir „forsendubresti“ enda hafa bæði lánavísitala og íbúðarverð hækkað meira en laun síðan þessi lán voru tekin. Ætli þetta sé ekki meirihluti skuldara?

  Þar að auki hafa margir aðrir orðið fyrir miklu meiri forsendubresti en skuldarar. Fyrst koma upp í hugann leigjendur sem nú þurfa að greiða miklu hærri leigu vegna hrunsins. Hækkun leigunnar er eflaust mun meiri en hækkun á greiðslubyrði flestra skuldara.

  Annar hópur er hlutafjáreigendur. Margir ellilífeyrisþegar og aðrir settu ævisparnaðinn í hlutabréf bankanna, ýmist með því að kaupa beint í þeim eða í sjóðum, og töpuðu hverri krónu.

  Flestir landsmenn hafa tapað umtalsvert á hruninu. Hvers vegna að umbuna einum hópi sem í mjög mörgum tilfellum hefur tapað miklu minna en svo margir aðrir?

  Þegar tekið er tillit til þess að hér er um að ræða gífurlega háa upphæð og fjárþörf ríkisins er óhemjumikil, er almenn skuldalækkun upp á hundruð milljarða algjörlega galin.

  • Ásmundur

   Leiðrétting:

   Þeir sem keyptu íbúðina sína 2005 eða fyrr hafa ekki orðið fyrir “forsendubresti” enda hafa bæði laun og íbúðarverð hækkað meira en lán síðan þessi lán voru tekin. Ætli þetta sé ekki meirihluti skuldara?

   ………………………………………..

 • Jón Ólafur

  Réttmætar væntingar þeirra sem kusu Norrænu velferðarstjórnina, til að bjarga því sem bjargað yrði, var að sett yrði þak á verðtrygginguna 2.5% verðbólgumarkmið seðlabankans, eða jafnvel að taka víxitöluna úr sambandi strax eftir Hrun, og eru þetta mestu efnahagsmistök sem gerð hafa verið á Íslandi, og gaman væri að vita hvaða hálvitar það voru sem komu í veg fyrir að þetta væri gert, og ég ætla ekki að fara út í allan þann mannlega harmleik sem þetta hefur ollið þúsunda fjölskyldna.

  Réttmætar væntingar lántakenda verðtryggðra lána undanfarin ár, hefur verið verðbólgumarkmið Seðlabankans Íslands síðasliðin 10-15 ár, 2.5% verðbóga, þannig að allt umfram 2.5% verðbógu frá 1.jan. 2008 til dagsins í dag er FORSENDUBRESTURINN sem þarf að lagfæra.

  Síðan þar Seðlabankinn að fara að átta sig á því að vextir verði í samræmi við hagvöxtinn í þjóðfélaginu, hagvöstur 1.7%, vaxtaálag ca.2%, þannig að nafnvextir verði ca. 3.7%-4%.
  Og ef menn hafa áhuga á að kynnast því hvernig verðtrygging virkar á hagkerfið, þá nægir að horfa á hund elta skottið á sér.

  • Ómar Kristjánsson

   Eg get ekki séð að þetta hafi neitt að gera með Jafnaðarstjórnina. Eg gæti hinsvegar séð að það væri relevant að þú leitaðir með þessa speki til þeirra Framsjalla sem þú varst að kjósa að kjötkötlunum og færir fram á að þeir gerðu þetta lítilræði fyrir þig enda öll þessi speki hönnuð og tilsmíðuð í própagandamaskínum þeirra. Eg er alveg viss um að Ójafnaðarstjórnin þín kippir þessu liðinn fyrir þig. Tala við Framóknarmenn og Ójafnaðarstjórnina. Það voru þeir sem lofuðu þessu.

   En þá bregður svo undarlega við, að það er eins og enginn ætlist til þess að Framsóknarmenn og Ójafnaðarstjórninn geri nokkurn hlut annan en moka fjármunum til elítunnar frá almenningi.

 • Vilhjálmur.

  Ef ég og þú förum í búð að versla. Við ákveðum að kaupa vöru fyrir 100 kr.
  Ég kaupi fyrir 100 kr. og þú fyrir 100 kr. Síðan er varan gölluð. Ég fer í búðina og þú ferð í búðina og viljum við fá að skila vörunni. En vegna þess að ég er með tutugu þúsund í laun en þú bara 1000 krónur í laun, þá færð þú að skila vörunni en ég ekki . Þér finnst þetta í lagi ?

  Er ég að misskilja eitthvað ?

  • Ef þú keyptir íbúðina þína 2003 eða fyrr, JR, þá er „varan“ þín alls ekki gölluð. Hún hefur haldið raunverðgildi sínu og vel það, í gegn um víðtækasta efnahagshrun lýðveldissögunnar. Sem sagt, eignin hefur vaxið meira en lánið sem þú tókst. Af hverju ættir þú að fá að skila þeirri „vöru“ sem „gallaðri“ á kostnað skattgreiðenda, lífeyrisþega og/eða komandi kynslóða?

 • Vandamálið er að Framsókn getur ekki bakkað með þetta. Kosningaloforðin voru skýr og formaðurinn hefur ekki slegið á væntingarnar í fjölmiðlaviðtölum núna í sumar.

  Íhaldið, amk einhverjir þingmenn, geta illa sætt sig við nýjan „leiðréttingarsjóð“ sem er bara ný hundruða milljarða lántaka ríkissjóðs. Þá þarf ríkið að borga meira en þessa 80-90 milljarða árlega í vexti, fyrir utan aukin vaxtakostnað við endurfjármögnun eldri lána (aukin skuldsetning þýðir aukin áhætta og þar með hærri vextir)

  Ef íhaldið samþykkir verður stórskuldug þjóð enn skuldugri. Ef íhaldið fellir þessar hugmyndir gæti stjórnin sprungið, með endurkomu vinstri flokkana sem þýðir enn frekari hnignun atvinnulífsins og fjárfestinga. Þá minnka tekjur þjóðarinnar sem þýðir frekari hnignun innviða, ss. heilbrigðiskerfis og menntakerfis , sem þýðir ennþá meiri hnignun atvinnulífsins, o.s.frv.

  Svo íhaldið stendur frammi fyrir óskemmtilegu vali. Viltu verða skotinn eða hengdur, væni?

  • Akkúrat. Það verður spennandi að fylgjast með framvindunni næstu mánuði. Ekki bætir úr skák fyrir stjórnina að hún hefur sjálf sett sér mjög þröng og metnaðarfull tímamörk, sem hætt er við að endi í tómum vonbrigðum.

 • Neytandinn

  Það sem gersamlega vantar í þessa umræðu er að hið fyrirheitna land greinarhöfundar (ESB) gerir ekki ráð fyrir þessu heimóttar bulli um raunvirði hins og þessa. Þegar lán er tekið þá er lántaka gerð grein fyrir kostnaði sem hann þarf að bera og hver heildar endurgreiðsla hans að afloknum lánstíma verður. Þessar upplýsingar miða allar við nafnvirði, ekki eitthvað ímyndað hugsanlegt framtíðar raunvirði og þaðan af síður dettur mönnum það í hug að refsa fólki fyrir það að hækka í launum, nú eða fyrir hækkun á nafnvirði eignarinnar sem keypt var fyrir andvirði þess sem fengið var að láni. Þessi sér íslenska verðbótahugsun fjármagnseigenda (greinarhöfundur verður að teljast einn þeirra) er að verða svo þreytt að það hálfa væri nóg. Að lokum skora ég á Vilhjálm Þorsteinsson sem haldið hefur því fram að ekki skipti máli hvort verðbætur séu staðgreiddar eða þeim bætt við höfuðstól að birta dæmi sem sannar mál hans og er eitthvað í takt við lán sem einhver hefur tekið. Sem dæmi mætti nefna lán að fjárhæð 10.000.000.- kr, til 25 ára með 12 afborgunum á ári. Dæmið sem Vilhjálmur birti fyrr á þessu ári um 1.000.000.- kr til 5 ára með einni afborgun á ári er nefnilega svo mikil þvæla að það hálfa væri nóg sökum þess að afborganir eru svo fáar að höfuðstóll þess láns hækkar ekki og því kemur hinn reunverulegi munur ekki í ljós.

  • Í „hinu fyrirheitna landi greinarhöfundar“, ESB, eru húsnæðislán óverðtryggð, enda verðbólga miklu lægri en hér. Á Íslandi er hægt að fá óverðtryggð húsnæðislán, en vegna verðbólgusögunnar og verðbólguvæntinga eru vextir þeirra háir – 7-8% eftir veðsetningarhlutfalli og aðeins fastir til 5 ára í senn. Ég vil losna við verðtryggingu með einu raunhæfu leiðinni til þess, þ.e. að taka upp evru. Verðtrygging mun fylgja krónunni eins og nótt fylgir degi, að minnsta kosti næstu áratugina. Verðtrygging mun fyrst hverfa eftir langa sögu af agaðri hagstjórn sem ég held að enginn stuðningur sé fyrir hér á landi, hvorki meðal stjórnmálamanna né almennings.

   Þú hefur misskilið pistilinn minn um útreikning verðtryggingar um daginn. Ég var ekki að bera saman staðgreiðslu verðbóta vs. að bæta þeim við höfuðstól, heldur að svara því hvort það skipti máli að reikna verðbætur á höfuðstólinn jafnóðum eða að verðbæta hverja afborgun fyrir sig. Þetta tvennt er ekki sami hluturinn. Og dæmið sem ég sýndi kæmi nákvæmlega eins út þótt afborganir væru fleiri, stærðfræðin (algebran) er sú sama.

Höfundur