Færslur fyrir mars, 2014

Mánudagur 31.03 2014 - 00:03

Átta rök gegn Stóru Millifærslunni

Stóra Millifærslan, eða „leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána“ eins og hún heitir formlega, er afskaplega misráðin aðgerð. Hér á eftir fara átta rök fyrir þeirri fullyrðingu, en nefna mætti fleiri. Stóra Millifærslan byggir ekki á greiningu á viðfangsefninu. Vönduð vinnubrögð fælust í því að greina hver vandinn er og hvar hann liggur, og finna svo hagkvæmustu leiðir til […]

Föstudagur 21.03 2014 - 15:49

Hvernig má bæta stjórnmálamenninguna?

Þegar þetta er skrifað eru 17 fundadagar eftir af 143. löggjafarþingi 2013-14 skv. starfsáætlun þess. Á þeim tíma hyggst ríkisstjórnin leggja fram og koma í gegn veigamiklum þingmálum. Þar má nefna lög um Stóru Millifærsluna („leiðréttingu“ verðtryggðra húsnæðislána), breytingu á Seðlabankalögum, breytingu á veiðigjöldum, lög um stjórn fiskveiða, afturköllun náttúruverndarlaga, og svo vitaskuld hina frægu […]

Sunnudagur 09.03 2014 - 14:37

Íslenska sérlausnin í sjávarútvegi

Mikið er nú rætt um „undanþágur“ og „sérlausnir“ sem hugsanlega eru í boði ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Þar hefur orðhengilsháttur og ófrjótt stagl verið yfirgnæfandi, en minna fjallað um efni máls. Mikilvægasta „sérlausn“ sem finna þarf fyrir Ísland varðar sjávarútveginn. Þar liggja megindrættir nokkuð ljóst fyrir, ef menn á annað borð vilja kynna […]

Höfundur