Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Sunnudagur 23.10 2016 - 18:08

Afrek og meintar syndir síðustu ríkisstjórnar

Í umræðum og í pistlum vefmiðla sé ég að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 er borin ýmsum sökum, því miður oft ómaklega. Förum aðeins yfir það. „Alls kyns skattar voru hækkaðir og bætur skertar.“ Já, rétt. En enginn gerir slíkt að gamni sínu. Stjórnin tók við gati á ríkissjóði eftir hrunið sem nam 216 milljörðum […]

Sunnudagur 22.05 2016 - 18:02

Stóra Millifærslan tveggja ára og enn galin

Nú eru liðin tvö ár síðan lög um Stóru Millifærsluna („Leiðréttinguna“) voru samþykkt á Alþingi. Í nóvember 2014 skrifaði ég bloggpistil sem vakti mikla athygli og hét Stóra Millifærslan er galin. Þar sýndi ég graf um ávinning af verðlagsbreytingum á hverja milljón sem tekin hefði verið að láni verðtryggð og sett í íbúð á höfuðborgarsvæðinu, allt […]

Fimmtudagur 28.04 2016 - 16:18

Haldið til haga

Eins og við var að búast hefur umfjöllun Kastljóss RÚV á mánudagskvöld, þar sem nafn mitt kom fyrir, vakið ýmis viðbrögð, sum hörð. En margir hafa einnig haft samband og sýnt stuðning og skilning sem mér þykir vænt um. Ég sé af viðbrögðunum að ekki veitir af að árétta nokkur aðalatriði. Þau sem hafa lesið […]

Mánudagur 25.04 2016 - 20:13

Fleiri svör um fjármál

Nafn mitt kom fyrir í Kastljóss-þætti RÚV í kvöld. Ég árétta að ég tengist með engu móti viðskiptafléttum af því tagi sem lýst var í þættinum og gengu út á lán til hlutabréfakaupa án áhættu. Hér á eftir fara skýringar mínar á því sem fram kom og að mér snýr, og svör við spurningum sem […]

Sunnudagur 10.04 2016 - 18:48

Stjórnarskráin og atburðir liðinnar viku

Það er fróðlegt að máta nýju stjórnarskrána inn í hina hröðu og afdrifaríku atburðarás síðustu viku. Ramminn sem stjórnarskráin setur, leikreglurnar, hefur nefnilega mikil áhrif á það hvað gerist og hvað gerist ekki. Í fyrsta lagi gerir nýja stjórnarskráin kröfu um hagsmunaskráningu alþingismanna (50. gr.), sem greinilega þarf að styrkja í núgildandi lögum. Engin krafa er um slíka […]

Miðvikudagur 30.03 2016 - 23:41

Um meint „aflandsfélög“ og „skattaskjól“

Í dag hefur risið mikil umræða vegna þeirrar hreinskilni minnar að benda á, eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum og hefur aldrei verið leyndarmál, að ég á eignarhaldsfélag í Lúxemborg. Af því tilefni er rétt að setja fram nokkra punkta – og smá rúsínu í pylsuendanum. Ég stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki árið 1983, þá 17 […]

Miðvikudagur 23.03 2016 - 15:33

Forsetinn, Össur og stjórnarmyndun

Í dag birtist í Fréttablaðinu ágæt grein eftir Össur Skarphéðinsson alþingismann og fv. utanríkisráðherra þar sem hann fjallar um fyrirsjáanlegar breytingar á embætti og valdsviði forseta Íslands þegar nýja stjórnarskráin tekur gildi. Í greininni freistar Össur þess að „brjóta til mergjar hvernig síðasttöldu tillögurnar breyta vægi og áhrifum forsetans, einkum andspænis sundurleitu þingi og flókinni […]

Þriðjudagur 24.11 2015 - 14:54

Viðfangsefni næstu áratuga

Margvíslegar stórar samfélagsbreytingar eru fyrirsjáanlegar á næstu árum og áratugum. Að mínu mati þyrftu stjórnmálin að fjalla meira um þessar breytingar og taka tillit til þeirra. Umræðan er of föst í viðfangsefnum og hjólförum síðustu aldar. Það kann einnig að vera hluti skýringarinnar á því að ungt fólk tengir ekki við hina hefðbundnu flokka, sem eru býsna miðaldra […]

Þriðjudagur 03.11 2015 - 17:33

Stórar tölur, stöðugleikaframlög og stærðfræði

Í umræðu hafa verið uppi tvær meginhugmyndir um uppgjör slitabúa föllnu bankanna. Önnur gekk út á að gera frjálsa nauðasamninga þar sem kröfuhafar „sleppa út“ með erlendar eignir/gjaldeyri búanna, gegn því að skilja eftir innlendar eignir/krónueignir. Hin gekk út á að nota skattlagningu og/eða „gjaldþrotaleið“ til að taka hluta (35-40%) af heildareignum búanna, erlendum sem innlendum, til […]

Mánudagur 29.06 2015 - 18:29

Nokkur grundvallaratriði um Grikkland

Staða mála á Grikklandi er flókin og erfitt að henda reiður á því hvað snýr upp og hvað snýr niður. Svona horfa grundvallaratriði málsins við mér: 1. Skúrkarnir í málinu eru þeir stjórnmálamenn (og þau sem kusu þá) sem skuldsettu gríska ríkið svo gríðarlega sem raun ber vitni. Að hluta til var sú skuldsetning uppi […]

Höfundur