Um

Vilhjálmur Þorsteinsson hefur verið áhugamaður um stjórnmál frá 1983 er hann gekk í Bandalag jafnaðarmanna 17 ára gamall. Hann náði kjöri á Stjórnlagaþing og sat í Stjórnlagaráði sumarið 2011. Vilhjálmur hefur starfað á sviði upplýsingatækni í rúman aldarfjórðung, sem forritari, hugbúnaðarhönnuður og tæknistjóri, og hin síðari ár sem fjárfestir. Hann er höfundur Netskrafls þar sem yfir 16.000 Íslendingar eru skráðir til leiks. Hann er jafnframt áhugamaður um máltækni og íslenska tungu, og hefur smíðað Greyni, málgreini fyrir íslensku.

Eldra blogg á vthorsteinsson.blog.is

Framboðsvefur vegna stjórnlagaþings

Ljósmyndir á Flickr

Starfsferill á LinkedIn