Föstudagur 18.08.2017 - 09:47 - FB ummæli ()

Týnda fólkið

Stjórnarandstæðingar nota oft þann frasa að ráðherrar komi litlu í verk, þá skorti kjark til að taka á aðkallandi málum o.sv.frv. Þeir séu í raun „týndir“ í embættum sínum.

Þetta er auðvitað gott og blessað – menn nota þau vopn í pólitískri baráttu sem þeir telja sig hafa hverju sinni. Oft er lítil sem engin innistæða fyrir svona upphrópunum – ráðherrar reyna auðvitað að gera sitt besta, sama í hvað flokki þeir eru. Þeir eru líka misduglegir við að koma sér á framfæri.

Þetta kom hins vegar upp í hugann í gær þegar ég þurfti að finna út hvaða ráðherra hefði með ákveðinn málaflokk að gera. Þá áttaði ég að mig á því að ég mundi ekki nafn viðkomandi ráðherra. Það má kannski skrifa þetta á elliglöp, en varð til þess að ég velti fyrir mér hvort raunverulega væri hægt að tala um „týndu ríkisstjórnina.“ Auðvitað vita flestir hverjir gegna embættum forsætis- og fjármálaráðherra. En hvað með hina?

Hér er því lítil þraut á föstudagsmorgni:

a) Hver er iðnaðarráðherra?
b) Hver er sveitastjórnarráðherra?
c) Hver er jafnréttismálaráðherra?
d) Hver er menntamálaráðherra?
e) Hver er menningarmálaráðherra?
f) Hver er landbúnaðarráðherra?

Sjálfur fór ég inn á vef stjórnarráðsins til að hafa svörin á hreinu. Það væri hins vegar óskandi ef önnur eða báðar sjónvarpsfréttastofunar færu á stúfana í dag og spyrðu almenning þessara spurninga.

Svörin gætu komið á óvart.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur