Mánudagur 26.11.2018 - 13:51 - Rita ummæli

Á lyfjum við kynlífsfíkn

Ég er soldið hugsi yfir öllum þessum fíknisjúkdómum sem herja á okkur sem aldrei fyrr. Nú um stundir eru fjöldi þessara fíknisjúkdóma orðin slíkur að það finnst varla nokkur maður sem er laus við fíkn. Getur verið að þetta séu ekki sjúkdómar heldur það að við séum síður í stakk búin til að glíma við allar freistingar sem verða á vegi okkar og festumst svo á endanum í hyldýpi fíkninnar.

Ég spurði konuna í gær hvort að ég væri með einhverja aðra fíkn en leiðindin, t.d kynlífsfíkn. Hún var sammála mér um leiðindin en ef ég væri með kynlífsfíkn væri ég greinilega á góðum lyfjum við henni.

Flokkar: Blogg

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir

    Flokkar