Fimmtudagur 13.12.2018 - 12:49 - Rita ummæli

Boomerang

Þessi pistill minn fjallar ekki um kvikmyndina Boomerang með Eddie Murphy í aðalhlutverki frá árinu 1992.

Annars er mjög langt síðan ég sá hana. Þarf að fara að horfa á hana aftur. Rifja hana upp um jólin.

Ég ætla að skrifa aðeins um Instagram. Allmargir Íslendingar hafa verið á „Insta“ um allnokkurt skeið.

Sjálfur var ég svolítið lengi að byrja á Ínstagram. Þarf oft smá tíma til að gúddera svona dæmi.

Það var vitað að ég yrði aldrei sá besti þarna inni. En ég ákvað að reyna ekki að vera eins og allir hinir

Er nokkuð viss um að flestir hafa gaman af að skoða myndir og fylgjast með öðru fólki. Allavega langflestir. Það er í mannsins eðli að hafa gaman af náunganum.

Ég fór á fyrstu dögum mínum á forritinu að skoða „Explore“. Þ.e.a.s skoða myndir sem poppa upp af hinum og þessum aðgöngum

Veit ekki töluna á því hversu margar myndir ég hef séð á flugfreyjum sitja í hreyfli flugvélar, myndum af matardiskum, myndir þar sem viðkomandi horfir niður eða til hliðar, eða þá eins og hann viti ekki af því að það sé verið að smella af mynd. Allmargar „hlæjumyndir“ af vinkonuhópum einnig. Spurning hvort þær séu sviðsettar eða ekki. Vandi er um slíkt að spá.

Rosalega mikið líka af fáklæddu fólki á einhverri sólbaðsströnd á erlendum slóðum og svo einhver hálf dramatískur og söluvænlegur texti á ensku undir myndinni

Textarnir eru svo stundum ansi oft svipaðir margir hverjir

„Því ber að fagna“
„Allt upp á 10 hér“
„Þá sjaldan sem maður lyftir sér upp“
„Oft haft það verra“
„Ekki hafa áhyggjur af mér“
„Skrifstofa dagsins“

Ekki gleyma má commentunum undir einhverjum ægilegum selfie myndum

„Bestu mínar“
„Fallegasta mín“
„Gefðu okkur hinum séns“
„Whoop whoop“
„Fallegust og bestust“

Svo eru það Boomerang-ið þar sem stutt video spilast fram og tilbaka hratt. Er eitthvað þreyttara en það?

1) Verið að skála í drykkjum
2) Verið að hræra í einhverri skál við bakstur t.d
3) Verið að labba einhvers staðar
4) Verið að dansa einhvers staðar

Nei nei ég segi svona. Það verða allir að fá að hafa þetta eins og þeir vilja hafa það. Sem betur fer. Svo framarlega sem það skaðar ekki náungann. Og allt er þetta meinsaklaust á Instagram og ágætis dægrastytting

Flokkar: Blogg

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Davíð Már Kristinsson
Akureyskur Vesturbæingur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar. Þjálfari. Leikari. Pistlahöfundur.
RSS straumur: RSS straumur