Þriðjudagur 10.07.2018 - 12:58 - Lokað fyrir ummæli

Hvunndagshetjur

Ég var að keyra Sæbrautina í rólegheitum um daginn og í útvarpinu kom frétt um afhendingu fálkaorðunnar á Bessastöðum

Eins og alþjóð veit þá sæmir Forseti Íslands nokkra velvalda íslenska ríkisborgara tvisvar á ári – þann 1. janúar og 17. júní

Sérstök orðunefnd er sitjandi og hefur um það að segja hverjir eiga skilið fálkaorðuna. Þetta eru 6 manns samtals

Nákominn aðili í fjölskyldunni minni sem hefur marga fjöruna sopið segir alltaf þegar hann heyrir af þessari athöfn

„Já glæsilegt að verðlauna þetta fólk fyrir að mæta í vinnuna sína og sinna henni“

Þetta segir hann í einskærri kaldhæðni

Ég er eiginlega sammála honum. Mér finnst þessar fálkaorðu veitingar barns sins tíma

Það er mín skoðun. Óvinsæl skoðun ef til vill og kannski skrýtin að auki.

Með þessu er ég alls ekki að kasta rýrð á það fólk sem hefur hlotið fálkaorðu. Alls ekki og þvert á móti. Það fólk hefur gert mjög góða hluti og staðið sína pligt með miklum sóma. Það hefur gert eitthvað gott til samfélagsins.

En ég hef reynt að temja mér það að gera ekki mun á milli fólks sem er að gera sitthvora hlutina af alúð, vandvirkni og þekkingar- og fagmennsku. Bæði á jákvæðan, góðan og uppbyggilegan hátt

En hvað hefur maður sem fær riddarakross fyrir framlag sitt á sviði upplýsingatækni eitthvað framyfir mann sem vinnur kannski hjá borginni á skóflunni, tekur mesta leyti 1 veikindadag á ári, mætir alltaf á réttum tíma og síðastur heim og hefur unnið þar í 40 ár?

Fyrir mér er enginn munur þar á ferð. Ég ber virðingu fyrir öllu því sem fólk gerir. Bæjarstjóri eða götusópari. Báðir aðilar frá prik frá mér.

Stuttu eftir að ég heyrði þetta útvarpsefni í bílnum – þið munið um fálkaorðuveitingarnar þá kom ég við á bensínstöð og í sjoppu

Á bensínstöðinni afgreiddi maður mig sem var kominn vel yfir miðjan aldur, allur af vilja gerður og sýndi þvílíka þjónustulund að það var eins og ég væri nákominn ættingi hans

Í sjoppunni afgreiddi mig kona sem var um sextugt. Það var sama upp á teningunum – glaðværð, jákvæðni, brosmild og það var eins og hún væri gömul frænka úti á landi. Svo eftir að hún afgreiddi mig var kallað á hana að koma inn á lager og þangað arkaði hún inn hröðum skrefum

Það var eftir þessar 2 ferðir – á bensínstöð og sjoppu – sem þessi hugmynd mín um þennan ómerkilega greinarstúf minn kviknaði

Um allar þessar hvunndagshetjur þarna úti sem sýna kannski vinnustöðunum sínum tryggð og hollustu í áratugi og missa varla út dag og sinna öllum verkefnum hjá fyrirtækinu af kostgæfni og mikilli alúð

Aldrei fá þau verðlaunaskjöl né fálkaorðu/riddarakrossa fyrir sína vinnu og framlög á ýmsum sviðum. Í sumum tilvikum ekki einu sinni jólagjafir frá fyrirtækjunum sínum.

Áfram hvunndagshetjur!

Flokkar: Blogg

»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Davíð Már Kristinsson
Akureyskur Vesturbæingur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar. Þjálfari. Leikari. Pistlahöfundur.
RSS straumur: RSS straumur