Óvenju oft að undanförnu á víð og dreif um höfuðborgina hef ég séð iðnaðarmenn hjá verktakafyrirtækjum að störfum við vinnu á húsþökum. Í allra veðra von. Og í mis stórum húsum og fjölbýlum. Flestir þeirra voru ekki í öryggislínu við vinnu sína Er þetta bara venjan í dag? Eru menn að hætta lífi sínu og […]
Þessi pistill minn fjallar ekki um kvikmyndina Boomerang með Eddie Murphy í aðalhlutverki frá árinu 1992. Annars er mjög langt síðan ég sá hana. Þarf að fara að horfa á hana aftur. Rifja hana upp um jólin. Ég ætla að skrifa aðeins um Instagram. Allmargir Íslendingar hafa verið á „Insta“ um allnokkurt skeið. Sjálfur var […]
Flest öll veikjumst við af flensum og fáum umgangspestir. Veturinn er tíminn þar sem þessar pestir eðlilega grassera út um hvippinn og hvappinn í miklum kulda og veðurfarsbreytingum. Sjálfur fékk ég einhverja magakveisu um daginn og smá hitastækju Hef annars sloppið að mestu. 7-9-13. Verð þó að segja að mér þykir það pínu kómískt að […]
Ég var að keyra Sæbrautina í rólegheitum um daginn og í útvarpinu kom frétt um afhendingu fálkaorðunnar á Bessastöðum Eins og alþjóð veit þá sæmir Forseti Íslands nokkra velvalda íslenska ríkisborgara tvisvar á ári – þann 1. janúar og 17. júní Sérstök orðunefnd er sitjandi og hefur um það að segja hverjir eiga skilið fálkaorðuna. […]