Óvenju oft að undanförnu á víð og dreif um höfuðborgina hef ég séð iðnaðarmenn hjá verktakafyrirtækjum að störfum við vinnu á húsþökum. Í allra veðra von. Og í mis stórum húsum og fjölbýlum.
Flestir þeirra voru ekki í öryggislínu við vinnu sína
Er þetta bara venjan í dag? Eru menn að hætta lífi sínu og limum fyrir þetta? Margir þessa hörkuduglegra manna eru kannski með 2000-2500 kall á tímann.
Ég hélt að þetta hefði bara átt við tímann í „gamla daga“ þar sem menn voru öllu frjálslegri og kærulausari og hugarfarið „það kemur ekkert fyrir mig“ var kannski ennþá meira notað.
Mér er þetta óskiljanlegt. Það er aldrei of varlega farið.
Vil skora á Vinnueftirlitið að athuga það alvarlega að gera gangskör í þessum málum
Rita ummæli