Föstudagur 25.09.2015 - 08:47 - 3 ummæli

Hamingja og hreysti ESB svína og kjúklinga

Erum við ekki að borga tvöfalt verð fyrir svína- og kjúklingakjöt af því að dýrin eiga að vera svo heilbrigð og hafa það svo gott á Íslandi – hamingjusömu og frjálsu íslensku svínin og hænurnar?

Staðreynd er að meðferð dýra er hér á landi mun verri en innan ESB og hefur Sambandið verið í fararbroddi að setja reglur um dýravernd, t.d. afnám búra fyrir hænsni og afnám á þröngum stíum fyrir svín.

Má ég þá frekar biðja um ódýrar og frábærar Ungverskar Gourmet Salami-pylsur frá ESB, búnar til úr kjöti evrópskra hamingjusvína eða gleðikjúklinga sem fengu að spranga um frjálsar – frekar allavega en óhamingjusamar og fjaðralausar íslenskar úr búrum og helsjúk svín með legusár.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Orri Ólafur Magnússon

    Því miður hefur þetta fjölda – eldi á dýrum sem tíðkast í Evrópu og víðar ekki einungis leitt til ólýsanlegra þjáninga skepnanna, karlkyns kjúklingum er t. d. hent lifandi beint í sorpið þar sem þeir drepast úr vannæringu , heldur einnig til ofnotkunar lyfja og hormóna sem síðan skilar sér í „Gourmet – Salamí – pylsuna“ þína, Guðbjörn. Ég þekki lítið til þess, hvernig svín og hænur eru alin á Íslandi.; Á hinn bógin er það öllum ljóst sem vita vilja að eldi á skepnum ( „Massentierhaltung“ ) í ESB er „unter aller Sau“

  • Íslenska lambið er óhemju dapurt en nautið er ólseigt.

  • Þorsteinn

    Burtséð frá því hvort að í ESB sé einhverskonar massentirhaltung stunduð þá er einnig auðvelt að kaupa kjöt og hverslags afurðir af vottuðum búum sem selja kjöt af vel meðhöndluðum skepnum. Að sjálfsögðu er verðið mismunandi og eitthvað kostnaðarsamara að kaupa afurðir sem eru framleiddar á kostnaðarsamara hátt. Því er enganvegin fyrir að fara á íslandi, ein tegund framleiðslu og ekkert val um annað. Við eigum bara að trúa því að íslensk verksmiðjuframleiðsla sé einhvernvegin betri og heilnæmari heldur en allt annað sem í heimi er.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur