Föstudagur 27.11.2015 - 07:48 - 6 ummæli

RÚV var fremur ósmekklegt

Í Frakklandi hafa þeir látnu varla verið jarðaðir og enn liggja hundruð manna og kvenna á sjúkrahúsum alvarlega slösuð. Á sama tíma þótti RÚV smekklegt að sýna í Kastljósi í gær, hvernig Vesturlandabúar hafa sýnt íbúa Miðausturlanda í bíómyndum og framhaldsmyndaflokkum í sjónvarpi sem villimenn og hryðjuverkamenn. Auðvitað gera sér allir Vesturlandabúar grein fyrir því nær allir múslima sem á meðal okkar búa eru bara venjulegt og heiðarlegt fólk, sem sinnir ekki aðeins vinnu sinni að stakri prýði, heldur eiga sína góðu fjölskyldu og borga sína skatta og skyldur líkt og aðrir landsmenn. Engu að síður fór þessi umfjöllun RÚV fyrir brjóstið á mér svona rétt eftir hryðjuverkin og virkaði ónærgætnisleg, hjákátleg og „óprofessional“, þegar stærsta ógnin við okkar heimshluta byggist einmitt á því stríði, sem við eigum við hryðjuverkamenn sem byggja á öfgafullri múslimatrú.

Aldrei hef ég fyrr séð RÚV eða aðra fjölmiðla hafa áhyggjur af staðalímyndum annarra þjóða. Þannig eru Þjóðverjar og Japanir yfirleitt enn kynntir sem blóðþyrstir Nasistar og þjóðernissinnar vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Rússar eru flestir grimmir kommúnistar og fjöldamorðingjar vegna Kalda stríðsins og í seinni tíð ókúltiveraðir og morðóðir ólígargar. Bandaríkjamenn eru kynntir í fjölmiðlum sem blanda af Bush yngri og Donald Trump og þar með hálfgerðir vanvitar er vita ekki aura sinna tal, en eru í eðli sínu illgjarnir og byssuóðir og standa í stríðum um allan heim. Í Kóreu-stríðinu voru gerðar stríðsmyndir þar sem þeir voru kynntir sem kommúnískir ofstækismenn og morðóðir hundar og þá meðferð fær Norður-Kórea réttilega enn þann dag í dag. Sama máli gegndi síðan um Víetnama og síðar um Norður-Írland og Baader-Meinhóf samtökin, Svarta sjakalann o.s.frv. Þjóðirnar á Balkanskaga voru einnig heilmikið á hvíta tjaldinu á meðan á stríðinu þar stóð.

En hvaða tilgangi þessi gagnrýni þjónar nokkrum dögum eftir eitt hræðilegasta hryðjuverk þessa áratuga er mér hulin ráðgáta að skýra, sérstaklega af því að þeir sem stóðu fyrir þessum verkum og hafa gert tilraun til tuga slíka hryðjuverka eru einmitt múslimir (eða segjast vera það). Það er því barnalegt að segja að þetta stríð tengist ekki trúarbrögðum, því þarna er um öfgatrúarmenn, hvort sem hegðun þeirra stangast að einhverju leyti við strangar reglur þeirra trúarbragða eður ei. Eins voru það Kaþólikkar sem börðust í Írlandi, Búddistar, Kofúsíustar eða Taoistar í Kóreu og Víetnam – þótt trúarbrögðin hafi þarna skipt litlu sem engu máli. Múslimir, Kaþólikkar og Rétttrúnaðarkirkjufólk bjuggu á Balkan-skaganum og stríðið þar snérist að miklu leyti um samneyti þessara þriggja trúarbragða og menningar sem af þeim stafar. Þetta er hinn bitri sannleiki. Eitt sinni kom ein dætra minna, sem er hálf-þýsk, heim úr skólanum og spurði mig hvort Nasistar og Þjóðverjar hefðu virkilega verið svona miklir villimenn. Hvað getur maður sagt annað en sannleikann, þegar slíkar spurningar koma frá börnunum. Þá þýðir lítið að fara í einhvern feluleik með staðreyndir málsins, hvort sem það varðar grimmdarverk Nasista eða hroðalega illvirki Íslendinga sjálfra á víkingatímanum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Baldur Ás

  Þetta er þá myndin sem er dregin upp af íbúum Miðausturlanda í bíómyndum og sjónvarpi á Vesturlöndum. Ekki góð. En hvaða mynd bera íbúar Miðausturlanda í hjarta sér af íbúum Vesturlanda? Sú hlýtur að vera talsvert mikið verri. Verður kastljósinu beint að henni næst? Eða fáum við að heyra meira mélkisu mjálm.

 • Fréttastofa RUV og þar með Kastljós hafa sérstöðu innan ríkisútvarpsins, óháð afskiptum stjórnar RUV og vilja útvarpsstjóra ef hann er einhver. Sjálfstæði fyrir utanaðkomandi áhrifum er lykilatriði fyrir trúverðugleikann. Rakel Þorbergsdóttir stjórnar fréttastofunni af myndugleik með hlutlægni að leiðarljósi. Um það þarf blogghöfundur ekki að efast. Fréttastofa RUV hefur aldrei tekið afstöðu til mála heldur sinnt af alúð þeirri frumskyldu sinni að segja fréttir og aldrei borið á hlutdrægni.
  Þannig var það í ESB málum, schengen, Icesave, stjórnarskrármálinu,almennum mótmælum, innflytjendamálum, byssumálum lögreglunnar, afstöðu til ríkisstjórnarinnar og fréttum af þingstörfum. Fréttamenn RUV hafa gætt þess í hvívetna þegar hitamál ber á góma í samfélaginu að öll sjónarmið komi fram í fréttum og álitsgjafar valdir í samræmi við það. Að efast um heiðarleik fréttamanna RUV eins og stundum hefur borið á er ósanngjarnt gaspur og vegur með ósæmilegum hætti að æru þeirra. Fréttastofa RUV er eina fréttaveitan á Íslandi sem landsmenn geta fullkomlega treyst fyrir vandaðan fréttaflutning og með þeim orðum, að þar birtist sannleikurinn allur. Sama á við um Kastljós og innleggið um vonda og gæfusnauða múslimann í vestrænum kvikmyndum var tímabært. Það var vitræn ákvörðun að sýna landslýð þann ósóma og staðfestir í hnotskurn vönduð vinnubrögð. Skrif stjórnsýslufræðingsins eru því að öllu leyti ómakleg og líklega sprottin af pólitískum rótum.

 • Mjög oft er í pólitískum umræðum á Íslandi vísað til „landanna sem við berum okkur saman við“.

  Sá samanburður er augljóslega valkvæður mjög og ræðst almennt af ófyrirleitni og siðleysi þess stjórnmálamanns sem í hlut á hverju sinni.

  Merkilegt er hins vegar að þessi samanburður á aldrei við um Ríkisútvarpið.

  Sú fréttaþjónusta sem þetta apparat veitir landsmönnum þætti hvergi boðleg í nágrannaríkjum.

  Furðulegt er að nýtt fólk virðist engu fá breytt innan þessarar stofnunar.

  Fréttastofan er svo hlutdræg og galin að það stenst enga skoðun.

  Áherslurnar eru svo fyrirsjáanlegar og mótaðar af trú og hagsmunum ríkishyggjufólks að vekja myndu aðhlátur í þróuðum lýðræðissamfélögum.

  Verra er þó að alla dýpt skortir í þá fréttatíma sem stofnunin þó nær að framleiða.

  Það á við um sjónvarp og útvarp.

  Furðu vekur að það sé trúaratriði umtalsverðs hluta þjóðarinnar að viðhalda þurfi þessum ósköpum.

  Þakkir og kveðja

  Rósa G.G.

 • Rósa: Ég get samþykkt að það skortir dýpt í fréttaflutning RUV. Lang líklegasta skýringin er að mínu mati fjárskortur. Að öðru leyti eru þessi skrif þín einmitt full af hlutdrægni og galskap án nokkura tilrauna til rökstuðnings. Þvert á móti leiddi nýleg athugun t.d. í ljós að RUV stendur sig betur en aðrir í að jafna kynja- og flokkamun þeirra sem kom fram í frétta og umræðuþáttum. Og þó að það veki einhverja furðu hjá ÞÉR, þá vekur að enga furðu hjá meirihluta almennings að vilja viðhalda fjölmiðli í eigu ALMENNINGS, ekki í eigu sérhagsmunaafla, sem þó reynir að greina hlutlægt frá.

 • Vafalaust er þetta allt satt og rétt hjá þér, ágæti Jóhann.

  Það er gott að þjóðin skuli vera svo ánægð með ríkisútvarpið sitt.

 • Það er beinlínis ógeðslegt hvernig rúv rekur grímulausan áróður fyrir íslam og gjaldþrota fjölmenningarstefnu. Rúv er svo sem ekki eitt um þetta, 365 miðlar haga sér eins og þeir séu reknir fyrir fé frá Saudi-arabíu.

  Tamimi fer í viðtal á Rúv og ljóshærð kona með undirgefni í svipnum spyr hann afsakandi hvort að forljót moskan sé nokkuð studd af Sádum eins og það skipti einhverju andskotans máli. Tamimi lýgur að vanda.

  Konan spyr hann að sjálfsögðu ekki út í ummæli hans um jafnrétti kynjananna, afstöðuna ti samkynhneigðra og staðfesta skoðun hans á refsingum skt. sjaríalögum. Ónei, það væri svo mikill dónaskapur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur