Föstudagur 10.06.2016 - 11:04 - 7 ummæli

Reykjavíkurflugvöllur & Landspítalinn

Auðvitað þarf ekki að byggja nýjan flugvöll, heldur aðeins nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Nýja flugstöð þarf hvort eð er að reisa í stað þess hróatildurs er nú stendur á Reykjavíkurflugvelli og er landsmönnum öllum til háborinnar skammar. Algjört bruðl er fyrir 320.000 manna þjóð að halda uppi tveimur flugvöllum í 40 km fjarlægð hvor frá öðrum.

Sú staðreynd að Reykjavíkurflugvöllur mun loka á næstunni breytir því einnig að vert er að athuga hvort ekki sé rétt að byggja nýtt sjúkrahús á Vífilstöðum, sem er einungis í um 20-25 mínútna fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli og í raun staðsett í miðju höfuðborgarsvæðisins. Reyndar er staðsetning á nýju sjúkrahúsi í miðborginni galin hugmynd, hvernig sem á málið er litið.

Kostnaðurinn við þetta er vafalaust nokkur, en eitthvað fæst nú upp í hann með sölu þeirra 140 hektara sem eru innan flugvallargirðingar og lækkuðum kostnaði við flugvallarrekstur, en að auki mætti taka a.m.k. helming niðurgreiðslna til landbúnaðar (220 milljarðar á næstu 10 árum) til að fjármagna bæði rafmagnslest til Keflavíkurflugvallar og til byggingar nýrrar flugstöðvar.

Við þurfum ný öfl til að stjórna þessu landi, sem hafa þor og getu til að gera hér nauðsynlegar breytingar á stjórnskipun landsins, en ekki síður til að brjóta upp þá stöðnun og íhaldssemi sem ríkir á öllum sviðum. Stöðnunin lýsir sér í getuleysi núverandi stjórnvalda til að takast á við vandamál, t.d. í húnæðismálum, heilbrigðiskerfinu, ferðaþjónustunni, menntamálum og breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi, svo nokkur dæmi séu nefnt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

 • Hannes Richardsson

  Nákvæmlega rétt

 • Stjórnsýslufræðingurinn er framsýnn í sambandi við Reykjavíkurflugvöll og staðsetningu nýs Landspítala og innst inni vita flestir málsmetandi menn að svona munu málin þróast. Einhverjir munu þráast við en með engum árangri. Niðurstaðan er skrifuð í skýin. Borgin hafði sigur varðandi neyðarbrautina sem verður aflögð innan fárra vikna og stefnan er augljós. Að mati borgarstjórnarmeirihlutans vinnst fullnaðarsigur fyrst þegar flugvellinum verður endanlega lokað. Þá flyst innanlandsflugið til Keflavíkur; aðrar hugmyndir eru óraunsæjar og hreinir draumórar. Auðvitað þarf þegar fram líða stundir að reisa nýja flugstöð í Keflavík fyrir innanlandflugið en fyrst í stað má vandræðalaust nýta gömlu flugstöðina sem herinn byggði á sínum tíma. Þróunin í samgöngum verður ör á næstu árum. Endanlega lokið við að tvöfalda Keflavíkurveginn og lestarsamgöngur á teikniborðinu þannig að landsbyggðarmenn munu komast inní 101 Reykjavík á skömmum tíma ef það er á annað borð markmiðið. Sjúkraflugið er ásteitingarsteinninn en með góðu skipulagi þarf lending á Keflavíkurflugvelli ekki að vera til vandræða, einkum og sérstaklega þegar búið er að reisa nýjan landspítala við Vífilsstaði. Þá er ekki úr vegi að efla bráðaþjónustu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og í akút tilvikum kemur þyrla til sögunnar.
  Það er svo önnur saga, að með stefnu borgarstjórnarmeirihlutans að losna við flugvöllinn ú Vatnsmýrinni tapast þúsundir starfa en það er aukaatriði hjá þeim ágætu sveimhugum sem þar ráða ríkjum og lýsandi um þá afgerandi stefnu að hrekja atvinnustarfsemi út fyrir borgarmörkin.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Mér bregður rosalega og hlýtur að vera að bregðast bogalistin fyrst að GSS er allt í einu orðinn mér sammála (grín).

  Það má furðu sæta að ekki fleiri hafi áhuga á þessu máli en fyrir 2 árum var þetta mjög umdeilt mál, næstum eins umdeilt og útlendingamálin.

  Að mínu mati eru fleiri að átta sig á því að staðsetning nýs sjúkrahúss og flugvallar í miðborginni er galin hugmynd.

  Við þurfum að geta breyst og fyrst að GSS getur skipt um skoðun í stórum málum getið þið hin það einnig!

 • Óskar Guðmundsson

  Byggja þá Landspítalann í Keflavík.
  Ef að fólki úr borginni finnst ekki langt fyrir fólkið úr landsbyggðinni að aka Keflavík-Reykjavík ætti varla að vera erfiðara að fara í hina áttina.

 • Guðbjörn er með þetta á hreinu því svona mun þetta fara. Varðandi fækkun atvinnutækifæra þá er það ekki til framtíðar litið því mannfrek fyritæki munu koma svo sem hingað til og framtíðin er björt á alla vegu.

 • Vel mælt sem oftast áður. ágæti Guðbjörn.

  Hroðaleg íhaldssemi stjórnmálamanna ásamt ákvarðanafælni og skorti á hæfileikum er sú eitraða blanda sem stoppar alla framþróun í þessu landi.

 • Gaman væri ef einhver sem þekkir vel til gæti upplýst um hvað nálægð spítala og flugvallar skiptir í raun miklu máli. Ég held að það sé meira tilfinningamál en raunveruleg þörf.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur