Miðvikudagur 24.01.2018 - 19:01 - 2 ummæli

Samgöngumál – blóðbaðið heldur áfram

VG og Katrín Jakobsdóttir hlýtur að verja vegatolla eins og annað sem kemur úr smiðju Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. Svik VG við kjósendur núna trompa sennilega svik Jóhönnu og Steingríms, því aðstæður eru nú aðrar í efnahagsmálum.

Samkvæmt útreikningur FÍB innheimti ríkið árið 2016 um 60 milljarða króna í skatta á bíleigendur, sem með hækkandi skatti á eldsneyti og aukna innheimtu vegna gríðarlegs innflutning á bifreiðum eru væntanlega í dag í það minnsta 80 milljaðar. Aðeins 19,1 milljörðum króna er hins vegar varið til viðhalds og lagningar vega á fjárlögum ársins 2018. Um 9 milljörðum er varið í viðhald vega en nýlega sagði vegamálastjóri að þótt um smá aukningu væri að ræða næðum við ekki að halda í horfinu þegar svo litlir peningar fara í viðhald vega, þ.e. hálfpartinn ónýtt vegakerfi mun halda áfram að versna.

Stór hluti af „viðhaldspeningunum“ fer – skv. Vegagerðinni – í að auka umferðaröryggi. Þannig á að leggja bundið slitlag á síðasta kafla veg­ar­ins yfir Fróðár­heiði. Auka á um­ferðarör­yggi með því að tvö­falda brýr við Kvíá og við Vatns­nes­veg um Tjarn­ará. Í ljósi þessarar forgangsröðun vekja framkvæmdir sem ráðist er í mikla furðu. Malbika á t.a.m. fáfarna leið um Fróðárheiði á Snæfellsnesi, en flestir taka jú Vatnaleiðina. Samkvæmt talningu á heimasíðu Vegagerðarinnar fóru 64 bifreiðar um bifreiðina á þessum sólarhring. Þegar umferðin var hvað mest á Fróðárheiði í dag milli 15:40-15:50 fóru 5 bílar um heiðina.

Í nýlegu viðtali taldi vegamálastjóri framkvæmdir við Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss, veginn um Gufudalssveit, Dynjandisheiði, Borgarfjarðarveg og Dettifossveg mjög brýnar, þar sem einn og hálfan milljarð vantar upp á fjárframlög. Þessu mati geta held ég flestir verið sammála. Vegamálastjóri minntist ekki einu orði á að klára þyrfti einfalda kafla Reykjanesbrautarinnar, þar sem um tugir banaslysa og alvarlegra umferðarslysa hafa orðið á liðnum árum. Um Reykjanesbrautina fara að meðaltali um 15.000 ökutæki á dag og stefnir í 20.000 ökutækja umferð á þessu eða næsta ári. Í dag 24. janúar, þ.e. umferðin var mest kl.08:40-08:50, fóru 200 bifreiðar á 10 mínútum um Reykjanesbrautina.

Allt tal Alþingis og vegamálastjóra um forgangsröðun í þágu umferðaröryggis er hlálegt þegar málin eru skoðuð nánar. Stjórnarflokkarnir boðuðu stórsókn í samgöngumálum í kosningabaráttunni í vetur og allir hafa þeir svikið kosningaloforð sín.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Bjarni Kjartansson

    Hef stundum sagt, að mannfórir eru stundaðar til friðþægingar kjördæmapoturum.

    Hef fengið bágt fyrir hjá ,,víðsýna fólkinu“

  • Já Sigurður Ingi tekur þennan bikar inn með lýsinu, eins og þau gera öll þarna. Bjarni ræður öllu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur