Þriðjudagur 01.05.2018 - 10:45 - 5 ummæli

Vegatollar: JÁ – ef allir landsmenn greiða þá

Hér og nú viðurkenni ég í fyrsta skipti opinberlega að líklega er ekki hægt að fara í slíkan framkvæmdapakka í vegakerfinu upp á 150 milljarða nema að á sama tíma verði teknir upp vegatollar. Við vitum jú öll að göng og fjórföldum vega og nýjar tvöfaldar brýr eru gríðarlegar samgöngubætur, sem verður að ráðast í sem allra allra fyrst. Þúsundir Íslendinga hafa orðið að flýja höfuðborgarsvæðið vegna íbúðarskorts en að auki nær „stór-höfuðborgarsvæðið“ frá Akranes yfir til Hveragerð og Selfoss, Þorlákshafnar, Grindavíkur, Reykjanesbæjar, Sandgarða (Útnárabyggð) og í Vogana.
Að mínu mati væri þó óþolandi væri að sjá að vegagjöld yrðu einungis tekin upp í kringum höfuðborgarsvæðið, t.d. Sundabraut, Reykjanesbraut, Suðurlandsveg, Vesturlandsveg og tvöföldun ganga um Hvalfjörð, en að sama tíma myndu dreifbýlismenn aka ókeypis um öll sín atvinnusvæði annars staðar á landinu. Nei, þarna verður auðvitað að ríkja fullkomið jafnræði þegar kemur að greiðslu dýrra umferðarmannvirkja. Annaðhvort erum við með kerfi án vegatolla eða vegatollakerfi og þá skal eitt yfir ALLA landsmenn ganga, auk þess sem lækka yrði skatta á eldsneyti á sama tíma.
Taka verður upp greiðslu fyrir notkun á gömlum og uppgreiddum umferðarmannvirkjum jafnt sem á þau sem eru ný eru eða sem eru að klárast. Hér er að tala um áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum og að taka þyrfti upp gjaldtöku í öllu vegakerfinu út úr höfuðborginni; Reykjanesbraut, Vesturlandsveg og Suðurlandsveg en þó í fyrsta lagi þegar fjórföldun er lokið + mislæg gatnamót (fullfrágengnar hraðbrautir út úr borginni) og nýtt malbik er komið á brautirnar. Ekki er ástæða til að greiða krónu fyrir vegina í því ástandi sem þeir eru í dag, því eru stórhættulegir og ekki fólki bjóðandi.
Varðandi gjaldtöku úti á landi, erum við á Vestfjörðum að tala um að taka upp gjaldtöku í hinum nýju Dýrafjarðagöngum en einnig í Bolungarvíkurgöngum, Ólafsfjarðargöngum eða Múlagöngum og Vestfjarðagöngum. Á Norðurlandi þyrfti að taka upp gjaldtöku í hinum fokdýru Héðinsfjarðargöngum og Ólafsfjarðargöngum/Múlagöngum. Nú þegar er gjaldtaka plönuð í Vaðlaheiðargöngum. Á Austurlandi á með þessu nýja fyrirkomulagi að ráðast fljótlega í gerð Fjarðarheiðarganga á Seyðisfirði með gjaldtöku og auðvitað taka gjald um hin nýju Norðfjarðargöng og nýleg Fáskrúðsfjarðargöng.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Haukur Kristinsson

    Hraðbrautir (Autobahnen) í Sviss eru með þeim dýrstur sem þekkjst vegna Topographie landsins. Greiðsla fyrir notkun vega og gangna felst í því að um ármót kaupir fólk svokallaða „vignette“ og límir á framrúðu. Slæik „vignette“ fyrir árið 2018 kostar CHF 40,00 eða ca. kr. 4100.00.

  • Sigurjón

    Hvað er jafnræði 🙂

  • Matthías

    Það væri stórt skref áleiðis að nota allt fé sem bensínskattar skila til vegagerðar. Eða tolla og önnur gjöld við innflutning. Svo er ekki í dag. Akstursleyfi eins og Haukur lýsir er ein möguleg leið en innheimta með sjálfvirkum númeralesurum eins og í Noregi eða úr gjaldskýlum eins og á hraðbrautum Frakklands t.d. yrði allt of dýr hér.

  • Þorsteinn

    Nota það fé sem er innheimt af bifreiðum í eldsneytis sköttum, þungaskatti (4kílógjaldi) og öðrum bifreiðasköttum, ekki stela því í annað en það sem var ætlað í.

  • Rúnar Geir

    Hjartanlega sammála Guðbjörn.
    Þegar menn hinsvegar vilja láta setja allan peninginn sem kemur af sölu eldsneytis í vegagerð, þá verða þeir hinir sömu að útskýra hvernig bæta á t.d. heilbrigðiskerfinu upp þá peninga sem þ.a.l. verður ekki hægt að setja í það. Þetta er nefnilega tekjuöflun.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur