Miðvikudagur 16.05.2018 - 18:22 - 1 ummæli

BYKO glæpona í tugthúsið

Við búum í markaðsþjóðfélagi en vegna smæðar markaðarins og vegna þess hversu afskekkt við erum er hér fákeppnismarkaður eins og kannski í fáum öðrum löndum í þessum heimshluta.

Af þessum sökum eru stórfelld brot á samkeppnislögum ekki bara einhver saklaus „hvítflippaglæpur“, heldur grafalvarlegur þjófnaður bæði frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, sem valda stórskaða.

Nokkur hundruð milljóna sekt mörgum árum eftir að glæpur hefur átt sér stað og jafnvel eftir að stjórnendur sem báru ábyrgð á glæpnum eru hættir og nýir eigendur til staðar eru allt of lítil refsing.

Hér ætti að dæma þá sem ábyrgð bera í nokkurra ára tugthúsvist á Litla-Hrauni og hárra fjársekta persónulega. Væntanlega myndu forstjórarnir þá hugsa sig tvisvar sinnum um áður en þeir haga sér svona.

Flokkar: Óflokkað

«

Ummæli (1)

  • Orri Ólafur Magnússon

    Guðbjörn, mér hefur helst skilist á því sem maður hefur heyrt og séð í hérlendum fréttum að langir biðlistar séu á afplánun tugthúsvistar hér á landi – og það þrátt fyrir þá ánægjulegu staðrynd að framtakssamir tugthúslimir stingi af til útlanda og létti þannig tímabundið á álaginu.
    Þessi tillaga þín, er ég smeykur, um yrði hið mesta vindhögg ( Þ.: „Rohrkrepierer“ ).

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur