Íbúðalánasjóður er afgreiðslustofnun fyrir lífeyrissjóðina sem fjármagna að miklu leyti húsnæðislán ÍLS.
Lífeyrissjóðirnir eru því óbeinir eigendur að stórum hluta verðtryggðra húsnæðislána Íbúðalánasjóðs.
Og hafa því um árabil notið hvalreka fjármagnaðan af tekjum og eignum heimila landsins.
Eðli málsins samkvæmt ættu lífeyrissjóðirnir að bæta heimilunum forsendubrestinn.
En það er ekki til umræðu.
Hitt er til umræðu að hengja bakara fyrir smið – erlenda kröfuhafa í stað eigenda hvalrekans.
Löglegt – en siðferðileg og pólitísk lágkúra.