Föstudagur 20.09.2013 - 22:12 - FB ummæli ()

Pólitískt hugrekki – ekki

Íbúðalánasjóður er afgreiðslustofnun fyrir lífeyrissjóðina sem fjármagna að miklu leyti húsnæðislán ÍLS.

Lífeyrissjóðirnir eru því óbeinir eigendur að stórum hluta verðtryggðra húsnæðislána Íbúðalánasjóðs.

Og hafa því um árabil notið hvalreka fjármagnaðan af tekjum og eignum heimila landsins.

Eðli málsins samkvæmt ættu lífeyrissjóðirnir að bæta heimilunum forsendubrestinn.

En það er ekki til umræðu.

Hitt er til umræðu að hengja bakara fyrir smið – erlenda kröfuhafa í stað eigenda hvalrekans.

Löglegt – en siðferðileg og pólitísk lágkúra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar