Í umræðu um innlent fjármagn/peninga er allt sett undir einn hatt:
1. Peningar sem virkja mannauð, auðlindir og innflutt aðföng til framleiðslu og auka þarmeð verðmætasköpun.
2. Peningar sem lífeyrissjóðir taka af atvinnutekjum í mynd iðgjalda sem minnka kaupmátt almennings/hvata til verðmætasköpunar.
3. Peningar í mynd „ávöxtunar“ lífeyrissjóða í gegnum verðtryggð lán á kostnað kaupmáttar almennings/hvata til verðmætasköpunar.
Það má tína fleira til, en kjarni málsins er sá að lífeyrissjóðakerfið hefur verið fjárhagslegur dragbítur á endurreisn íslenzka hagkerfisins eftir hrun.