Fimmtudagur 14.08.2014 - 03:02 - FB ummæli ()

Grettissaga, Njála og Don Quixote

Í kvöld, 13. ágúst, setti Illugi Jökulsson inn eftirfarandi status á Facebook:

Stöku sinnum dettur mér í hug að skrifa ódauðlegar skáldsögur og þó svo verði aldrei neitt meira úr því þá skemmti ég mér stundum við að búa til persónur og sitúasjónir fyrir sögurnar í huganum. Í gær fór ég annars hugar milli neðanjarðarlestarstöðva í London að hugleiða eina slíka persónu sem ætti þá að vera „vondi kallinn“ í einni svona óskrifaðri sögu. Svo renndi lestin inn á Old Street stöðina og ég hugsaði ekki meira um það. Nema hvað í nótt dreymdi mig síðan þennan „vonda kall“ sem sagði mér armæðufullur að hann væri alltof einhliða persóna og vildi fá einhverja góða eiginleika líka. Síðan söng hann fyrir mig barokklegt sönglag með svo ævintýralega fallegri rödd að ég hef aldrei heyrt annað eins, og lagið var líka þannig að Johann Sebastian Bach hefði talið sig góðan að hafa samið það. Þegar ég vaknaði gleymdi ég auðvitað laginu um leið en ég man ennþá sönginn. Það liggur við persónan eigi skilið heila sögu fyrir þessa sjálfsbjargarviðleitni.

Hér eru tvennar umsagnir við status Illuga:

Elísabet Kristín Jökulsdóttir:

Persóna sem hefur samband gegnum drauma er merkileg persóna.

Gunnar Tómasson:

Mér dettur tvennt í hug – söng Þorsteins drómundar í Grettissögu.

Og óútskýrð ummæli höfundar við lok fyrri hluta Don Quixote:
Forse altro canterà con miglior plettro.
Perhaps another will sing with a better voice.

***

Ég byrjaði að skrifa stutt skilaboð til að senda Illuga í gegnum skilaboðakerfi Facebook. En þau urðu efnismeiri en til stóð. Ég kýs því að birta þau hér á bloggsíðu minni og vona að Illugi virði mér það til betri vegar.

Tölugildi orða og setninga hér að neðan eru reiknuð með Táknmálslykli Reykholtsmáldaga, sem breytir bókstöfum í tölugildi samkvæmt aðferð (gematría) sem tíðkaðist hjá fornspekingum við Miðjarðarhaf.

***

Sæll Illugi.

Þetta er áhugaverður draumur sem þig dreymdi – og ég er sammála systur þinni, að persóna sem hefur samband í gegnum drauma er merkileg persóna.

Þorsteinn drómundr, 10826, bróðir Grettis Ásmundarsonar, hefnir hans í Miklagarði (skv. því sem Sturla Þórðarson segir í lokakafla Grettissögu) í gervi stafkarls sem greip um læri Spes, 2703, þegar honum hrasaði fótur er hann var að bera hana yfir á til að sverja kirkjueið um trúfestu við kokkálaðan eiginmann sinn. Í kirkjunni gat hún því svarið að, fyrir utan þennan arma stafkarl (ástmann hennar), hefði einungis sá kokkálaði farið höndum um læri hennar.

Hér er ekki allt sem sýnist: Eitt hold, 1, þeirra Þorsteins drómundar og Spes, sbr. 1 + 10826 + 2703 = 13530, er tölugildi lokasetningar Njálu – Ok lýk ek þar Brennu-Njálssögu, 13530.

Í tölugildi lokasetningarinnar felst táknmál þess sem Prince Hamlet vék að sem „a consummation devoutly to be wish’d” í „To be or not to be” einræðu sinni – fer ekki nánar út í það.

Segjum að slæmi maðurinn í draumi þínum sé Grettir, 4466, þá er hann lofaður í hástert í lokakafla Grettissögu – Grettir inn sterki, 9771, er augljóslega ekki sé slæmi maður sem Grettir reyndist vera í uppvexti. Mér hafði ekki dottið í hug að tengja fagran söng Þorsteins drómundar við ummæli höfundar Don Quixote sem ég tel vera Francis Bacon undir pennanafninu Miguel de Cervantes Saavedra = 11900.

Cervantes er sagður hafa dáið sama dag og Stratfordbúinn, Will Shakspere. Í Brennu-Njálssögu er Njálsbrennu hefnt að fullu þegar Kolr Þorsteinsson, 10900, er afhausaður í táknrænni tilvísun til Kristnitöku, 1000 sbr. 10900 + 1000 = 11900.

Ef tilgáta mín á við rök að styðjast, þá er spurning hvað Francis Bacon kunni að hafa gengið til?

Hugsanlegt svar felst í summu tölugildanna 10826 + 2604 + 100 = 13530, þar sem Spes dettur út úr myndinni með Þorsteini drómundi en í stað kemur PÁFINN, 2604, sem kokkálaður eiginmaður Spes sem segir skilið við hann við Sögulok/Ragnarök, 100.

Að lokum eftirfarandi:

19129 = Forse altro canterà con miglior plettro.                       

22601 = Perhaps another will sing with a better voice.

10826 = Þorsteinn drómundr – goðsagnalegur tákngervingur…

7000 = Microcosmos – … Manns sem Ímynd Guðs

59556

  4466 = Grettir – slæmi kallinn?

9771 = Grettir inn sterki – góði kallinn?

45319 = Tölugildi Tólf Húsa Dýrahrings – sbr. Tólf álna garn Guðrúnar Ósvífrsdóttur

59556

Tólf Hús Dýrahrings, 45319, eru vettvangur Brennu-Njálssögu í Efra, sbr. ályktun Einars Pálssonar að Njáluvangur hafi verið ímynduð vörpun Dýrahrings á Rangárvelli í Neðra. Snorri kann að hafa áréttað þessa túlkun Einars með lokakvæði Háttatals Snorra- Eddu:

5521 = Njóti aldrs

3902 = ok auðsala

7274 = konungr ok jarl,

7826 = þat er kvæðis lok.

4143 = Falli fyrr

3150 = fold í ægi,

6684 = steini studd,

6819 = en stillis lof.

45319

 

Bragarháttur þessa lokakvæðis Háttatals er Galdralag.

***

Reiknivél sem umbreytir stöfum í tölugildi er á netinu:

http://www.light-of-truth.com/ciphersaga.htm

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar