Mánudagur 07.03.2016 - 14:18 - FB ummæli ()

Hvar er stjórnstöðin?

Egill Helgason hefur áhyggjur af stöðu ferðamála og spyr hvar margauglýst Stjórnstöð ferðamála sé.

Mér skilst að hún hafi komið þrisvar saman til fundar. Sá síðasti var fyrir örfáum dögum.

Á meðan stefnir í algjört öngþveiti á ferðamannastöðum Ástandið í fyrra verður eins og fallegur draumur miðað við það sem framundan er. Athafnaleysið í málaflokknum mun að óbreyttu valda óbætanlegu tjóni á náttúru landsins, þar sem átroðningur og skipulagsleysi verður í öndvegi.  Egill talar um  græðgi, peningaplokk, sinnuleysi, fyrirhyggjuleysi og lélega aðstöðu á ferðamannastöðum. Því miður hefur hann rétt fyrir sér. Til viðbótar má nefna skattsvik og skakka samkeppnisstöðu af völdum þeirra.

Það er ekki bara ámælisvert að þessi mikilvægi  málaflokkur skuli ekki hafa verið tekinn fastari tökum – það er hneyksli.

Nú berast fréttir af því að setja eigi nokkur hundruð milljónir króna í að bæta öryggi á ferðamannastöðum. Hlutur sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. Því miður þurfti dauðsföll til.

En á sama tíma hafa engar nýjar tillögur litið dagsins ljós varðandi gjaldtöku á ferðmannastöðum. Þetta er eins og leikhús fáránleikans.

Ég sé ekki hvernig Framsóknarflokkurinn getur setið hjá mikið lengur í þessu máli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur