Föstudagur 07.08.2009 - 14:47 - FB ummæli ()

Lagatæknifræðingar og lærisveinar þeirra

Þetta er titill á pistli þar sem sem Egill Helga birtir bréf frá ónefndum manni. Ég tek ekki undir allt sem í honum stendur, en fannst hann þess virði að fá leyfi til birtingar hér líka. Einkum vegna Nóna Sæs, litla drengsins sem örkumlaðist í bílslysi þar sem litla systir hans lést. Lagatæknilegt réttlæti íslenskra dómstóla hefur dæmt Nóna Sæ til ævilangrar fátæktar á meðan bankaræningjar Íslands baða sig í illa fengnu fé og þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur á meðan þeir tóra. Banamaður systur Nóna Sæs og sá sem örkumlaði hann slapp með ótrúlega vægan dóm miðað við alvarleika brota hans. Löglegt? Eflaust. Óréttlátt og siðlaust? Hvort það er!

Saga Nóna Sæs – Kastljós 19. febrúar 2009

„Annars vegar var að kennslan í Lagadeild HÍ var fyrir neðan allar hellur. Þar voru nokkrir æviráðnir gjörsamlega óhæfir prófessorar sem ýmist kunnu ekkert í lögfræði eða höfðu tileinkað sér það sem ég kýs að kalla tæknilögfræði. Hún gengur út á það að lögfræði hafi ekkert með réttlæti eða sanngirni að gera, heldur sé eingöngu að skilgreina lagatexta tæknilega og þá helst reyna að finna einhverja formgalla á máli. Það eru einmitt fylgismenn þessarar lagatækni sem hefur snjóað inn í Hæstarétt undir dómsmálaráðherraforystu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir vikið er oft nánast útilokað að fá barnaníðinga dæmda og endalaust verið að vísa málum frá eða senda þau aftur í héraðsdóm. Og þess vegna slapp t.d. Jón Ásgeir að mestu í Baugsmálinu.

Fyrir íslenskum dómstólum skiptir réttlæti engu máli. Lögfræðin á  Íslandi hefur umhverfst í einhverja undarlega lagatækni, sem oft virðist á skjön við réttlætistilfinningu þjóðarinnar. Þessu þarf að breyta. Það þarf að endurmanna lagadeildir Háskólanna sem eru fullar af lagatæknifræðingum og lærisveinum þeirra. Því miður eru engar horfur á að slíkar breytingar verði í bráð.

Vogarskálar réttlætis Hins vegar eru Alþingismenn eins og fífl gagnvart dómsvaldinu. Setja því afskaplega undarlegar leikreglur. Sá fáránleiki birtist m.a. í því að lögin (og dómaframkvæmd) eru þannig úr garði gerð að menn sem ganga í skrokk á öðrum með misþyrmingum, fá álíka eða jafnvel miklu vægari dóm heldur en menn sem flytja til landsins fíkniefni. Vissulega eru afleiðingar fíkniefna oft andstyggilegar en lógíkin þarna er vandséð. Sennilega væri miklu nær að þyngja dóma í líkamsárársarmálum o.þ.h., en lögleiða væg fíkniefni; þar með myndi eftirspurn eftir sterkari efnum hrynja og ríkisvaldið hefði góða yfirsýn yfir fíkniefnasöluna rétt einsog áfengissölu. Þess í stað er búið að koma hér á kerfi þar sem fíkniefnasmyglarar fá álíka dóma – eða jafnvel þyngri dóma – heldur en þeir sem nauðga ungum stúlkum eða drengjum og eyðileggja sálarlíf manneskju til allrar framtíðar.

Svo er líka alveg makalaust hvaða fyrirkomulag hefur myndast hér þegar líkamstjón eða miski er metin til fjár. Í huga íslenskra dómara og íslenskra alþingismanna, sem hafa það hlutverk að setja landinu lög og stjórnarskrá, virðist sem mannslífið sé afskaplega lítils virði. Ég bara nenni ekki að fara að ræða þau málefni; þá fer ég að öskra af reiði. Verð þó að nefna hvernig Alþingi, fyrir þrábeiðni tryggingafélaganna, ákvað að dæma öll íslensk börn sem lenda í örkumlun til ævilangrar fátæktar. Þessu voru reyndar gerð athyglisverð skil í Kastljósinu síðasta vetur, þar sem rætt var við föður drengs, sem var farþegi í bil sembrjálæðingur ók á með þeim afleiðingum að drengurinn lamaðist og systir hans lést. Svo sitja þessi aumingjar niðri á þingi, bora í nefið og samþykkja lög sem draga stórkostlega úr þeim bótum sem barnið ella fengi og viðmiðunin er að barnið hefði hvort sem er alltaf bara orðið láglaunaplebbi og eigi alls ekki neitt annað skilið en að veslast upp lamað í fátækt.

Þetta er svo ömurlegt að það nær ekki nokkurri átt. En vart nokkur starfandi lögmaðurvirðist hafa sérstakan áhuga á að þessu verði breytt, né alþingismenn. Þetta,eins og svo margt annað, sýnir hversu íslenska þjóðin er dofin og sljó og hversu alþingismenn Íslendinga eru upp til hópa skyni skroppnir bjánar. Enda situr Árni Johnsen á þingi og fólkið kýs hann. Segir kannski allt sem segja þarf?

Íslenskar lagavenjur eins og þær hafa myndast og þróast fyrir tilverknað lagatæknifræðinga og óhæfra alþingismanna eru svo sannarlega eitthvert sorglegasta fyrirbæri sem hér hefur orðið.“

Flokkar: Eldra

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

  • Einar Guðjónsson

    Held að mál Nóna og systur hans og föður skrifist aðallega á Alþingi en Alþingi er aldrei að vinna fyrir almenning í landinu.Stundum reyna dómstólar að taka á réttarbrotum Alþingis.Alltof of dæmist það á þá að taka á málum sem löggjafinn á að gera.

  • Konráð Ragnarsson

    Bloggaði um þennan viðbjóð tryggingarfélagana í mars í ár( http://leifur.blog.is/blog/leifur/entry/829698.Sammála því að annað hvort hafa alþingismenn hagsmuni af því semja slíkan laga viðbjóð eða eins og þú segir þá eru þeir bjánar!

    Eins og þú segir þá gæti maður brjálast af reiði bara að hugsa um þetta óréttlæti.Ef ég man það rétt þá voru það Sjálfstæðisfólkið Þorsteinn Pálsson og Sólveig fyrrverandi Dómsmálaráðherra sem komu eitthvað nálægt þessari lagasetningu(er einhver undrandi),þið megið leiðrétta mig ef þetta er ekki rétt.

  • Sigurður Þór Guðjónsson

    Ekki finnst mér þessi grein vel rökstudd þó hún sé hneykslunarfull og stóyrt. Hvaða rök eru það að að segja að alþingismenn séu upp yil hópa bjánar og gera lítið úr nafngreindum einstklingi með þeirri hugsun greinilega að allir viti hvílíkt flón hann er. Rök þá fyrir hverju?

  • Lilja Skaftadóttir

    Þetta er sorgarsaga.

    Lög sem segja að hægt sé að draga frá bætur vegna annarra bóta í framtíðinni eru gölluð. Ef eitthvað, þá bendir þetta á öflugan lobbýisma tryggingarfélaganna og hlýðni þeirra sem samþykktu þetta.

  • þarft mál og gott að vekja máls á þessum starfsháttum „svokallaðra“ lögfræðinga sem hér starfa,mætti líka skoða endurskoðendur sem skrifa uppá „viðurkennd reikningsskil“ fjármálastofnana.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur



Eldri færslur

Dagatal

ágúst 2009
S M Þ M F F L
« júl   sep »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031