Laugardagur 24.07.2010 - 08:25 - FB ummæli ()

Björgólfur Thor og Icesave

Þvílíkt rugl. Hann segist vera að borga skuldir sínar en þykist ekki bera neina ábyrgð á Icesave! Hann á milljarða – kannski milljarðatugi – hér og hvar á jarðkringlunni en hefur geð í sér til að horfa upp á niðurskurð í allri þjónustu á Íslandi án þess að blikka augunum. Hann var stærsti hluthafi Landsbankans og umgekkst hann eins og sinn einkasparibauk – en vill ekkert vita af stærstu einkaskuld sögunnar sem velt er yfir á íslenskan almenning – af honum og bankanum hans – með ísköldu blóði. Þvílíkt rugl! Auðvitað ber maðurinn ábyrgð á Icesave, en ekki hver? Og hann á að borga hverja einustu krónu sem hann á inn á þá skuld, ekki láta íslenskan almenning þrífa upp eftir sig skítinn.

Það var sorglegt að sjá þá ágætu konu, Ragnhildi Sverrisdóttur, reyna að verja hann í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verulega sorglegt.

Björgólfur Thor og Icesave – Stöð 2 – 23. júlí 2010

Egill Helga er með þetta hér og svo hér – í rauninni þarf ekki að segja mikið meira en þetta. Málið liggur ljóst fyrir, það er borðliggjandi. Eigum við t.d. að rifja þetta upp? Halda þau Björgólfur Thor og Ragnhildur að við séum búin að gleyma þessu? Ja… ekki er ég búin að gleyma neinu!

Icesave-peningarnir til Björgólfsfeðga? – RÚV 26. júlí 2009

Ég tók sérstaklega eftir þessu:

Jamm… og Björgólfur Thor ber enga ábyrgð á Icesave þótt grunur leiki á að stór hluti upphæðarinnar hafi farið í hans vasa… og þaðan – hvert? Förum lengra aftur í tímann og rifjum upp orð Björgólfs Thors sjálfs.

Björgólfur Thor í Kompási 27. október 2008

Mér finnst nú töluverð viðurkenning á ábyrgð felast í þessari afneitun hér.

Björgólfur Thor um Icesave – Guð blessi Ísland – Heimildamynd Helga Felixsonar

Rifjum svo upp orð hans í heimildamyndinni Maybe I should have

Björgólfur Thor í Maybe I should have

Vefst það fyrir einhverjum öðrum en Björgólfi Thor að hann beri ábyrgð á Icesave og eigi að borga sinn skerf af þeim brúsa? Erum við strax búin að gleyma Skýrslunni? Ég hélt ekki.

Svo minni ég á málefni sem enginn virðist þora að taka á – Rússatengslin. Ég hef skrifað um þau í nokkrum pistlum, m.a. Rússagull, peningaþvætti og hrunið þar sem ég birti tvær upplýsandi greinar eftir Halldór Halldórsson, blaðamann. Síðan kom pistill um bókina Meltdown Iceland í pistlinum Meira um Rússagull og peningaþvætti.  Skömmu síðar birti ég enn einn pistil eftir Halldór í Rússatengsl íslensku auðjöfranna. Og munið þið eftir viðtalinu við Boris Berezovski á Sky sem ég birti í pistlinum Er Rússland glæparíki? Að auki minni ég á greinaflokk dönsku blaðamannanna hjá Ekstrablaðinu frá október og nóvember 2006.

Við vitum ekki hvort þetta er satt – en við vitum heldur ekki hvort þetta er ósatt. Enginn hefur sannað þetta með óyggjandi hætti, en þetta hefur heldur aldrei verið afsannað með neinum hætti. Liggur alltaf í loftinu, rætt manna á meðal, en verður aldrei áþreifanlegt. Hvernig í ósköpunum stendur á að þetta er ekki rannsakað heldur er fyrirtæki Björgólfs Thors veittar ívilnanir og skattafríðindi af íslenskum yfirvöldum. Skrýtið.

Halldór Baldursson er snilld – Fréttablaðið 23. júlí 2010

Björgólfur Thor borgar skuldir - Halldór Baldursson - Fréttablaðið 23. júlí 2010

Björgólfur Thor borgar skuldir - Halldór Baldursson - Fréttablaðið 23. júlí 2010

Flokkar: Bloggar

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

  • Oddur Ómarsson

    Sverrir er svo sammála þér ! .

  • Oddur Ómarsson

    hkþ skammastu þín ! .

  • Oddur Ómarsson

    Enda gerir ekki almenningur og fjölmiðlar ekkert annað nema skíta Bjórgólf Thors,en hvað steinna og jóhönnu ? .

  • Oddur Ómarsson

    fólk ætti nú að gæta tungu sínar ! .

  • Oddur Ómarsson

    Ég veit ekki Betur nema Björgólfur Thors borgi sína reikninga sjálfur,hvenær ætla fólk að hætta að dæma Björgólf thors mindi hann ekki biðja íslendinga um borga icesave ef hann væri sama um ísland, hvað með fjármálaeftirlitið við sitjum á rassgatinu og hendum fólkinu ekki út úr fyrirtækinu,fólk ætti nú bara að hundskammast sín fyrir að dæma frænda minn,enda sagði hann að það mindi aldrei kvarla að honum að ísland mindi taka ábyrgð á icesave,má maður ekki eiga einhvern andskota án þess að fólk fer að dæma fyrir fram,fólk ætti nú bara að flenga steingrím og jóhönnu ! ,Davíð Oddson sagði við borgum ekki skuldir óreiðumanna !.

  • Oddur Ómarsson

    Davíð Oddson væri nú bara mikklu betri en steinni og jóhanna enda Land´raðamenn þegar Davíð var Borgarstjóri þá hlídu menn enda lét hann reisa Perluna sem við íslendingar ættum að vera stoltir af .

  • Oddur Ómarsson

    Stundum er betra hugsa áður en maður talar .

  • Oddur Ómarsson

    Ég get alveg satt ykkur það að við íslendingar erum bara kærlaus þjóð eins og er núna,ég trúi því að Björgólfur sem er nú frændi minn,enda alskildur thorsurnum í mömmuætt, sé saklaus,hvað gerir Steinngrímur og Jóhanna, þau ætlast til þess að við borgum Icesave, en sem betur fer töpuðu þau málinu fyrir kosningum, eins og Björgólfur sagði núna 2011 þrotabú Landsbankann skall borga icesave skuldirnar, steinni og Jóhanna eru Landráðamenn,þótt Sjálfstæðiflokkurinn og framsókn komuðu okkur í þetta,þá væri þeim hollast að neita því að við bærum ríkisábyrgð á Icesave,núna höfum við trúðinn Jón Gnarr og land´raðamenn í ríkisstjórn,hvað gerði thor jensen hann kom landinu á fæturnar, lesið sögu thorsana þá munu þið skilja,Við Íslendingar eru svo skrítnir kenum til dæmis Björgólfi um þetta meðan við sitjum á rassgatinu og látum land´raðamenn stjórna landinu erum við heilbrigð þjóð spyr ég ? .

  • Erlingur Þ.
    Björgólfi Thor er því miður alveg sama.
    Og það er þeim einnig hinum, sem þú nefnir.
    Græðgin gerir menn vit-lausa og sið-spillta.
    En ef þeir komast upp með græðgi sína
    vegna jafn vit-lausra og jafn sið-spilltra vald-herra
    þá heldur hrunadansinn áfram. Ég segi: Nei takk.

  • Erlingur Þ.

    Lára, ég veit að þetta er rétt hjá þér með lán til félaga og eru til sérstakrar skoðunar hjá settum rannsóknaraðilum.

    Hins vegar er ólíðandi að afskrifa skuldir fólks í persónulegum ábyrgðum t.d. Ólafur Ólafsson upp á 88 milljarða króna, Magnús Kristinsson 50 milljarða, auk allra aðilanna innan bankana, sem virðast hafa tengingar ennþá inn í bankana. Hversu skilvirkar eru skilanefndirnar, hversu siðleg vinnubrögð?

    Til að byrja með er rétt að þessir aðilar gangi frá persónulegum skuldum sínum, en séu ekki að lifa lúxuslífi á þýfi á meðan þjóðinni blæðir, það er algjörlega siðlaust. Með þessum samningi, er Björgúlfur að segja að hann er ekki siðlaus, honum er ekki sama.

    Það þarf að ná sátt milli þessara aðila og þjóðarinnar.

  • Erlingur… gallinn er sá, eins og þú manst kannski, að einungis örlítið brot af skuldum þessara manna var með persónulegum ábyrgðum. Langstærsti hlutinn var í skúffufélögum – eignarhaldsfélögum þar sem enginn var ábyrgur fyrir einu eða neinu. Þess vegna spyr ég Ragnhildi hve stór hluti af skuldunum sem þeir feðgar stofnuðu til hafi verið með persónulegum ábyrgðum og hve miklar skuldir í félögum þeirra með ónýtum eða engum veðum.

    Það þarf ekkert að skerða frelsi einstaklingsins til athafna þótt við gætum þess að grunnstoðir og innviðir samfélagsins séu ekki einka(vina)væddir. Við eigum að halda þeim í samfélagslegri eigu, aðeins þannig helst sæmilegur jöfnuður gagnvart grunnþörfum okkar.

  • Erlingur Þ.

    Magnús Kristinsson, Pálmi Haraldsson, Wernersbræður ofl mættu taka framtak Björgúlfs til fyrirmyndar.

    Nú auðvitað er verið að rannsaka lögmæti lánveitinga til félaga einnig.

    Hins vegar tel ég að Íslendingar eigi ekkert að borga í Icesave. Ofbeldið gagnvart Íslandi er óþolandi.

    Að lokum tel ég að fv. stjórnendur samfélagsins ættu að sýna lit í að greiða til þjóðarinnar. Til dæmis er óþolandi ruglið í Davíð Oddsyni, og hann á að fara á strípuð laun. Hann og Hannes Hólmsteinn eru arkitektar að þessu rugli öllu saman. Með ofbeldi og hótunum hafa þeir náð sínu framgengt. Það er með öllu ólíðandi að þeir haldi áfram að rugla í þjóðinni með áróðursgreinum og sjálfsupphafningu og lygi gagnvart þjóðinni, sérstaklega um eigin verk. Þessir aðilar kunna greinilega ekkert að skammast sín.

    Hins vegar þurfum við að koma hjólum atvinnulífsins af stað, getur núverandi ríkisstjórn það? Mér er það til efs.

    Frelsi einstaklingsins til athafna og aðgengi er lykilatriði til að koma öllu af stað hér og traust manna á meðal. Það byggist á því m.a. að þeir sem hafa brotið hafa af sér gagnvart þjóðinni og það liggur nokkurn vegin fyrir, þeir þurfa að biðjast afsökunar og sýna í verki að þeir hafi vilja til að bæta sitt ráð.

    Að lokum tel ég að velja ætti 100 aðila með slembiúrtaki og velja 51 af þeim inn á þing. Hinir eru til vara, eða gefa ekki kost á sér þá tekur næsti aðili við. Leggjum niður flokkakerfið og þeir sem hafa verið inni á þingi hafa þar ekkert erindi, nema þá í ráðgjafatilgangi. Það þarf nýtt fólk inn á þing þar sem farið er að lögum landsins, t.d. varðandi skoðanafrelsi. Kommúnisminn er dauður og því eru VG á rangri braut, við höfum heldur ekkert í Evrópusambandið að gera að mínu mati.

  • Erlingur Þ.

    Lára þú hefur auðvitað talsvert til þíns máls, og hvernig efnaðist Björgúlfur sennilega er það með vafasömum hætti. Hins vegar hefur hann gert gangskör í því að greiða sínar skuldir sem hann er í persónulegum ábyrgðum fyrir. Ef aðrir skuldarar t.d. Ólafur Ólafsson, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, KB bankamenn LÍ menn og Glitnirs menn greiði þær skuldir sem þeir eru í persónulegum ábyrgðum fyrir þá koma inn verulegar upphæðir.

    Fallið er þá lán til fyrirtækja sem hafa tapað miklum hluta af sínum eigum.

    Það þarf að koma sátt í þetta mál milli þjóðar og þeirra sem tóku þátt í þessu máli.

  • Jón Jón Jónsson

    Og Ragnhildur, með hryggð segi ég þér, að ég er að ræða um venjulegar … sómakærar … íslenskar fjölskyldur, sem eiga um sárt að binda vegna þinna -Ragnhildur- „fínu pappíra“: Bjögganna.

  • Jón Jón Jónsson

    Ragnhildi til upplýsingar þá hefur hrunið … af völdum þinna „fínu pappíra“ leitt af sér sjálfsmorð fleiri en eins og fleiri en tveggja.

    Eigðu það við samvisku þína, hvort þú vilt binda trúss þitt við slíka örlagavalda: Bjöggana.

  • Jón Jón Jónsson

    Eða er enn eitt fjölskyldu-absúrd-dramað í uppsiglingu … líkt og hjá Baugs-pakkinu?
    Eða er þetta allt bara sjóv … og ðe sjóv möst gó on … monní, monní meiks … spuna?

  • Jón Jón Jónsson

    Tengsl Ragnhildar Sverrisdóttur við gamla Landsbanka Íslands eru genetísk. Og um það hef ég ekkert neikvætt … í sjálfu sér … að segja.

    Hins vegar finnst mér líkt og Láru Hönnu sorglegt að sjá Ragnhildi gerast talskonu Bjögganna, sem skulda einir … og engir aðrir … Icesave.

    Því spyr ég Ragnhildi, líkt og faðir hennar gerir: „Vituð ér enn?“ þegar hann varaði og varar enn við skefjaleysi einka-vina-væðingar og ný-frjálshyggju DO.

    Nú fetar dóttirin í fótspor DO-liða og viðurstyggðin er okkur flestum orðin kristaltær og augljós. Dóttirin er í þeim drullu-pytti, sem faðirinn varaði við og varar enn við.

    „Vituð ér enn?“ Ragnhildur.

  • Hvers vegna eru fjölmiðlar að birta ljósrit frá blaðurfulltrúa glæpamanns ?

    Geta allir glæpamenn vænst þessa sama af fjölmiðlum ?

  • Ég beini þeim tilmælum til athugasemdaskrifara að sýna kurteisi. Og í öllum bænum ekki láta mál Björgólfs Thors snúast um Ragnhildi. Hún er eðalkona og eldklár og henni er fullkomlega treystandi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um hvar hún vill vinna. Hlýhugur minn til hennar er einlægur. Hún er að vinna sitt starf og okkur ber að virða það og taka orðum hennar sem slíkum – hvað sem okkur finnst um starf hennar.

    Þetta er löng varnarræða en góð eins og við er að búast af þér, Ragnhildur. Ég var fyrst og fremst að lýsa þeirri skoðun minni að Björgólfur Thor beri fulla ábyrgð á Icesave. Þú veist jafnvel og við hin að aldrei hefði verið farið út í það brjálæði nema með vitneskju og samþykki stærsta hluthafans. Björgólfur Thor, sem stærsti einstaki eigandi bankans, hlýtur undir öllum kringumstæðum að bera ábyrgð á því. Ekki síst í ljósi þess að fyrst Icesave í Bretlandi og síðan Icesave í Hollandi var eins konar örþrifaráð því lokað hafði verið á millibankalán og lausafjárskortur var í bankanum. Icesave í Hollandi er opnað í maí 2008 þegar allir stjórnendur bankanna vissu mætavel að allt var á leið til andskotans.

    Þótt ekki setji ég algjört samasemmerki milli feðganna er ljóst að þeir unnu mjög náið saman þótt hvor hafi átt sín gæluverkefni sem þeir mokuðu peningum í úr Landsbankanum. Þú talar bara um að BT ætli að borga þær skuldir sem hann eða feðgarnir voru í persónulegum ábyrgðum fyrir. Hvað með skuldirnar sem þeir stofnuðu til en voru ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir og lenda í kjöltu íslenskra skattborgara? Hve miklar eru þær – fyrir utan Icesave?

    Þú segist ekki skilja hvernig afneitun getur verið viðurkenning á ábyrgð. Ég skal játa að í þessari stuttu klippu vantar samhengið. Ef þú sást mynd Helga, Guð blessi Ísland, og samhengi þess sem BT sagði þar veistu hvað ég meina.

    Eitthvað ertu feimin við að ræða Rússatengslin og kallar þau „sögusagnir um glæpsamlegt athæfi“. Orð mín sem þú vitnar í eru mjög skýr og koma frasanum „Let the bastards deny it“ ekkert við. Sitthvað er vitað um þessi tengsl en enn fleira er sveipað hulu. Ég vitna í eldri pistla, greinar úr bæði íslenskum og erlendum blöðum og upplýsingar sem segja ansi margt. Margoft hefur verið minnst á þessi tengsl á ýmsum vettvangi og fólk hefur furðað sig á að enginn hafi tekið að sér að annað hvort sanna þau eða afsanna. Þangað til það verður gert krauma þau undir, eru í bakgrunninum, geymast en gleymast ekki. Verða ævarandi blettur á mannorði feðganna. Ef þig vantar upplýsingar skaltu leita til Halldórs Halldórssonar.

    Þú getur ekki ætlast til þess, Ragnhildur, að almenningur á Íslandi gleypi hrátt það sem útrásarvíkingurinn Björgólfur Thor eða talsmenn hans segjast ætla að gera eða hafa gert. Þessir menn – ásamt fleirum – lögðu efnahag og orðstír landsins í rúst, en þetta þarf ég ekkert að segja þér. Þú veist þetta. Eftir því hefur verið tekið að ekkert hefur komið frá Landsbankanum til rannsóknaraðila þótt við vitum öll að full ástæða er til. Þetta vekur grunsemdir og tortryggni. Lái okkur hver sem vill.

    Þú nefnir að Novator fái ekki ívilnanir af hálfu ríkisins vegna gagnaversins. Sýndu mér útreikninga á því hvernig hægt er að ívilna hluta af eigendum fyrirtækisinins Verne Holding en ekki öðrum. Hvernig gerist það? Sannaðu líka fyrir mér að aðrir skráðir eigendur séu ekki leppar BT eða Novators og þiggi ívilnanirnar fyrir hans hönd á bak við tjöldin. Segðu mér líka af hverju Verne Holding ætti að fá ívilnanir fyrir sitt gagnaver en annað slíkt sem fyrirhugað er í Hafnarfirði ekki.

    Ég vísaði í pistlinum í tvær bloggfærslur Egils Helgasonar og geri það hér aftur: http://silfuregils.eyjan.is/2010/07/22/fra-glaepahofudborginni-i-landsbankann/
    http://silfuregils.eyjan.is/2010/07/23/somakennd-utrasarvikings/

    Í athugasemdum við sérstaklega seinni færsluna kemur ýmislegt fram sem vert er að taka vel eftir og ég ætla ekkert að endurtaka það hér. Hvet bara fólk til að lesa t.d. tilvísanir Egils í Skýrsluna.

    Á meðan hinir svokölluðu útrásarvíkingar, sem Björgólfur Thor telst óneitanlega til, baða sig enn í sínum misvel fengna auði á meðan almenningur á Íslandi þarf að þola afleiðingar gjörða þeirra s.s. niðurskurð á allri grunnþjónustu, hærri skatta, fáránlega hátt vöruverð og ótalmargt annað verður aldrei sátt um þátttöku þeirra í íslensku samfélagi eða atvinnulífi. Skýrslan er mjög afdráttarlaus um gjörðir þeirra og misgjörðir.

    Ef réttlætið nær ekki fram að ganga viðhelst fordæmingin – þannig er það bara.

  • Anna Kristín Pétursdóttir, áður Móvinda

    Hárrétt hjá þér Gunnar og mig hryllir við að ég hugsa til þess hvað stjórnmálamennirnir eru staurblindir og heyrnarlausir í þessu máli.

  • Gunnar Tómasson

    Ég fór í saumana á Icesave-málinu að því er varðar Bretland fyrir ári síðan. Tíu eða svo samantektir um niðurstöður mínar eru aðgengilegar á vefsíðu Jóhannesar Björns http://www.vald.org.

    Það er óumdeilt að Alistair Darling og Gordon Brown gripu til þess ráðs að TRYGGJA allar Icesave-innstæður í Bretlandi 8. október 2008 þar sem þeir töldu að brezka fjármálakerfið væri í alvarlegri fallhættu vegna aðsteðjandi uppnáms í alþjóðafjármálakerfinu.

    Brezkum stjórnvöldum er í sjálfsvald sett að gera hverjar þær ráðstafanir sem þau telja vera nauðsynleg til að verja þjóðarhagsmuni Bretlands en þau hafa engan rétt til að krefja íslenzk stjórnvöld um endurgreiðslu á kostnaði vegna slíkra ráðstafana.

    Aðferðir brezkra stjórnvalda studdust ekki við ákvæði evrópskra tilskipana og reglugerða um meðferð mála eins og Icesave-málið enda hafa brezk stjórnvöld ALDREI haldið því fram.

    Bretar, ESB, og AGS hafa knúið á um greiðslu Íslands á kostnaði brezkra stjórnvalda vegna einhliða ákvörðunar þeirra að TRYGGJA Icesave innstæður líkt og íslenzk stjórnvöld ákváðu að tryggja ínnstæður í íslenzkum bönkum umfram þá upphæð sem reglugerðir kváðu á um.

    Eigendur Icesave innstæðna í Bretlandi hafa fengið þær útgreiddar.

    Ef brezk stjórnvöld telja sig hafa lagalegan rétt til að krefja íslenzk stjórnvöld um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði þeirra vegna Icesave þá mun Alþjóðadómstóllinn í Hag væntanlega vera tilbúinn að fjalla um þá kröfu samkvæmt alþjóðalögum og reglum.

  • Ég vona svo sannarlega að Ragnhildur Sverrisdóttir fái vel greitt fyrir talskonustarfið, því að fjöldinn allur af fólki sem þekkti hana og bar virðingu fyrir henni, hefur misst allt álit á henni. Ég er ein þeirra.

  • Þessi maður er viðurstyggð, eins og fleiri sem ábyrgð bera og stálu hér
    öllu steini léttara fyrir framan nefið á okkur, og með aðstoð stjórnvalda,
    síðan njóta þeir aðstoð þeirra einnig í vörn sinni fyrir „sakleysi“ sínu.
    ..og sjá Ragnhildi Sverris hér um alla vefi að verja skítseyðið……oj bjakk.
    Peningar tala já..það er staðreynd…
    Ragnhildur: sama hvað þú kemur oft fram með smjörklípu kjaftæði að hætti sumra,
    þá er vinnuveitandi þinn, ásamt nokkrum öðrum glæpajúðum mest hötuðustu menn
    Íslandssögunar og munu fara þannig, þú breytir því ekki.

  • Björgólfur mu aldrei ná sátt við þjóðina fyrr en hann BORGAR ICESAVE.

    ÉG Á EKKI AÐ BORGA ICESAVE FREKAR EN BÖRNIN MÍN OG BARNABÖRN. VIÐ KOMUM EKKI NÆLÆGT ICESAVE REIKNIGUM LANDSBANKANS – BANKA BJÖRGÓLFS…

  • Erlingur Þ.

    Sammála þér Ragnhildur!

  • Ragnhildur Sverris

    Sæl Lára Hanna.

    Ég vil nú byrja á að upplýsa þig um að það er algjörlega ástæðulaust að leggja í sorg og sút vegna örlaga minna, en ég þakka þann hlýhug sem í orðum þínum felst.

    Þú birtir hér fréttir og viðtöl fyrri tíma, sem er ágætt. Í frétt frá síðasta sumri um lántökur Björgólfs Thors og félaga sem tengjast honum vantar auðvitað það aðalatriði sem nú er staðfest: Hann hefur gert þessi lán upp, án afskrifta. Þar inni eru ekki eingöngu viðskiptaskuldbindingar hans og félaga hans við Landsbankann, heldur einnig þau lán þar sem hann var í persónulegum ábyrgðum bæði fyrir Samson og föður sinn, samtals 51 milljarður króna.
    Samson greiddi 139 milljarða fyrir Landsbankann. Þrátt fyrir arðgreiðslur, sem er nú sérkennilegt að rekja beint til Icewsave, varð því gríðarlegt tap á fjárfestingunni við falls bankans.

    Fréttin er barn síns tíma. Til dæmis er nú komið á daginn að fullyrðingar í henni um að ljóst sé að tap bankans vegna láns til Actavis sé mikið stenst alls ekki. Það hefur verið gert upp.

    Ásakanir um lögbrot eru auðvitað grafalvarlegar. Það er rétt að taka það fram, þótt það ætti að vera óþarfi, að í þessu skuldauppgjöri hans felst að sjálfsögðu engin sakaruppgjöf. Ef einhver ástæða til málshöfðunar gegn Björgólfi Thor kemur upp við rannsókn þá munu slík mál auðvitað fara sína leið í dómskerfinu. Ég bendi hins vegar á það sem komið hefur fram í fréttum – og þú gætir kannski vísað á næst þegar þú grefur upp fréttir um Björgólf Thor – að við skoðun Deloitte í London á innviðum Landsbankans og PriceWaterhouseCoopers á innviðum Straums-Burðaráss, þar sem Björgólfur var ekki eingöngu fjárfestir heldur stjórnandi, hefur ekkert fundist sem gefið hefur tilefni til málshöfðunar eða riftunar samninga.

    Með neyðarlögum var bankinn tekinn af eigendum og þar með ábyrgð á uppgjöri bankans. Nú hefur ítrekað komið fram, að eignir Landsbankans fara langleiðina með að greiða Icesave. Stjórnvöld hefðu átt að leggja ofurkapp á að semja á sömu forsendum og Björgólfur Thor hefur sjálfur samið um sínar skuldbindingar, þ.e. leggja fram ítarlegt yfirlit yfir þessar eignir og semja um skuldina. Vissulega hafa stjórnvöld verið upptekin við að reisa „skjaldborgina“ en miðað við árangurinn þar hafa vart allir vinnandi menn á vegum stjórnvalda verið uppteknir við þá smíði.

    Í einni fréttinni sem þú vísar til er haft eftir fyrrverandi viðskiptaráðherra að sú siðferðileg skylda og samfélagslega ábyrgð hvíli á Björgólfi Thor að koma heim með fé . Það hefur hann raunar alltaf gert; hann flutti fé til landsins frá arðbærum fjárfestingum erlendis í sama mæli og aðrir töldu sér sæma að flytja fé úr landi. Núna hefur hann gert upp mikil lán sín, m.a. hjá Landsbankanum, og þegar fengið mjög öfluga erlenda fjárfesta til að leggja tugi milljarða til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Uppgjör hans byggist á þeirri staðreynd að hann átti raunverulegar eignir. Hans viðskipti byggðust ekki á málamyndagerningum, þar sem hann seldi vinum sínum æ ofan í æ og keypti aftur sömu eignirnar.

    Það er ágætt að þú birtir Kompásviðtalið hér, þar kemur skýrt fram hversu lítil áhrif stór hluthafi í banka hefur á daglegan rekstur hans. Hluthafar hætta hlutafé sínu og missa það ef fyrirtækið fellur.

    Eitt verð ég að viðurkenna að ég skil alls ekki. Þú segir að þér finnist töluverð viðurkenning á ábyrgð felast í afneitun!? Er ekki allt komiðá hvolf?

    Þú nefnir sögusagnir um glæpsamlegt athæfi og telur þér sæmandi að lýsa þessu yfir: „ Við vitum ekki hvort þetta er satt – en við vitum heldur ekki hvort þetta er ósatt. Enginn hefur sannað þetta með óyggjandi hætti, en þetta hefur heldur aldrei verið afsannað með neinum hætti.“ Sem sagt: Let the bastards deny it! Þeir sem kalla eftir að reglur réttarríkisins gildi og nái til allra geta vart byggt málflutning sinn á sögusögnum.

    Loks vísar þú til þess að fyrirtæki Björgólfs Thors séu veittar ívilnanir og skattafríðindi af íslenskum yfirvöldum, þ.e. vegna gagnavers á Suðurnesjum. Þér er þó áreiðanlega fullkunnugt um að Björgólfur Thor ákvað að afsala sér þeim ríkisstyrk sem felst í lögfestingu fjárfestingarsamning um gagnaverið Verne Global, að því er snertir fjárfestingarfélag hans. Novator fær því enga fyrirgreiðslu af hálfu ríkisins.

    Eftir hrunið, þegar Björgólfur Thor marglýsti því yfir að hann myndi gera upp við lánardrottna sína, var því vægast sagt tekið með fyrirvara. Afsökunarbeiðni hans til þjóðarinnar þótti heldur ekki marktæk og margir vísuðu til þess að hann yrði fyrst að borga, áður en honum yrði trúað. Núna hefur hann gengið frá samningum um fullt uppgjör sinna skulda, án nokkurra afskrifta.

  • Anna Þorsteinsd

    á meðan hann lifir enn hinu góða lífi þá er fólk þarna úti sem besrt við kerfið eftir að hafa misst vinnuna í kjölfar hruns sbr : http://farfuglinn.blogspot.com/2010/07/atvinnulausa-konan-og-kerfi.html

  • Erlingur Þ.

    Björgúlfur sýnir ljóslega lit til að greiða til baka. Það er nokkuð sem t.d. Jón Ásgeir og fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar. Framkoma Jóns Ásgeirs gagnvart starfsmanni skilanefndar er með þeim hætti að hann hefur endanlega skotið sjálfan sig í kaf. Nú allir hinir, sem hafa tekið fjármuni ófrjálsri hendi, ættu að sjá sóma sinn í að skila ránsfengnum sem fyrst og biðjast afsökunar á sinni hegaðan.

    Björgúlfur Thor hefði ekkert þurft að gangast í þetta uppgjör með þessum hætti.

    Oft er ég þér sammála Lára, og vissulega er það rétt að Björgúlfur fékk arðgreiðslur. Hins vegar reiknaði hann ekki með því frekar en aðrir að Alþjóðakreppan myndi verða þetta kröpp.

    Of langur listi aðila, sem vita sjálfir mætavel að þeir hafa brotið af sér ættu að skila fé inn á reikning Ríkisins, því að það þarf fyrst að losa þjóðina undan greiðslum af Icesave. Þjóðin hefur ekkert með málið að gera enda voru bankarnir í einkaeigu.

    Framkoma stjórnmálamanna, sérstaklega þeirra sem stóðu fyrir því að gefa Landsbanka Íslands og Búnaðarbankann, virðast ekki hafa vit á því að þegja, heldur sitja á sínum afturenda við greinarskrif. Siðblindan er algjör.

    Íslenska þjóðin sér þessa hluti miklu betur í réttu ljósi en stjórnmálamenn, sem eru að skýra sjáfir út eigin afglöp, en reyna að kenna öðrum um.

    Það var á sínum tíma farið mjög illa með forföður Björgúlfs: Thors Jensen, sem lenti í ofbeldi sérstaklega af hálfu Samvinnuhreyfingarinnar, sem kunnugt er.

  • „Kannski vill hann styðja við íslenskt atvinnulíf með því að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum, þ.e. ef hann fær ekki tóm ámæli fyrir.“

    Nei veistu ég held að Ísland sé búið að fá nóg af fjárfestingum Björgólfs, í bili allavega.
    Fjárfestingar hans hafa kostað þjóðina stjarnfræðilegar upphæðir sem og hálfgerða milliríkjadeilu sem ekki sér fyrir endan á.

    Held líka að réttast sé að maðurinn borgi fyrir síðustu fjárfestingu áður en lengra er haldið, en hann skuldar enn Aríon banka (þáverandi Búnaðarbanka frekar en kaupþing) fyrir Landsbankann og faðir hans gerir það líka.

    Held að ódýrast væri fyrir Ísland að Björgólfur komi ekki að frekar fjárfestingum hér á landi, en ég efast um að við verðum svo heppin. Allavega meðan núverandi stjórnvöld vinna baki brotnu við gagnaver og annað rugl.

  • Ingólfur Arnarson

    Björgólfur Thor var hluthafi í Landsbankanum. Þegar hlutafélag verður gjaldþrota hafa kröfuhafar forgangsrétt fram yfir hluthafa og því tapa hluthafar yfirleitt allri sinni fjárfestingu í fyrirtækinu. Ef það verður einhver afgangur í þrotabúi Landsbankans þegar búið er að borga Icesave gæti Björgólfur fræðilega fengið eitthvað greitt líka, rétt eins og aðrir hluthafar. Mér þykir þó líklegt að hann tapi allri sinni fjárfestingu. Í því felst ábyrgð hans sem hluthafa. Icesave hefur því forgang fram yfir Björgólf samkæmt laganna bókstaf. Svona eru lög og reglur og fyrir því eru vissar ástæður sem menn geta kynnt sér. Hvort Björgólfur vilji svo gefa eitthvað af sínum peningum þegar hann hefur gert upp við kröfuhafa sína, verði einhver afgangur, er eiginlega hans mál. Kannski vill hann styðja við íslenskt atvinnulíf með því að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum, þ.e. ef hann fær ekki tóm ámæli fyrir.

  • Íslenskur skattborgari

    Vá, er virkilega svona geggjað og bilað fólk til hér á landi eins og þessi Sverrir.

    Taka heiðarlegt fólk af lífi ? já hann hefur gert eitt og annað við’ þetta samfélag okkar. Banki sem var að stóru leyti í hans eigu stofnaði til Icesave reikninganna í Hollandi og Bretlandi sem skilaði stórum fjárhæðum í fjárhirslur Landsbankans og þá var byrjað á að lána gífurlegar fjárhæðir til sjálfs síns og tengdra félaga.
    Hvar eru þeir peningar ? þeir eru allavega ekki í nýbyggingum Háskólans.

    Hvað með milljarða arðinn sem hann tók úr Landsbankanum sem hann var ekki einusinni búinn að borga fyrir ?

    Í nýbyggingum háskólans ?

    Veistu… ég held ekki.

    Að þú hafir komist í gegnum ruslpóstvörnina (Kæfuvörnina) finnst mér ótrúlegt.

  • Björgólfur Thor kom ekkert nærri rekstri Landsbankans. Þessi grein konunnar er ekkert annað en svívirðingar á svívirðingar ofan. Henni væri hollt að kynna sér lög og rétt í stað þess að taka heiðarlegt fólk af lífi, fólk sem hefur gert miklu meira fyrir þetta samfélag heldur en nokkurn tíman hún. Eru menn kannski búnir að gleyma því að nýbyggingar Háskólans voru reistar fyrir gjafafé frá Björgólfi Thor?

  • mann setti hljóðan á að hlusta á þessa konu,Ragnhildi Sverrisdóttur,lýsa því að maður sem borgaði sér milljarða útúr banka sem hann keypti ( við verðum víst að nota það orð,þótt eitthvað sé á reiki um að greitt hafi verið fyrir gjörninginn) komi ábyrgðir og skuldir sama banka ekkert við,var hann þá að taka sér arð útúr einhverju sem hann átti ekki,eða eru ábyrgðir bara flott nafn til að geta stolið sér fé fyrirtækis meðan allt virðist ganga vel,samanber aðra stjórnendur og stjórnmálamenn sem´meðan vel gekk þurftu stóra bónusa ofaná mikil laun „vegna mikilla ábyrgða“ ?

  • Anna Kristín Pétursdóttir, áður Móvinda

    Hvernig stendur á því að hér á Íslandi eru aðaleigendur gjörsamlega friðhelgir og ekki látnir bera ábyrgð á neinu – en erlendis eru þeir hreint og klárt fangelsaðir – Madoff er gott dæmi..

    Hvað er svona frábrugðið í réttarfarinu hér heima?

  • Björgólfur Thor er skúrkur af guðs náð. Hann kann að spila á fjölmiðla og aðra einfeldninga. Það fjölmiðlafár sem hann ýtti af stað er varðar uppgjör hans persónulegu skulda er gott dæmi um klæki og fláræði þessa manns. Kannski set ég í blöðin auglýsingu um það að ég ætli að greiða „allar“ mínar skuldir svo þær falli ekki á samborgara mína. Ég ætla þó að taka fram að ég ætla ekki að greiða þegjandi og hljóðalaust það samfélagstjón sem Bjöggarnir og þeirra pótentátar ullu samfélaginu og hlupu frá. Það er nokkuð meira en þessir lýðskrumarar ætla sér að gera.

  • Gunnhildur

    Bestu þakkir fyrir þessa samantekt! Hvernig fær hann fólk eiginlega til þess að tala máli sínu í fjölmiðlum, er fólk enn til í að gera hvað sem er fyrir peninga??

  • Íslenskur skattborgari

    Margreir:

    Icesave var reikningur innan einkafyrirtækissins Landsbankinn. Björgólfur og hans hópur áttu stærsta hlutinn í bankanum. Þeir fengu milljarða í arð frá þessu einkafyrirtæki.
    Þeir lánuðu gífurlegar fjárhæðir m.a af Icesave peningunum til tengdra félaga.

    Þessir menn notuðu þessa banka sem eigin sparibauka þar sem þeir hreinsuðu þá að innan með miskunarlausum lántökum og arðgreiðslum sem og ofurlaunum.

    Og þú kemur hérna bölvaður kjáninn þinn og spyrð hvort hann hafi ekki átt að fá arð af fjárfestingu sinni? Fjárfestingunni sem hann fékk LÁN FYRIR.
    Maðurinn var ekki einusinni búinn að borga þessa FJÁRFESTINGU „SÍNA“.

    Að svona fólk eins og þú vaðir uppi með svona málflutning er þér til skammar !

  • Margeir G

    Ég hreinlega skil ekki afhverju þú telur að ekki eigi að fara bara eftir þeim lögum sem eru í gildi – BTB bara fór eftir þeim eins og hver annar alþjóðlegur fjárfestir og sorry – já stjórnvöld og við almenningur vorum ekki á vaktinni – eða rettara sagt stjórnmálamenn sem við kusum stóðu sig ekki á vaktinni. Þeir leyfðu þeim að taka gríðarlega áhættu á okkar kostnað og það hefði aldrei átt að gerast – ekki frekar en að þú skrifar helst ekki undir óútfylltan tekka fyrir einhverja sem þu þekkir ekki neitt. Það var það sem stjórnmálamenn leyfðu fyrir hönd ökkar almennings. Ekki mikið flóknara en það – hvort að hann hafi fengið einhvern arð út úr Landsbankanum kemur málinu bara ekkert við og tala um það er eins og að opinbera bara fávisku sína á þessu umhverfi. Hvað átti hann sem fjárfestir í bankanum ekki að fá arð af fjárfestingu sinni? Kemur icesave ekki rassgat við.

  • Árni Sveinsso

    Bjöggarnis stálu þessari brugg verksmiðju í st. Pétursborg. Það er enginn þjóðsaga eins og margir vilja halda. Þetta er skjalfest fyrir íslenskum dómstólum vegna þess máls sem fór af stað í kjölfarið. Það er ekkert mál að hafa uppá þessum plöggum, en hver hefur nennuna?
    Topp menn þessir feðgar.

  • HEYR HEYR

  • Ein rússatengsl til viðbótar (veit þó ekki hvort Björgólfur kemur þar, beint eða óbeint, við sögu.)

    Olíuhreinsistöð á Vestfjöðrum (megi það aldrei gjörast) er með rússneska bakhjarla bak við sig…..

  • Hann fer sitt enda að myndast í kringum hann svipuð náhirð og við DO nema þessi er meira kennd við ákveðinn hóp innan Samfylkingar. Nýlegar fréttir um mögulegar afskriftir Deutsche Bank vegna Actavis er einnig athyglisverðar í ljósi umræðna um að ekkert verði afskrifað. Hlutasannleikurinn hér alsráðandi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur



Eldri færslur

Dagatal

júlí 2010
S M Þ M F F L
« jún   ágú »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031