Mánudagur 30.01.2012 - 18:42 - FB ummæli ()

Hvítflibbavafningar refsilausrar elítu

Það fór varla fram hjá neinum um helgina að Hallgrímur Helgason, rithöfundur, skrifaði grein í helgarblað DV. Vitnað var í greinina og um hana fjallað á netinu, þó ekki í stærstu miðlunum sem þögðu þunnu hljóði. Enda hefur DV verið eini miðillinn sem hefur fjallað ítarlega um Vafning Bjarna Benediktssonar. Í dag er svo viðtal við Hallgrím í Smugunni. En lítum á grein Hallgríms sem birtist á dv.is í dag sem blogg. Um allar greinar á síðunni gildir hið fornkveðna: Smellið í læsilega stærð.

Með Vafning um háls til varnar Geir - Hallgrímur Helgason - DV 27. janúar 2012

Með Vafning um háls til varnar Geir - Hallgrímur Helgason - DV 27. janúar 2012

Um helgina birtist líka opið bréf til Bjarna Benediktssonar frá Birni Ólafi Hallgrímssyni, hæstarréttarlögmanni.

Opið bréf til alþingismannsins Bjarna Benediktssonar - Björn Ólafur Hallgrímsson - Morgunblaðið 28. janúar 2012

Opið bréf til alþingismannsins Bjarna Benediktssonar - Björn Ólafur Hallgrímsson - Morgunblaðið 28. janúar 2012

Hér minnist Björn Ólafur á frægan fund í Seðlabanka Íslands þann 7. febrúar 2008. Þá var Davíð nýkominn af fundi með erlendum bönkum og matsfyrirtækjum og kveðst Davíð hafa varað fundarmenn við á þessum fundi. Hér er t.d. sagt frá þessu máli. Engu að síður segir seðlabankastjóri þetta í viðtali við Channel 4 mánuði seinna. Lengri útgáfa hér. Seðlabankastjóri er þarna æði kokhraustur – enda var Landsbankanum heimilað að opna Icesave í Hollandi tveimur mánuðum eftir viðtalið.

Fundurinn í Seðlabankanum virðist ekki hafa farið mjög hátt þegar hann var haldinn en Markaðurinn á Stöð 2 fjallaði um annan fund sem haldinn var nokkrum dögum seinna – og sama dag var skipt um stjórn í Glitni.

Markaðurinn á Stöð 2 – 14. febrúar 2008

Þetta myndband leiðir svo hugann að orðum þáverandi forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, eftir að Skýrslan kom út um að bönkunum hefði ekki verið hægt að bjarga eftir 2006. Sem aftur leiðir hugann að fréttaumfjöllun um efnahagsmál fyrstu þrjá mánuði ársins 2008. En þetta var útúrdúr þótt nátengt sé.

Bjarni Benediktsson hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins síðan 2003, skömmu eftir að bankarnir voru afhentir vildarvinum flokkanna tveggja, Sjálfstæðis og Framsóknar. Á vefsíðu Alþingis má sjá ferilskrá hans, en æði margt vantar þar inn í sbr. stjórnarformennsku í N1 og móðurfélaginu BNT fyrir hrun. Hagsmunaskráning Bjarna er ennfremur ansi eyðileg. Bjarni var kjörinn formaður flokksins þegar Geir H. Haarde hætti þann 29. mars 2009.

Bjarni kaus að svara Hallgrími og Birni Ólafi í einni og sömu greininni í Morgunblaðinu í dag. Auðvitað finnst Bjarna þeir voðalega vondir við hann, talar um dylgjur og vitnar í fræga ræðu biskups, í hverri biskup fordæmdi þá sem vilja herja á hvítflibbaglæpamennina, fá fram sannleikann og leita réttlætis. Lítum á grein Bjarna.

Morgunblaðið 30. janúar 2012

Svar við opnu bréfi og öðrum dylgjum - Bjarni Benediktsson - Morgunblaðið 30. janúar 2012

Svar við opnu bréfi og öðrum dylgjum - Bjarni Benediktsson - Morgunblaðið 30. janúar 2012

Það er auðvitað algjör tilviljun að eftir fyrrnefndan fund í Seðlabankanum, fundinn sem fjallað er um í Markaðnum hér að ofan og Vafningsreddingarnar hafi Bjarni (og faðir hans) selt hlutabréfin sín í Glitni og Bjarni skrifað grein með vini sínum og þingbróður, Illuga Gunnarssyni, um yfirvofandi kreppu. Báðir voru þeir innmúraðir enda Illugi stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni á þessum tíma. Þeir vissu miklu meira en flestir og bæði stjórnmálamenn og bankamenn voru kokhraustir og afskaplega iðnir við að bera allar hrakspár til baka jafnóðum eins og sjá má í pistlinum Litið um öxl… sem tengt er í hér að ofan. Viðskiptaráð talar svo niður umfjöllun erlendra fjölmiðla. Þáverandi forsætisráðherra gekk svo langt að segja botninum náð um mánaðamótin mars-apríl eins og sjá má hér:

Fréttir Stöðvar 2 – 31. mars og fréttir RÚV og Kastljós 1. apríl 2008

Eins og kemur fram í pistli Hallgríms Helgasonar hefur DV verið eini fjölmiðillinn sem ekki hefur kinokað sér við að fjalla um hvítflibbaglæpi og afhjúpað hverja svikamylluna á fætur annarri. Í desember 2009 hóf DV umfjöllun um Vafningsmál Bjarna Benediktssonar og ýmislegt því tengt. Hér er yfirlit yfir greinar DV en til að spara pláss læt ég nægja að tengja í viðkomandi greinar. Það þarf lítið annan en heilbrigða skynsemi til að draga þá ályktun að Vafningsmálið er ekki dylgjur eins og Bjarni vill vera láta. Það þarf heldur ekki mikla ályktunargáfu til að sjá og skilja að sala Bjarna Benediktssonar á hlutabréfum sínum í Glitni í febrúar 2008 var engin tilviljun.

Bjarni Ben í braski – Bjarni með í kaupum á lúxusturni í Makaó – DV 9. desember 2009

Höfðu engu að tapa – DV 11. desember 2009

Bjarni og Vafningur í breskri útrás – DV 14. desember 2009

„Þér er bara illa við mig“ – DV 16. desember 2009

Veðsetning Bjarna til að bjarga Glitnisbréfunum – DV 18. desember 2009

Bróðir minn er „einræðisherra“ – DV 20. janúar 2010

Karl kennir öðrum um – DV 22. janúar 2010

Veðsettu bótasjóð Sjóvár fyrir Vafning – DV 22. janúar 2010

Vissu af hruninu 2007 – Risatap vegna Vafnings – DV 25. janúar 2010

Bjarni verður að stíga fram – DV 27. janúar 2010

Stóra plottið – Fékk umboð frá sjálfum sér – DV 3. febrúar 2010

Veðsettu litla-Baug án vitneskju Jóns – Vafningsfélagið sett í þrot – DV 17. febrúar 2010

Máttur Wernerssona og Engeyinga í þrot – DV 3. desember 2010

Glitnir yfirtók Vafning – DV 12. janúar 2011

Bjarni seldi bréf sín í Glitni í febrúar 2008 – DV 28. mars 2011

Sekt og sakleysi Bjarna Ben – Leiðari – DV 21. október 2011

Bjarni Ben skrifaði undir fölsuð skjöl – DV 3. febrúar 2012

Fax til Glitnis sannar falsanir í Vafningsmáli – DV 13. febrúar 2012

Lýstu yfir mikilli trú á Glitni – DV 15. febrúar 2012

Félög tengd Bjarna skulda 150 milljarða – DV 17. febrúar 2012

Hér er svo viðtal við Bjarna Benediktsson í Kastljósi frá 3. febrúar 2010 þar sem rætt er um Vafning og Icesave.

Nú vill Bjarni Benediktsson að málið gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi sé dregið til baka. Hann vill refsileysi elítunnar eins og ég fjallaði um hér. DV birtir í dag lista yfir þá sem kallaðir yrðu fyrir Landsdóm sem vitni í máli Geirs. Almenningur á allan rétt til að heyra hvað þetta fólk hefur að segja, burtséð frá dómsorði. Nú liggur mikið við – segið kjörnum fulltrúum ykkar á þingi skoðun ykkar á málinu. Almannahagsmunir eiga að ráða en ekki vináttubönd og sérhagsmunir sjálfskipaðrar elítu á Íslandi.

Forsíða DV í dag 30. janúar – fleiri nöfn inni í blaðinu

Vitnalisti Landsdóms - Forsíða DV 30. janúar 2012

Vitnalisti Landsdóms - Forsíða DV 30. janúar 2012

Í Silfri Egils í gær var mjög athyglisvert viðtal við Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði með afbrotafræði sem sérgrein. Umræðuefnið var hvítflibbaglæpir. Það eru alveg gríðarlega alvarlegir glæpir sem geta lagt líf fjölda fólks í rúst eins og við höfum reyndar rekið okkur svo illilega á eftir hrun. Fyrir þá á að refsa.

Silfur Egils 29. janúar 2012

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

 • Jóhann Gunnarsson

  …Lára Hanna var rekin pistlahöfundur frá Rás II og hér kemur líklega skýringin…

  …heimildarvinna og vinnubrögð Láru Hönnu eru einfaldlega ekki vönduð …

  … Lára Hanna er tilbúin til að birta rangar upplýsingar til að klekkja á pólitískum andstæðingum …

  …hér í grein LH er dæmi:

  … LH vitnar hér í DV grein sem heimild… „Bjarni Ben í braski – Bjarni með í kaupum á lúxusturni í Makaó – DV 9. desember 2009“ …

  … staðreyndirnar hins vegar sem LH kýs að upplýsa ekki um eru að fjölsk BBen (BBen hefur aldrei unnið fyrir Sjóvá né átt hlut í Sjóvá)seldi Íslandsbanka sinn hlut í Sjóvá 2005… en sama ár keyptu Wernersbræður sama hlut af Íslandsbanka… 2006 hefja þeir byggingu 68 lúxusíbúðaturns í Macau í Kína… og veðsetja bótasjóð Sjóvár fyrir 5.5 milljörðum vegna þess… með frægri veðsetningu Þórs Sigfússonar forstj sem „vissi ekki hvað hann skrifaði undir“ … aðspurður …

  … lengi er hægt telja upp svipuð dæmi um vinnubrögð LH… sem ekki standast fyrir dómi og flokkast undir vísvitandi rangfærslur… en það virðist eiga vel við á Smugunni …

 • Frímann

  Takk fyrir þessa samantekt og allar færslur þínar um samfélag okkar.

 • Takk fyrir enn eina frábæra færslu til að uppfræða okkur !

  Það munu alltaf koma launaðir frá sjálfstæðisflokknum og reyna að skemma fyrir !!!
  Dæmi sanna það og eru hér að framan !

 • Jónas Bjarnason

  Þetta er frábær greina, Lára. Hallgrímur Helgason segir að Bjarni Benediktsson hafi falsað skjöl þegar verið var að ganga frá vafningnum umtalaða. Það felst í undirritun skjals með rangri dagsetningu, sýnist mér. Þessi skjöl eiga að vera til og þá eiga þau að vera þekkt eða afrit af þeim hjá sérstökum. Er þá hægt að upplýsa það? Vöflu- eða vafningalaust?

 • Takk takk Lára! Frábær samantekt.

 • Kæra Lára þú gleymir að taka með inn í greinina að Bjarni átti ekkert í vafningi, kom ekki nálgægt þessum viðskiptum. Hefur aldrei verið á lista hjá Sérstaka hvorki sem grunaður hvað þá sem ákærður. Faðir og föðurbróðir hafa heldur ekki verið á listanum yfir grunaða hvað þá ákærða. Aðkoma Bjarna var að skila einu skjali til bankans í umboði föður síns. Það er ekki hægt að álása mönnum sem hafa vit á viðskiptum og taka réttar ákvarðanir út frá því eins og hann gerði löngu fyrir hrun.

  Er það ekki merkilegt að menn sem hafa engin gögn undir höndum skilja ekki mun á veðsetningaskjali og lánasamningi séu að saka menn um glæpi í blöðunum eins og ekkert sé. og það í þeim tilgangi að kasta ryki í augum fólks um það sem málið varðar en það er endalok vintristjórnar og misheppnuðustu ríkisstjórnarsamstarfi íslandssögunnar. Að þekktir menn vilji láta nota sig sem pólitískadrulludreifara, leggja nafn sitt við þetta bull sem allir sja í gegnum.

  Þessi aðför að formanni sjálfstæðisflokksins er af verstu gerð. Hælbítar Steingríms og Jóhönnu þeysast fram í offorsi eftir umræðuna um mál Geirs til að sameina aftir flokksmenn sína í því eina sem sameinar þá, hatri og heift. Vonandi tekst það ekki.

  Þessi aðför er örvæntingafull aðferð til að blása lífi í ríkisstjórnina sem nýtur hvorki stuðnings né traust þjóðarinnar.

 • Þegar einhver telur að pólitískur óvinur sé sekur um eitthvað, án sannanna, er flestum ljóst að óvildin gerir þá vanhæfa að fjalla um málið af sanngirni og þokkalegu hlutleysi. Óskhyggjan um sekt óvinarins getur orðið dómgreindinni yfirsterkari. Betra er að hringja í 112 og láta fagfólk um málið.

 • Ef það var á allra vitorði hvert stefndi, hvernig er þá hægt að selja hlutabréf. ?

  Ekki höfðu allir aðgang að sömu kristalkúlunni.
  http://www.visir.is/robert-kannar-hvort-hann-geti-rift-glitniskaupum/article/2008381302681

 • Frábær greining og samantekt Lára Hanna !!

 • Lára Hanna er sjálfsskipaður saksóknari. Hún tekur að sér að rannsaka, sækja menn til saka og dæma seka ef þeir eru eða hafa verið í Sjálfsstæðisflokknum. Aðal heimild hennar er DV!

 • Í grein Hallgríms er fjallað um dagsetingar vegna Vafningslána.
  .
  Það vekur athygli að Bjarni minnist ekkert á þau álitamál í grein sinni hér að ofan.
  Hvenær skrifaði Bjarni, í raun, undir?

 • Guðrún Konný Pálmadóttir

  Million dollara samantekt hjá þér Lára Hanna!!

 • Steingrimur Jónsson

  Frábær grein, Lára Hanna, eins og þér er von og vísa.

  Það sem er merkilegast við það sem þessir síðustu formenn Sjálfstæðisflokksins segja er að nú segir Bjarni Benedkiksson að það hafi verið á vitorði allra að bankarnir væru um það bil að hrynja.

  Geir H. Haarde -og reyndar fleiri Sjálfstæðismenn – heldur því hins vegar fram að íslensku bankarnir hafi verið í góðu lagi þangað til Lehman Brothers féllu og að enginn gæti hafa séð það fyrir og þar með ekki séð hrun íslensku bankanna fyrir!

  Þarna rekast á tvö gjörsamlega andstæð sjónarmið eftir því hvaða málstað er verið að verja!!!

  Reyndar bætist svo við sú hreinræktaða lygi að við hefðum að fullu farið eftir reglum EES og því hefði ekki verið hægt að afstýra því sem gekk á hér – en staðreyndin er t.d. sú að Norðmenn (sem eru líka innan EES) settu reglur um að þeirra tryggingasjóðir tryggðu einungis innstæður í norskum krónum. Getur einhver hugsað sér hversu miklu sambærilegar reglur á Íslandi hefðu afstýrt?!?!!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

HöfundurEldri færslur

Dagatal

janúar 2012
S M Þ M F F L
« okt   feb »
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031