Mánudagur 17.02.2014 - 18:37 - FB ummæli ()

Svona verður skýrslan um ESB

Nú er komið að því. Skýrsla með úttekt um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið og þróun þess verður birt á morgun. Þá  fáum við vita nánar um Evrópusamrunann og þróun ESB í átt til sambandsríkis. Jafnframt fáum við að vita nánar um bág kjör ungs fólks, kvenna og fólks á jaðarsvæðunum.
Skýrslan verður lögð fram á Alþingi á morgun og um leið gerð aðgengileg á netinu. Uppbygging skýrslunar verður með þessum hætti:
A. Staða umsóknar Íslands um aðild að ESB.
B. Þróun ESB
a. réttarreglur ESB.
b. efnahagsleg þróun.
C. Útlit varðandi þróun sambandsins.
a. Lagalegar og pólitískar horfur
b. Efnahagslegt útlit
D. Samantekt niðurstaðna.
Þessi skýrsla mun sem sagt ekki fjalla svo mikið um það hvort hagkvæmt sé fyrir Ísland að gerast aðili að myntsvæði ESB. Þeirri spurningu hefur verið svarað oft í skýrslum á þann veg að ólíkar hagsveiflur geri það að verkum að það henti ekki fyrir Ísland að vera með sömu mynt og sömu peningastefnu og evrusvæðið. Það þarf sem sagt ekki að ræða það meira.
En það verður fróðlegt að sjá umfjöllun skýrslunnar um aðra þætti. Við bíðum spennt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur