Sunnudagur 16.03.2014 - 14:47 - FB ummæli ()

Það er hagkvæmara fyrir Íslendinga að vera utan ESB

Skýrsla Hagfræðistofnunar um ESB-málin greinir frá því að evrusvæðið sé óhagkvæmt myntsvæði sem haldi ríkjunum í spennitreyju myntsamstarfsins og að viðskiptajöfnuður sé fyrir vikið mjög ólíkur, atvinnuleysi víða mjög mikið, verðbólga mismunandi og vextir mjög mismunandi. Hér að að neðan eru nokkrir kaflar úr þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um efnahagsmál.

Á næstu árum benda hagvaxtaspár helstu greiningaraðila til að evrusvæðið og Evrópusambandið muni ná að auka hagvöxt sinn. Sú spá sem lýsir mestri bjartsýni er frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem reiknar með að hagvöxtur á evrusvæðinu verði komin í 1,7% árið 2015 og á sama tíma verði hagvöxtur Evrópusambandsins kominn í 1,9%. Allar stofnanirnar eru sammála um að hagvöxtur á evrusvæðinu verði neikvæður um 0,4% árið 2013 sem verður þá annað árið í röð sem hagvöxtur er neikvæður á þessu svæði. Þessi aukning í hagvexti sem reiknað er með fyrir evrusvæðið er ekki mikill í samanburði við hagvaxtarspár fyrir Bandaríkin. Árið 2013 er reiknað með hagvexti um 1,6-1,7% í Bandaríkjunum og hann talinn verða meiri en 3% árið 2015.

 

3.1.1.2 Maastricht skilyrðin

Það var ljóst frá upphafi að Evrópusambandið væri ekki hagkvæmt myntsvæði, mælt á hefðbundna mælikvarða þess hugtaks, þar sem efnahagsleg sundurleitni hinna ýmsu ríkja sambandsins væri mikil og hreyfanleiki vinnuafls væri ekki nægur til að jafna efnahagslegt ástand hinna ýmsu landa sambandsins. Á sama tíma var þeirri skoðun haldið á lofti að upptaka sameiginlegrar myntar myndi flýta fyrir efnahagslegum samruna.Við undirbúning á upptöku evrunnar var þó ljóst að þörf var á að samræma efnahagslíf ríkjanna til að lágmarka vandamál sem upp koma ef ástand í efnahagslífi landanna er mjög ólíkt.

 

3.1.3 Reynslan af evrusamstarfinu

Snemma kom í ljós að mörg lönd Evrópusambandsins ættu erfitt með að halda sig innan Maastricht skilyrðanna, sérstaklega hvað varðaði skuldastöðu og halla á rekstri ríkissjóða, þrátt fyrir samkomulagið um stöðugleika og hagvöxt. Portúgal rauf 3% múrinn árið 2001 og ári seinna voru það Frakkland og Þýskaland sem ekki héldu sig innan þeirra marka. Árið 2003 bættust Holland og Grikkland í hóp þessara ríkja og árið eftir Ítalía.62 Síðan þá hafa fjölmörg ríki bæst í þennan hóp. Einungis fjögur lönd í Evrópusambandinu hafa haldist innan samkomulagsins hvað varðar skuldastöðu og fjárlagahalla ef litið er allt til ársins 1998 en það eru Danmörk, Finnland, Lúxemborg og Svíþjóð. Þá var ljóst að ýmis ríki höfðu gripið til ýmissa bókhaldsaðgerða til að fela eða lækka opinbera skuldastöðu, t.d. með því að styðjast við fjármálagjörninga sem síðan voru ekki skilgreindir sem ríkisskuldir með því að teygja alþjóðlega reikningsskilastaðla til hins ítrasta.

 

3.1.5 Evrukreppan

Evrukreppan byrjaði á árinu 2009 í kjölfar þeirra umbrota sem urðu á fjármálamörkuðum heimsins sem hófst með gjaldþroti Lehman bankans í Bandaríkjunum. Þessi vandræði eru í raun samspil nokkurra þátta og ber þar hæst skuldavanda einstakra ríkja, bankakreppa og að auki sú staðreynd að hagvöxtur er veikur víða á svæðinu og samkeppnishæfni fer versnandi. Um er að ræða flókna atburði og hér verður stiklað á stóru til að veita yfirlit um það hvernig þessir þættir vinna saman.

Ein afleiðing fjármálakreppunnar var sú að þegar skuldir hins opinbera og einstaklinga hækkuðu komust nokkur lönd á evrusvæðinu í þá aðstöðu að þau áttu erfitt með að fjármagna skuldir sínar eða endursemja um þær. Við þetta bættist að bankar á svæðinu hafa glímt við yfirvofandi lausafjárvanda. Evran átti að leiða til aukins samruna fjármálamarkaða og efnahagslífs á Evrusvæðinu.

Evrukreppan er afleiðing þess að hagkerfi álfunnar eru ólík en auk þess hefur þessi veikleiki aukið vandann af kreppunni. Hér að framan var fjallað um efnahagslega sundurleitni innan Evrópusambandsins. Sundurleitnin á evrusvæðinu lýsir sér meðal annars í því að þrátt fyrir að hin ýmsu lönd svæðisins búi við sömu mynt og sömu peningastjórn eru lánakjör til heimila og fyrirtækja mjög mismunandi eftir löndum.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur