Þriðjudagur 15.04.2014 - 17:11 - FB ummæli ()

Umsóknarferlið var á brauðfótum frá upphafi

HjorleifurUmsóknin um aðild Íslands að ESB 2009 var frá upphafi á brauðfótum. Á bak við hana stóð í raun aðeins einn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, sem fékk forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til fylgilags við sig þvert ofan í yfirlýsta stefnu og kosningaloforð um að ekki yrði sótt um aðild. Umsókninni var þröngvað í gegn með naumum meirihluta á Alþingi og um leið hafnað að leggja spurninguna um hvort sækja ætti um aðild í dóm kjósenda í þjóðaatkvæðagreiðslu. Hugmyndir sem þáverandi ríkisstjórn kynnti um væntanlegt aðildarferli reyndust fjarri öllum sanni sem og væntingar þess efnis að um væri að ræða „samningaviðræður“ þar sem unnt væri að fá varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Ári seinna, 2010, féllu þessi leiktjöld þegar talsmenn ríkisstjórnarinnar viðurkenndu að um væri að ræða aðlögunarviðræður og fram voru dregnir IPA-styrkirnir sem greiða áttu fyrir aðlögun Íslands að leikreglum ESB á meðan á umsóknarferlinu stæði. ‒ Forysta VG kynnti aðildarumsóknina frá upphafi innan eigin raða á löngu úreltum forsendum, þ.e. að með umsókn Íslands yrði farið með svipuðum hætti og þegar aðild Noregs, Svíþjóðar og Finnlands var á dagskrá upp úr 1990. Jafnframt var af hálfu VG klifað á óljósum hugmyndum um þjóðaratkvæði, jafnvel áður en samningur lægi fyrir, til að geta leikið áfram tveim skjöldum. Einn þingmaður VG af öðrum féll fyrir borð í þessum skollaleik sem í reynd varð pólitískur banabiti ríkisstjórnarinnar. 

Svo segir í umsögn Hjörleifs Guttormssonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra, um þingsályktunartillögu um að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, mál 340 á yfirstandandi þingi.

Umsögn Hjörleifs er aðgengileg hér í heild sinni:

Umsögn Hjörleifs Guttormssonar um mál 340

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur