Mánudagur 26.05.2014 - 14:43 - FB ummæli ()

Svokölluð Evrópuhugsjón er lömuð

Úrslit kosninga til ESB-þingsins sýna að sú stefna sem hefur verið ríkjandi hjá flokkum sem eru fylgjandi frekari samruma hefur beðið skipbrot. Sigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi er einn og sér algjört reiðarslag fyrir svokallaða Evrópuhugsjón.

Í Frakklandi, Bretlandi og Danmörku náðu þeir flokkar bestum árangri sem vilja sem minnst með ESB hafa að gera.  Meira en fjórði hver kjósandi kaus þessa flokka.

Niðurstöður kosninganna eru enn merkilegri vegna þess að fólk sem er á móti ESB-hugsuninni sér oftar en ekki lítinn tilgang í því að taka þátt í ESB-kosningum vegna áhrifaleysis þingsins. Nógu margir af þessum efasemdarkjósendum mættu samt til að þeir urðu ótvíræðir sigurvegarar kosninganna.

Fabian Zuleeg, yfirmaður Evrópustefnumiðstöðvar í Brussel, segir að niðurstaða kosninga til ESB-þingsins hafi í för með sér meiri háttar erfiðleika fyrir samrunaþróunina í Evrópu.

Það sem sameinar andstöðuflokkana, sem spanna í raun mest allt litrófið frá hægri til vinstri í pólitík, er andstaða við samrunaþróunina sem verið hefur í Evrópu. Niðurstöður kosninganna sýna að almenningur vill minna af sameiginlegum ESB-lögum, og minna af frjálsri för fjármagns og fólks.

Ýmsir fræðingar gera lítið úr vilja Evrópubúa og þessum flokkum með því að kalla þá „popúlístíska“. Niðurstaða kosninganna endurspeglar í raun aðeins vilja, óskir og væntingar stórs hluta íbúa Evrópu um betra líf og öðru vísi líf en boðið hefur veirð upp á af skrifræðisbákninu í Brussel.

Fólk vill ekki lengur búa við þá gjöreyðingu efnahagslífsns sem evran og sameiginleg efnahagsstjórn ESB hefur þvingað upp á stóran hluta álfunnar.

Þetta fólk er búið að fá nóg.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur