Orð forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, eru enn ein staðfesting þess að Evrópusambandið þolir ekki áföll. Fjármálakreppan sýnir að evrusamstarfið gengur ekki upp. Straumur flóttamana sýnir að Schengen-samstarfið virkar ekki. Þar með er búið að kippa tveimur af fjórum hornsteinum undan ESB-samstarfinu. Schengen og evran gætu tekið allt ESB með sér í fallinu. Pólitísk græðgi sjálfskipaðra leiðtoga […]
Það eru margar ástæður til að hafna aðild Íslands að ESB. Með aðild að Evrópusambandinu myndu áhrif og völd færast í ríkari mæli til Brussel og grundvöllur velferðar íslensku þjóðarinnar yrði ótryggari. Hér að neðan eru nefndar tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild: Úrslitavald yfir auðlindum Það er grundvallarregla hjá ESB að stofnanir þess […]