Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn fimmtudaginn 1. mars næstkomandi á Hótel Sögu við Hagatorg. Hann hefst klukkan 17.15 með hefðbundinni aðalfundardagskrá, en klukkustund síðar, eða klukkan 18.15 hefst svo opinn fundur með Kathrine Kleveland, formanni Nei til Eu í Noregi. Kathrine mun einkum fjalla um innleiðingu orkulöggjafar ESB í EES-samninginn. Fyrirhugað er að setja á stofn orkueftirlit sem […]
Aðalfundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, verður haldinn þriðjudaginn 28. mars 2017 klukkan 20:00 í húsakynnum Heimssýnar í Ármúla 6 í Reykjavík. Ræðumaður er Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og fundarstjóri Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosningar og önnur mál. Allir félagsmenn og stuðningsfólk Heimssýnar er velkomið. Framkvæmdastjórn Heimssýnar
Meirihluti félagsmanna í félagi íslenskra atvinnurekenda telur að ekki eigi að halda viðræðum við ESB áfram og stór meirihluti þeirra er á móti aðild að ESB. Samkvæmt nýlegri könnun vilja 52% félagsmanna ekki halda viðræðum áfram á meðan aðeins 35,1% vilja halda þeim áfram. Aðeins 16,9 prósent eru á því að Ísland eigi að gang […]
Fullveldishátíð Heimssýnar var haldin 1. desember 2016, í húsakynnum Heimssýnar, Ármúla 4-6 í Reykjavík, og hófst klukkan 20:30. Dagskrá var fjölbreytt: Ávörp: Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar og Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar Hátíðarræða: Haraldur Ólafsson veðurfræðingur Hljómsveitin Reggí Óðins Sigurður Alfonsson harmonikkuleikari Söngur, tónlist og kaffiveitingar Kynnir: Þollý Rósmundsdóttir Á myndinni eru flestir þeir sem fram […]
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, ritaði í liðinni viku yfirgripsmikla og skarpmælta grein um stöðu ESB og framtíð Íslands. Nei við ESB hefur fengið leyfi Hjörleifs til þess að endurbirta hér grein hans sem birtist í Morgunblaðinu 17. þessa mánaðar. Hjörleifur Guttormsson: Evrópusamband í öngstræti og þörfin á að rækta garðinn heima fyrir […]
Einn helsti þungaviktarmaður jafnaðarmanna og Norðurlanda í evrópskri pólitík síðustu áratugina, forsætisráðherrann fyrrverandi í Svíþjóð, Göran Persson, segir í viðtali við sænska fjármáladagblaðið Dagens Industri í gær að stærsta ógnin sem ESB standi frammi fyrir sé hvorki úrsögn Breta né flóttamannavandinn heldur ný fjármálakreppa sem gæti kippt fótunum undan evrunni. Göran Persson lék aðalhlutverkið í sænskum stjórnmálum frá […]
Fyrir stuttu var hér fjallað um tólf ástæður til að forðast aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðildarsinnar greindu nýverið frá tíu ástæðum sem þeir töldu mæla með aðild. Hér verður þeim málflutningi aðildarsinna svarað lið fyrir lið: Lægra matvælaverð á Íslandi? ESB-sinnar nefna að verð á landbúnaðarvörum gæti í einhverjum tilvikum lækkað örlítið ef vörurnar […]
Á aðalfundi Heimssýnar sem haldinn var á fimmtudagskvöldið var Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, endurkjörinn formaður Heimssýnar, en hann hefur gegnt því embætti í eitt ár. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var einnig endurkjörin varaformaður Heimssýnar, en hún hefur einnig gegnt því embætti í eitt ár. Stjórn Heimssýnar var að öðru leyti að mestu […]
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er sérstakur gestur á opnum stjórnarfundi í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, í kvöld klukkan 20:00 á Hótel Sögu í Reykjavík. Heimssýn mun í haust bjóða formönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi að koma á stjórnar- og félagsfundi samtakanna og gera grein fyrir stefnu sinni og áherslum í Evrópusambandsmálum. Árni Páll Árnason, formaður […]
Gríska þjóðin hafnaði einhliða úrslitakostum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. 62% sögðu nei við kröfum ESB. Forystumenn ESB og AGS höfðu hótað grísku þjóðinni einangrun og að setja efnahag landsins í rúst ef þeir höfnuðu kröfum þeirra. Það var m.a. krafist mikils niðurskurðar elli- og örorkulífeyris, stórfelldrar hækkunar virðisaukaskatts á nauðsynjavörum, m.a. á lyfjum, og […]