Á landsfundi vorið 2013 ályktaði VG um Evrópusambandsmálin að Íslandi væri best borgið utan ESB. Flokkurinn vildi setja aðildarviðræðum tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. Það ár er nú löngu liðið. Á landsfundi flokksins árið 2011 samþykkti VG: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Landsfundurinn ályktar […]
Það að Ísland er umsóknarríki að ESB veitir ESB rétt til ýmissa afskipta af innanríkismálum hér á landi svo sem að vera hér með sérstakan sendiherra og reka áróðursskrifstofu eins og Evrópustofu sem annars væri ekki heimilt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein sem Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, ritar og er birt […]
Össur Skarphéðinsson virðist vera verulega örvæntingarfullur vegna þess að umsóknin um aðild að ESB er steindauð. Hann gengur jafnvel svo langt á erlendum vettvangi að sett verði skilyrði fyrir mögulegri aðild Íslands að fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Össur vill greinilega halda því fram að Ísland geti aðeins tekið þátt í þeim samningi sem umsóknarríki að ESB. Hann […]
Síðasti áratugur á evrusvæðinu hefur orðið að engu. Hve lengi getur þetta gengið þegar jafnvel Ísland hefur skotið svæðinu ref fyrir rass? Þannig spyr pistlahöfundur í Svenska Dagbladet, Per Lindvall, sem Gústaf Adolf Skúlason vekur athygli á – en pistillinn er hér í lauslegri endursögn. Per Lindvall minnir á að hagvöxtur á evrusvæðinu hafi á síðasta ársfjórðungi verið […]
Mail Online heldur því fram að eitt hollenskt risaskip geti nýtt 23% af þeim fiskveiðikvóta sem Evrópusambandið úthlutar Bretum í eigin landhelgi. Nær helmingur, eða 43%, kvótans eru í höndum erlendra aðila. Hollendingurinn nær í fiskinn við Bretlandsstrendur og landar honum að mestu í Hollandi. Samkvæmt opinberum upplýsingum í Bretlandi eru 23% af kvótanum bundinn við eitt sex þúsund […]
ESB skelfur. Það er enn titringur vegna kosninga til ESB-þingsins. Stór hluti Evrópubúa er hundóánægður með Evrópusambandið og Bretar eru á útleið. Þórarinn Hjartarson kemur inn á þetta í athyglisverðri grein sem birt var í Fréttablaðinu og á Visir.is. Hann byrjar á því að tengja umræðuna við hina pólitísku hreinstefnu sem Samfylkingin með Dag […]
Vinstri menn hér á landi í dag þjóna þýsku auðvaldi sem hefur síðustu öldina leitast við að auka athafnarými sitt. Þetta er ein af ályktunum sem draga má af athyglisverðri grein sem Þórarinn Hjartarson ritaði á vef Vinstrivaktarinnar fyrir nokkru. Greinin er hér endurbirt í heild sinni. Stórauðvaldið hefur almennt ekki mjög ákveðnar pólitískar […]
Íbúar Evrópu eru ekki hrifnir af evrunni. Þeir eru ekkert sérlega ánægðir með Evrópusambandið. Útlit er fyrir að þátttaka í kosningum til ESB-ráðgjafarþings verði lítil í lok þessa mánaðar. Hvað gera menn þá? Jú, Danir beita klámhundum fyrir kosningavagninn. Franskur stjórnmálamaður reyndi að telja ungum frönskum kjósendum trú um ágæti evrunnar og ESB með því […]
Lesendur eru beðnir að hlusta vel á orð Össurar Skarphéðinssonar og Stefans Füle um stækkunarferlið í myndbandi sem ná má í með því að smella á meðfylgjandi tengil, hugleiða orð þeirra og meta hvað þau merkja fyrir þá stöðu sem Ísland er í. Vinsamlegast smellið á tenginguna hér fyrir neðan og hlustið vel. Er einhver […]
Það hefur farið framhjá ýmsum að umsókn Alþingis um aðild að ESB var skilyrt, enda sagði að við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skyldi ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram komu í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar. Miðað við það sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar og yfirlýsingum sérfræðinga sem unnu með […]