Það eru meira en þúsund sjálfstæðismenn sem taka þátt í að móta þá stefnu sem endanlega er samþykkt á landsfundi flokksins. Það eru líka fjölmargir sem koma að því að undirbúa þá stefnu sem ákveðin er á flokksþingum Framsóknarflokksins. Þegar tekið er tillit til þess að pólitísk stefnumótun á sér stað á landsfundi eftir landsfund […]
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, hefur staðið í ströngu að undanförnu. Honum hefur þó tekist að sýna með mjög sannferðugum hætti að það sé rétt af Sjálfstæðisflokknum, og eina rétta leiðin, að hætta þessum aðlögunarviðræðum formlega. Öðruvísi geta þingmenn ekki snúið sér að þarfari verkefnum og öðruvísi getur þjóðin ekki snúið sér […]
Það er brostinn á flótti í liði þeirra sem hafa viljað toga okkur Íslendinga að og inn í ESB. Nýjasta dæmið um þetta er breytt afstaða Vinstri grænna sem fram kemur í þeirri ályktun sem þau lögðu fyrir Alþingi í gær. Nú vilja Vinstri græn gera hlé á aðildarviðræðum og jafnframt ekki taka þær aftur […]
Í umræðum á Alþingi í gær um aðlögunarferlið að ESB kom fram að umsóknin að ESB hafi verið á fölskum forsendum. ESB ætlast til þess að þau stjórnvöld sem sækja um aðild vilji gerast aðilar. Svo hafi ekki verið því Vinstri græn í ríkisstjórn voru á móti aðild og Samfylkingin vildi bara kíkja í pakkann. […]
Árni Páll Árnason hélt því fram, ranglega, í samtali við Heimi Karlsson á Bylgjunni rétt í þessu að í gjaldmiðlaskýrslu Seðlabankans frá haustinu 2012 væri bent á eina lausn í gjaldmiðlamálum. Þetta er ekki rétt hjá Árna Páli. Nægir í því sambandi að benda á lokaorð seðlabankastjóra í fyrsta kafla skýrslunnar. Þar segir hann á síðu […]
Fram kom í Bylgjufréttum rétt í þessu að tillaga um afturköllun umsóknar að ESB muni verða lögð fram á Alþingi á næstu dögum. Fyrri ríkisstjórn hafði allt síðasta kjörtímabil til að koma Íslandi inn í ESB en mistókst það, enda fór hún í verkið á fölskum forsendum. Össur, Jóhanna, Árni Páll, Baldur Þórhallsson og fleiri […]
Í dag hefur verið fjallað mikið um samtökin Open Europe og rannsóknir þeirra í kjölfar þess að utanríkisráðherra vitnaði í rannsóknir samtakana. En Open Europe er sjálfstæð hugsmiðja sem hefur skrifstofur í Brussel, London og Berlín, þeirra markmið er að gera Evrópusambandið betra fyrir fyrirtæki og auka viðskiptatækifæri. Evrópusinnar hafa í dag verið mjög uppteknir […]
Nei við ESB mun standa að fullveldishátíð í samstarfi við önnur samtök fullveldissinna á sunnudag 1. desember. Allir velkomnir