Miðvikudagur 13.04.2016 - 22:18 - FB ummæli ()

Jökulsárlón – SOLD!

800px-Jökulsárlón_lagoon_in_southeastern_IcelandJökulsárlón sem eru ein af helstu náttúruperlum Íslands voru seld á uppboði í dag. Jökulsárlón hafa á undanförnum árum verið einn fjölfarnasti og vinsælasti ferðamannastaðurinn hér á landi en þau eru m.a. í 2. sæti á vefsíðunni Tripadvisor yfir þá staði sem taldir eru mest spennandi að heimsækja á Íslandi. Kaupendahópurinn samanstendur af erlendum fjárfestum með félag skráð á Evrópska efnahagssvæðinu. Ekki fást frekari upplýsingar um samsetningu hópsins né hvort kaupendurnir séu raunverulega staðsettir innan EES. Ekkert liggur fyrir um hvað hópurinn ætlar sér með kaupunum né hvaða áhrif það kunni að hafa á svæðið.  Lögfræðistofan X sem kemur fram fyrir hönd kaupenda vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Svona gæti frétt hljómað í fjölmiðlum eftir einungis 40 daga ef marka má fréttir í fjölmiðlum í dag.

Það hafa verið ótrúlega litlar umræður um þetta en það er ljóst að ekkert mál ætti að vera stærra næstu vikurnar. Nú er mikilvægt að fólk úr öllum áttum taki höndum saman! Stjórnvöld verða einfaldlega að leita allra mögulegra leiða til að koma í veg fyrir að þetta gangi í gegn.

 

jokulsarlon

Á vefsíðunni Tripadvisor er Jökulsárlón í 2. sæti yfir þá staði sem taldir eru mest spennandi hér á landi.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Ásmundur Einar Daðason
Félags- og barnamálaráðherra
RSS straumur: RSS straumur