Þriðjudagur 02.05.2017 - 14:37 - FB ummæli ()

Bætum flugöryggi-minna þras!

Þessa dagana standa yfir malbikunarframvkæmdir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli og mun standa fram á haust. Þessar framkvæmdir er hluti að eðlilegu viðhaldi flugbrautanna. Það sem vakti athygli mína varðandi þessar framkvæmdir að ekki standi til að malbika SV/NA sem hefur staðið til að taka í noktun vegna lokunar flugbrautar með sömu stefnu á Reykjavíkurflugvelli.
Af hverju var ekki tækifærið nýtt til að tryggja betur flugöryggi á SV horni landsins og þessi braut malbikuð? Þessari spurningu verða samgönguyfirvöld að svara. Isavia áætlaði að það myndi kosta um 240 milljónir að gera NA/SV flugbrautina á Keflavíkurflugvelli nothæfa á ný en brautin var tekin úr notkun fyrir nokkrum árum. Í þessu sambandi má nefna að þegar Reykjavíkurborg keypti landskika af ríkinu suður af NA/SV flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli borgaði borgin hátt í hálfan milljarð fyrir landið. Ríkið hefur fengið fé til að sinna þessari framkvæmd en hefur ekki látið vera af því. Mér er það óskiljanlegt af hverju ríkisvaldið lætur ekki hendur standa fram úr ermum og klára að malbika þessa flugbraut.Það skyldi þó ekki vera að aðgerðaleysi samgönguyfirvalda að ganga frá þessu máli þjóni þeim tilgangi að ríghalda lífi í ömurlegt pólitíkst þras um framtíð Reykjavíkurflugvallar? Þessi framkvæmd getur ekki beðið endalaust og nú skora ég á ráðherra samgöngumála að tileinka sér mottó Nike og láta malbika NA/SV flugbrautina… Just do it!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Alexander Ólafsson
Ég er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Gautaborg og meistaragráðu í heilbrigðisstjórnun frá Norræna heilsuháskólanum í Gautaborg. Ég hef mikinn á áhuga á ríkisrekstri, íslenskri stjórnsýslu, heilbrigðis- og efnahagsmálum, norrænni samvinnu, ESB, öryggis- og varnarmálum. Tölvupóstur: gunnaralexander1212@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur