Mánudagur 29.02.2016 - 14:57 - FB ummæli ()

Tíu mál um kennitöluflakk

Undirritaður hefur ákveðið að leggja fram allt að tíu mál í þingi á næstu mánuðum, sem öll  tengjast baráttunni gegn kennitöluflakki. Um er að ræða lagafrumvörp og þingsályktunartillögur.

Nokkrir þingmenn hafa bent á að kennitöluflakk verði ekki stöðvað með frumvarpinu sem lagt var fram í síðustu viku. Það er rétt, enda var það hugsað sem fyrst skref í baráttunni gegn þeirri óværu sem kennitöluflakkið er. Það mun gera hinum seku erfiðara fyrir, en þeir munu finna aðrar glufur.

Þá hefur verið kvartað undan því að kennitölufrumvarpið sé íþyngjandi. Þannig er fullyrt að hugsanlega munum við missa af næsta Bill Gates á meðal vor, ef menn fá ekki að setja nokkur fyrirtæki á hausinn, með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfélagið, áður en þeir slá í gegn. Rétt er að benda á og ítreka að frumvarpið gerir einungis ráð fyrir að menn taki pásu eftir tvö gjaldþrot á þremur árum.  Kannski geta þeir þá unnið betur að viðskiptaáætlunum sínum.Er það ósanngjörn krafa?

Það er undarleg hugmyndafræði að líta á kennitöluflakk, tollalagabrot eða skattsvik sem saklausan hlut. Kostnaður þjóðfélagsins nemur allt að 100 milljörðum króna á ári. Ríkið tapar, starfsmenn tapa, birgjar tapa o.sv.frv. Oft leiðir þetta til keðjuverkandi gjaldþrota.

Þingmálin 10 eru lögð fram til að koma skikki á þessa hluti. Verða þau íþyngjandi? Já, eflaust mörg þeirra. En umferðarlögin eru líka íþyngjandi, ef menn vilja taka slíka umræðu.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur